Svaraði engu um Affleck Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 23. maí 2024 09:23 Simu Liu meðleikari Jennifer Lopez og leikstjóri myndarinnar Atlas, Brad Petyon. EPA-EFE/ISAAC ESQUIVEL Jennifer Lopez svaraði engu þegar hún var spurð að því á blaðamannafundi hver staðan væri í einkalífi hennar og hvort orðrómurinn um að hún og Ben Affleck séu skilin að sæng væri sannur. Blaðamaður spurði að þessu á blaðamannafundi vegna Atlas, nýrrar Netflix myndar hennar sem verið er að taka upp í Mexíkóborg en horfa má á atvikið neðst í fréttinni. Eins og greint hefur verið frá er uppi þrálátur orðrómur um að Jennifer Lopez og Ben Affleck séu skilin. Þau hafa ekki sést saman opinberlega í sjö vikur eða rúma fimmtíu daga. Affleck er þessa dagana í Kaliforníu en Lopez í Mexíkó. Þau giftu sig árið 2022 eftir endurnýjuð kynni en þau voru par fyrir rúmlega tuttugu árum síðan. „Er það satt að þú og Ben Affleck séuð skilin? Þessi orðrómur? Hver er sannleikurinn?“ spurði blaðamaðurinn leik- og söngkonuna á blaðamannafundi þar sem hún var stödd ásamt öðrum leikurum myndarinnar. Í umfjöllun People kemur fram að þögn hafi slegið á salinn. Meðleikari Lopez í myndinni, Simu Liu, var að sögn miðilsins fljótur að bregðast við og slaufaði fundinum um leið og spurningin var borin upp. „Ókei, við erum að fara þangað. Takk kærlega fyrir komuna, við erum þakklát, takk fyrir,“ sagði Liu. Í umfjöllun People er því lýst þannig að Jennifer Lopez hafi á þessum tímapunkti hallað sér fram og gefið blaðamanninum illt auga. „Þú veist betur en þetta,“ sagði hún svo. Liu bætti við að Jen hefði framleitt myndina og að það væri ástæða þess að hann væri þarna. Lopez kvaddi svo salinn á spænsku. #JenniferLopez es cuestionada por su divorico en su visita a México para el estreno de #Atlas y #SimuLiu la defiende con una gran respuesta. 👏#JLo #AtlasEnMX pic.twitter.com/r2VX3XsXwi— Glamour Mex y Latam (@GlamourMex) May 23, 2024 Bíó og sjónvarp Hollywood Ástin og lífið Mest lesið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Finnur fyrsti óperustjórinn Lífið Bob Weir látinn Lífið Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Fleiri fréttir Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Sjá meira
Eins og greint hefur verið frá er uppi þrálátur orðrómur um að Jennifer Lopez og Ben Affleck séu skilin. Þau hafa ekki sést saman opinberlega í sjö vikur eða rúma fimmtíu daga. Affleck er þessa dagana í Kaliforníu en Lopez í Mexíkó. Þau giftu sig árið 2022 eftir endurnýjuð kynni en þau voru par fyrir rúmlega tuttugu árum síðan. „Er það satt að þú og Ben Affleck séuð skilin? Þessi orðrómur? Hver er sannleikurinn?“ spurði blaðamaðurinn leik- og söngkonuna á blaðamannafundi þar sem hún var stödd ásamt öðrum leikurum myndarinnar. Í umfjöllun People kemur fram að þögn hafi slegið á salinn. Meðleikari Lopez í myndinni, Simu Liu, var að sögn miðilsins fljótur að bregðast við og slaufaði fundinum um leið og spurningin var borin upp. „Ókei, við erum að fara þangað. Takk kærlega fyrir komuna, við erum þakklát, takk fyrir,“ sagði Liu. Í umfjöllun People er því lýst þannig að Jennifer Lopez hafi á þessum tímapunkti hallað sér fram og gefið blaðamanninum illt auga. „Þú veist betur en þetta,“ sagði hún svo. Liu bætti við að Jen hefði framleitt myndina og að það væri ástæða þess að hann væri þarna. Lopez kvaddi svo salinn á spænsku. #JenniferLopez es cuestionada por su divorico en su visita a México para el estreno de #Atlas y #SimuLiu la defiende con una gran respuesta. 👏#JLo #AtlasEnMX pic.twitter.com/r2VX3XsXwi— Glamour Mex y Latam (@GlamourMex) May 23, 2024
Bíó og sjónvarp Hollywood Ástin og lífið Mest lesið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Finnur fyrsti óperustjórinn Lífið Bob Weir látinn Lífið Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Fleiri fréttir Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Sjá meira