Enski boltinn

Rooney gæti fengið nýtt starf þrátt fyrir hræði­legan árangur síðast

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Wayne Rooney ætlar að reisa orðspor sitt í þjálfun við.
Wayne Rooney ætlar að reisa orðspor sitt í þjálfun við. getty/Robbie Jay Barratt

Þrátt fyrir hræðilegt gengi Birmingham City undir stjórn Waynes Rooney gæti gamli landsliðsfyrirliði Englands fengið nýtt stjórastarf.

Plymouth Argyle er í stjóraleit og ætlar að ræða við Rooney. Liðið hélt sér í B-deildinni í vetur, á kostnað Birmingham sem Rooney stýrði um þriggja mánaða skeið.

Rooney tók við Birmingham í október í fyrra. Þá var liðið í 5. sæti B-deildarinnar. Birmingham tapaði hins vegar níu af fimmtán leikjum undir stjórn Rooneys og hann var rekinn í byrjun þessa árs. Hann skildi við Birmingham í 20. sæti og liðið féll svo.

Áður en Rooney tók við Birmingham stýrði hann Derby County og D.C. United í Bandaríkjunum.

Rooney átti frábæran feril sem leikmaður og er meðal annars markahæsti leikmaður í sögu Manchester United. Honum hefur hins vegar ekki gengið jafn vel á stjóraferlinum en þrátt fyrir það er hann hvergi af baki dottinn og gæti fengið starfið hjá Plymouth.

Yfirmaður knattspyrnumála hjá Plymouth, Neil Dewsnip, þekkir Rooney vel frá því hann starfaði hjá Everton.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×