Hetja Atalanta í fámennan hóp og fagnaði svo innilega með mömmu sinni Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. maí 2024 12:30 Lookman-fjölskyldan fagnar. Jean Catuffe/Getty Images Ademola Olajade Alade Aylola Lookman reyndist hetja Atalanta þegar ítalska félagið varð fyrsta allra liða til að leggja Bayer Leverkusen af velli á leiktíðinni í úrslitaleik Evrópudeildar karla í fótbolta. Ademola Lookman, eins og hann er einfaldlega kallaður, skoraði magnaða þrennu í leiknum. Sá hann þar með til þess að Xabi Alonso og lærisveinar hans í Leverkusen skrái sig ekki á spjöld sögunnar en liðið hafði ekki tapað einum einasta leik á leiktíðinni þangað til það mætti Atalanta í Dublin á Írlandi. Ef sögubækurnar eru opnaðar eru aðeins örfáir leikmenn karla megin sem hafa skorað þrennu þegar kemur að úrslitaleikjum í Evrópukeppni. Raunar eru þeir aðeins fjórir nú ef horft er í staka úrslitaleiki. Það eru þeir Ferenc Puskás, Alfredo Di Stéfano, Pierino Prati og Lookman. Ef við tökum úrslitarimmur með – þar sem spilaðir voru tveir úrslitaleikir – þá bætast þeir Jupp Heynckes og Lluis Pujol við. Puskás, Di Stefano, Puskás, Prati, Lookman... the only hat-tricks in major European finals.— Jonathan Wilson (@jonawils) May 22, 2024 Hvort einhver þeirra hafi skorað flottari þrennu en Lookman verður Stefán Pálsson sagnfræðingur að skera úr um en þrenna gærdagsins var með þeim flottari, allavega síðari tvö mörkin. Eftir að tryggja Atalanta sinn fyrsta Evróputitil í 116 ára sögu félagsins þá fagnaði Lookman innilega með liðsfélögum sínum sem og foreldrum sem voru mætt að styðja drenginn sinn. What it means 🥹#UELfinal pic.twitter.com/XTgCQ4KsGq— UEFA Europa League (@EuropaLeague) May 22, 2024 Atalanta's hero 🏆#UELfinal pic.twitter.com/eMWGTrApCV— UEFA Europa League (@EuropaLeague) May 22, 2024 Hinn 26 ára gamli Lookman á ættir að rekja til Nígeríu og hefur spilað átta 21 A-landsleik síðan árið 2022 en þar áður lék hann fyrir yngri landslið Englands. Hann hóf ferilinn hjá Charlton Athletic á Englandi en færði sig um set árið 2017 þegar hann samdi við Everton. Var hann á hálfgerðu flakki næstu fimm árin. Hann var lánaður til RB Leipzig í Þýskalandi árið 2018 og félagið keypti hann í kjölfarið. Þar fann hann sig í raun aldrei og var lánaður til bæði Fulham og Leicester City áður en Atalanta keypti hann árið 2022. Þar virðist Lookman njóta sín en þessi sóknarþenkjandi leikmaður hefur til þessa á leiktíðinni skorað 15 mörk og gefið 8 stoðsendingar. Alls hefur hann spilað 76 leiki, skorað 30 mörk og gefið 16 stoðsendingar. Baller ✨#UELfinal pic.twitter.com/NJqZPrxATT— UEFA Europa League (@EuropaLeague) May 22, 2024 Hann getur enn bætt við þessa tölfræði þar sem Atalanta á einn leik eftir í Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni. Gangi allt eftir í lokaumferðinni gæti liðið stokkið upp í 3. sæti en sama hvað gerist er ljóst að félagið mun spila í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Fótbolti Evrópudeild UEFA Mest lesið Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti Fleiri fréttir Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Tímabilinu líklega lokið hjá Orra „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Sjá meira
Ademola Lookman, eins og hann er einfaldlega kallaður, skoraði magnaða þrennu í leiknum. Sá hann þar með til þess að Xabi Alonso og lærisveinar hans í Leverkusen skrái sig ekki á spjöld sögunnar en liðið hafði ekki tapað einum einasta leik á leiktíðinni þangað til það mætti Atalanta í Dublin á Írlandi. Ef sögubækurnar eru opnaðar eru aðeins örfáir leikmenn karla megin sem hafa skorað þrennu þegar kemur að úrslitaleikjum í Evrópukeppni. Raunar eru þeir aðeins fjórir nú ef horft er í staka úrslitaleiki. Það eru þeir Ferenc Puskás, Alfredo Di Stéfano, Pierino Prati og Lookman. Ef við tökum úrslitarimmur með – þar sem spilaðir voru tveir úrslitaleikir – þá bætast þeir Jupp Heynckes og Lluis Pujol við. Puskás, Di Stefano, Puskás, Prati, Lookman... the only hat-tricks in major European finals.— Jonathan Wilson (@jonawils) May 22, 2024 Hvort einhver þeirra hafi skorað flottari þrennu en Lookman verður Stefán Pálsson sagnfræðingur að skera úr um en þrenna gærdagsins var með þeim flottari, allavega síðari tvö mörkin. Eftir að tryggja Atalanta sinn fyrsta Evróputitil í 116 ára sögu félagsins þá fagnaði Lookman innilega með liðsfélögum sínum sem og foreldrum sem voru mætt að styðja drenginn sinn. What it means 🥹#UELfinal pic.twitter.com/XTgCQ4KsGq— UEFA Europa League (@EuropaLeague) May 22, 2024 Atalanta's hero 🏆#UELfinal pic.twitter.com/eMWGTrApCV— UEFA Europa League (@EuropaLeague) May 22, 2024 Hinn 26 ára gamli Lookman á ættir að rekja til Nígeríu og hefur spilað átta 21 A-landsleik síðan árið 2022 en þar áður lék hann fyrir yngri landslið Englands. Hann hóf ferilinn hjá Charlton Athletic á Englandi en færði sig um set árið 2017 þegar hann samdi við Everton. Var hann á hálfgerðu flakki næstu fimm árin. Hann var lánaður til RB Leipzig í Þýskalandi árið 2018 og félagið keypti hann í kjölfarið. Þar fann hann sig í raun aldrei og var lánaður til bæði Fulham og Leicester City áður en Atalanta keypti hann árið 2022. Þar virðist Lookman njóta sín en þessi sóknarþenkjandi leikmaður hefur til þessa á leiktíðinni skorað 15 mörk og gefið 8 stoðsendingar. Alls hefur hann spilað 76 leiki, skorað 30 mörk og gefið 16 stoðsendingar. Baller ✨#UELfinal pic.twitter.com/NJqZPrxATT— UEFA Europa League (@EuropaLeague) May 22, 2024 Hann getur enn bætt við þessa tölfræði þar sem Atalanta á einn leik eftir í Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni. Gangi allt eftir í lokaumferðinni gæti liðið stokkið upp í 3. sæti en sama hvað gerist er ljóst að félagið mun spila í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð.
Fótbolti Evrópudeild UEFA Mest lesið Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti Fleiri fréttir Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Tímabilinu líklega lokið hjá Orra „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti