„Slökkvum bara á okkur“ Ólafur Þór Jónsson skrifar 25. maí 2024 18:45 Það gengur illa hjá lærisveinum Greggs Ryder að tengja saman tvo sigra. Vísir/Anton Brink KR gerði 2-2 jafntefli við Vestra í 8. umferð Bestu deildar karla í fótbolta. Heimamenn í KR voru komnir í 2-0 stöðu í fyrri hálfleik en gestirnir skoruðu tvö mörk á stuttum kafla í seinni hálfleik og niðurstaðan 2-2 jafntefli. KR gerði 2-2 jafntefli við Vestra í 8. umferð Bestu deildar karla í fótbolta. Heimamenn í KR voru komnir í 2-0 stöðu í fyrri hálfleik en gestirnir skoruðu tvö mörk á stuttum kafla í seinni hálfleik og niðurstaðan 2-2 jafntefli. „Þetta eru gríðarleg vonbrigði og tilfinningin er eins og eftir tap. Mér fannst við fínir í fyrri hálfleik. Við sýndum ákveðin gæði í okkar leik sóknarlega. Mér fannst við ekki frábærir. Við töluðum um það í hálfleik að við þyrftum að vera betri í seinni hálfleik. Síðan missum við einbeitingu í seinni hálfleik og gefum þeim léleg mörk.“ sagði Gregg Oliver Ryder þjálfari KR eftir tapið. Eins og áður segir voru KR komnir í kjörstöðu í hálfleik en fá á sig ódýr tvö mörk. Hvað gerist hjá KR? „Við slökkvum bara á okkur, það er ein leið til að útskýra þetta. Við fáum auðvitað seinna markið úr föstu leikatriði og við bara missum einbeitinguna. Það er eitthvað sem við megum ekki gera og verðum að halda einbeitingunni í 90 mínútur. Við gerðum það gegn FH í síðustu viku en ekki í dag og það er líka skortur á stöðugleika.“ sagði Gregg ósáttur. Á 70 mínútu tók Gregg þá Theodór Elmar og Aron Sigurðarson út af sem höfðu borið sóknarleik KR uppi. Hvað olli þessari skiptingu? „Þeir eru búnir að vera frá lengi og eru að komast í form. Gátu ekki spilað meira í dag og voru búnir að gefa allt sem þeir áttu. Þeir áttu frábæran leik í dag en gátu ekki spilað meira. Vonandi erum við að nálgast það með hverjum leiknum að þeir geti spilað 90 mínútur.“ KR hefur einungis náð í eitt stig á sínum heimavelli á þessu tímabili þetta hlýtur að vera óásættanleg niðurstaða. „Já það eru gríðarleg vonbrigði. Þetta er ekki eins og menn séu hræddir að spila hérna eða eitthvað. Það er eins og það sé einhver andleg stífla sem kemur í veg fyrir að við klárum leiki eins og hér í dag.“ Fyrra mark Vestra var úr víti eftir að Guy Smit braut á Silas leikmanni Vestra. Smit hefur verið mikið á milli tannanna á fólki og gert ófá mistök. Er staða hans í hættu? „Ég verð að segja að áður en að hann brýtur á honum eru 2-3 mistök sem vörnin gerir sem kemur Vestra í þessa stöðu. Þarf að sjá þetta aftur til að meta.“ sagði Ryder að lokum Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla KR Mest lesið „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Handbolti Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti Fleiri fréttir Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Tímabilinu líklega lokið hjá Orra „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Sjá meira
KR gerði 2-2 jafntefli við Vestra í 8. umferð Bestu deildar karla í fótbolta. Heimamenn í KR voru komnir í 2-0 stöðu í fyrri hálfleik en gestirnir skoruðu tvö mörk á stuttum kafla í seinni hálfleik og niðurstaðan 2-2 jafntefli. „Þetta eru gríðarleg vonbrigði og tilfinningin er eins og eftir tap. Mér fannst við fínir í fyrri hálfleik. Við sýndum ákveðin gæði í okkar leik sóknarlega. Mér fannst við ekki frábærir. Við töluðum um það í hálfleik að við þyrftum að vera betri í seinni hálfleik. Síðan missum við einbeitingu í seinni hálfleik og gefum þeim léleg mörk.“ sagði Gregg Oliver Ryder þjálfari KR eftir tapið. Eins og áður segir voru KR komnir í kjörstöðu í hálfleik en fá á sig ódýr tvö mörk. Hvað gerist hjá KR? „Við slökkvum bara á okkur, það er ein leið til að útskýra þetta. Við fáum auðvitað seinna markið úr föstu leikatriði og við bara missum einbeitinguna. Það er eitthvað sem við megum ekki gera og verðum að halda einbeitingunni í 90 mínútur. Við gerðum það gegn FH í síðustu viku en ekki í dag og það er líka skortur á stöðugleika.“ sagði Gregg ósáttur. Á 70 mínútu tók Gregg þá Theodór Elmar og Aron Sigurðarson út af sem höfðu borið sóknarleik KR uppi. Hvað olli þessari skiptingu? „Þeir eru búnir að vera frá lengi og eru að komast í form. Gátu ekki spilað meira í dag og voru búnir að gefa allt sem þeir áttu. Þeir áttu frábæran leik í dag en gátu ekki spilað meira. Vonandi erum við að nálgast það með hverjum leiknum að þeir geti spilað 90 mínútur.“ KR hefur einungis náð í eitt stig á sínum heimavelli á þessu tímabili þetta hlýtur að vera óásættanleg niðurstaða. „Já það eru gríðarleg vonbrigði. Þetta er ekki eins og menn séu hræddir að spila hérna eða eitthvað. Það er eins og það sé einhver andleg stífla sem kemur í veg fyrir að við klárum leiki eins og hér í dag.“ Fyrra mark Vestra var úr víti eftir að Guy Smit braut á Silas leikmanni Vestra. Smit hefur verið mikið á milli tannanna á fólki og gert ófá mistök. Er staða hans í hættu? „Ég verð að segja að áður en að hann brýtur á honum eru 2-3 mistök sem vörnin gerir sem kemur Vestra í þessa stöðu. Þarf að sjá þetta aftur til að meta.“ sagði Ryder að lokum
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla KR Mest lesið „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Handbolti Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti Fleiri fréttir Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Tímabilinu líklega lokið hjá Orra „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti