Við elskum föt, eða hvað? Magnús Sigurbjörnsson skrifar 23. maí 2024 09:30 Íslendingar eru oft hinir bærilegustu neytendur, sama hvað gengur á í þjóðfélaginu. Þá sérstaklega hættum við ekkert að kaupa okkur föt eða skó. Það er gömul mýta og ný að við erum alveg hætt að fara út í búð, verslum allt á netinu og fáum allt sent heim. Það er þó alls ekki þannig, yngri kynslóðin er kannski komin með þann vana en stundum þurfum við bara að fara út í búð og máta. Hér koma nokkrar áhugaverðar tölur fyrir árið 2023 í fataverslun. Tæplega þriðjungur Íslendinga verslar föt og skó á netinu á meðan hinir gera sér ferð út í búð og borgar í posa. Þó að tæplega þriðjungur okkar verslar föt á netinu að þá verslum við fjórfalt meira af fötum í erlendri netverslun en af íslenskum fataverslunarfyrirtækjum sem að bjóða upp á netverslun. Tæplega annar hver hlutur sem að Íslendingar flytja inn, og þá tala ég eingöngu um einstaklinga, eru föt eða skór (45,5%). Við versluðum jafnmikið í netverslun við innlend fataverslunarfyrirtæki og við fengum sent af fötum frá Kína (3,7 ma.kr.) á árinu 2023. Bretland, Bandaríkin, Víetnam og Holland koma svo fast á hæla Kína í keppninni um vinsæl lönd sem senda okkur föt eftir pantanir okkar í erlendri netverslun. Við teljum að heildarfatamarkaðurinn á Íslandi sé í heildina 58,4 milljarðar króna á síðasta ári. Innlend fataverslun velti 39,3 milljörðum króna á árinu 2023 en þar af verslum við fyrir 3,7 milljarða króna í innlendri netverslun og 35,6 milljörðum króna í posa. Í þessum samanburði nam erlend netverslun í fötum árið 2023, 12,5 milljörðum króna eða 21,7% af fatamarkaði landsmanna. Aukningin er mest milli ára í erlendri netverslun eða 10,3% en innlend netverslun jókst um 8,1% á sama tíma. Það tónar saman við heildarfatamarkaðinn sem að jókst um 8,6% á milli ára á meðan að innlend verslun í posa jókst einungis um 2,4%. Við kaupum alltaf mest af fötum á afsláttardögunum í nóvember og rétt fyrir jól en á móti langminnst í upphafi árs en svo eykst það með hverjum mánuðinum. En þurfum við að hafa áhyggjur af auknum umsvifum erlendra netverslana hér á landi? Spilar íslenska verðlagið svona mikið inn í? Fyrstu mánuðir ársins 2024 hafa sýnt okkur það að fataverslun í posa er að dragast saman og netverslun innanlands er að sækja í sig veðrið. Við munum samt ekki hætta að kaupa föt. Ég held að Íslendingar geti vel státað sig af því að elska að kaupa föt, þó hvernig við gerum það muni breytast með tíð og tíma. Höfundur er forstöðumaður Rannsóknaseturs verslunarinnar (RSV). Öll gögn RSV má nálgast inn á Veltan.is. Gögnin hér að ofan eru fengin úr Kortaveltu RSV & Veltunnar, erlendum netverslunargögnum frá Tollinum og VSK-gögnum frá Hagstofu Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Verslun Mest lesið Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Sjá meira
Íslendingar eru oft hinir bærilegustu neytendur, sama hvað gengur á í þjóðfélaginu. Þá sérstaklega hættum við ekkert að kaupa okkur föt eða skó. Það er gömul mýta og ný að við erum alveg hætt að fara út í búð, verslum allt á netinu og fáum allt sent heim. Það er þó alls ekki þannig, yngri kynslóðin er kannski komin með þann vana en stundum þurfum við bara að fara út í búð og máta. Hér koma nokkrar áhugaverðar tölur fyrir árið 2023 í fataverslun. Tæplega þriðjungur Íslendinga verslar föt og skó á netinu á meðan hinir gera sér ferð út í búð og borgar í posa. Þó að tæplega þriðjungur okkar verslar föt á netinu að þá verslum við fjórfalt meira af fötum í erlendri netverslun en af íslenskum fataverslunarfyrirtækjum sem að bjóða upp á netverslun. Tæplega annar hver hlutur sem að Íslendingar flytja inn, og þá tala ég eingöngu um einstaklinga, eru föt eða skór (45,5%). Við versluðum jafnmikið í netverslun við innlend fataverslunarfyrirtæki og við fengum sent af fötum frá Kína (3,7 ma.kr.) á árinu 2023. Bretland, Bandaríkin, Víetnam og Holland koma svo fast á hæla Kína í keppninni um vinsæl lönd sem senda okkur föt eftir pantanir okkar í erlendri netverslun. Við teljum að heildarfatamarkaðurinn á Íslandi sé í heildina 58,4 milljarðar króna á síðasta ári. Innlend fataverslun velti 39,3 milljörðum króna á árinu 2023 en þar af verslum við fyrir 3,7 milljarða króna í innlendri netverslun og 35,6 milljörðum króna í posa. Í þessum samanburði nam erlend netverslun í fötum árið 2023, 12,5 milljörðum króna eða 21,7% af fatamarkaði landsmanna. Aukningin er mest milli ára í erlendri netverslun eða 10,3% en innlend netverslun jókst um 8,1% á sama tíma. Það tónar saman við heildarfatamarkaðinn sem að jókst um 8,6% á milli ára á meðan að innlend verslun í posa jókst einungis um 2,4%. Við kaupum alltaf mest af fötum á afsláttardögunum í nóvember og rétt fyrir jól en á móti langminnst í upphafi árs en svo eykst það með hverjum mánuðinum. En þurfum við að hafa áhyggjur af auknum umsvifum erlendra netverslana hér á landi? Spilar íslenska verðlagið svona mikið inn í? Fyrstu mánuðir ársins 2024 hafa sýnt okkur það að fataverslun í posa er að dragast saman og netverslun innanlands er að sækja í sig veðrið. Við munum samt ekki hætta að kaupa föt. Ég held að Íslendingar geti vel státað sig af því að elska að kaupa föt, þó hvernig við gerum það muni breytast með tíð og tíma. Höfundur er forstöðumaður Rannsóknaseturs verslunarinnar (RSV). Öll gögn RSV má nálgast inn á Veltan.is. Gögnin hér að ofan eru fengin úr Kortaveltu RSV & Veltunnar, erlendum netverslunargögnum frá Tollinum og VSK-gögnum frá Hagstofu Íslands.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun