Fregnir bárust nýverið af því að dagana eftir að stuðningsmenn Trumps réðust á þinghúsið í janúar 2021 blakti bandaríski fáninn á hvolfi við heimili Alito. Í kjölfarið sagði hann að Martha-Ann, eiginkona hans, hefði hengt fánann upp vegna deilna við nágranna þeirra.
Sjá einnig: „Stöðvið stuldinn“-fáni á lóð dómara eftir árásina á þinghúsið
Bandaríska fánanum hefur ítrekað verið flaggað á hvolfi í gegnum árin og í margvíslegum tilgangi. Hann hefur meðal annars táknað það að neyð ríki í Bandaríkjunum.
Eftir forsetakosningarnar 2020, sem Trump tapaði gegn Joe Biden, og samhliða ítrekuðum lygum Trumps um að kosningasvindl hefði kostað hann sigur og viðleitni hans og bandamanna hans til að snúa úrslitum kosninganna, hafa stuðningsmenn Trumps notað fánann á hvolfi við mótmæli og á kosningafundum.

Annar fáni sem stuðningsmenn Trumps hafa eignað sér á undanförnum árum er hinn svokallaði furufáni, eða „Beiðni til himna“-fáninn. Það er hvítur fáni með mynd af furu sem á stendur: „An Appeal to heaven“ eða Beiðni til himna.
Í frétt New York Times, sem sagði einnig frá fyrri fánanum, segir að myndir og viðtöl við íbúa nærri sumarbústaðnum bendi til þess að fánanum hafi verið flaggað í júlí, ágúst og í september í fyrra. Óljóst sé hvort hann hafi verið við hún allan þennan tíma.
Alito neitaði að svara spurningum blaðamanna um fánann í dag um það hvað fánanum væri ætlað að tákna og hvort hann samræmdist skuldbindingum hans sem hæstaréttardómara.
Fáninn blakti ekki á fánastönginni þegar blaðamenn bar að garði í dag.
A post from August 2023 I totally missed showing the flag:https://t.co/3serp7PRLb
— Aric Toler (@AricToler) May 22, 2024
Þessi fáni var upprunalega búinn til á tímum frelsisstríðs Bandaríkjanna og táknaði andstöðu gegn yfirvöldum Breta í Bandaríkjunum. Fáninn var að mestu gleymdur þar til á síðasta áratug þegar íhaldssamir og trúaðir Bandaríkjamenn fóru að flagga honum á nýjan leik.
Þar hefur maður sem heitir Dutch Sheets. Samkvæmt NYT hefur hann myndað fjar-hægri hreyfingu trúaðra sem vinnur að því að auka vægi kristni í opinberri stjórnsýslu Bandaríkjanna. Leiðtogar þessarar hreyfingar hafa bundið miklar vonir við Alito og afstöðu hans til málefna eins og þungunarrofs, hjónabanda samkynja para og trúfrelsis.

Í október í fyrra talaði Sheets um Alito í messu. Vísaði hann meðal annars til þess að dómarinn hefði skrifaði dómsorð meirihluta hæstaréttar þegar stjórnarskrárvarinn réttur kvenna til þungunarrofs var felldur úr gildi og sagði að nýjum áfanga í því ferli að umbreyta hæstarétti hefði verið náð.
Sheets lýsti því yfir að í gegnum hæstarétt yrði markmiðum guðs varðandi opinberar stofnanir Bandaríkjanna náð fram.
Hreyfingin hefur einnig verið bendluð við Trump og hafa prestar sem tilheyra henni gefið honum furufána. Sheets og aðrir leiðtogar tóku þátt í viðleitni Trumps til að snúa úrslitum forsetakosninganna 2020 og dreifðu lygum hans um kosningasvik í kirkjum og í sjónvarpi.
Fjölmargir báru fánann þegar árásin var gerð á þinghúsið. Þá var markmið stuðningsmanna Trumps að koma í veg fyrir formlega staðfestingu á niðurstöðum forsetakosninganna 2020.
Með mörg mál tengd Trump til skoðunar
Hæstiréttur hefur margvísleg mál til umfjöllunar um þessar mundir sem snúa að Trump og stuðningsmönnum hans sem réðust á þinghúsið.
Meðal þess sem dómarar hafa til skoðunar er hvort Trump njóti friðhelgi fyrir meint brot hans frá því þegar hann var forseti. Úrskurðar hæstaréttar á næstu mánuðum gætu stöðvað málaferli gegn Trump og það hvort hægt sé að ákæra stuðningsmenn hans vegna árásarinnar á þinghúsið.
Dómarar hæstaréttar hafa á undanförnum mánuðum verið gagnrýndir fyrir ákvarðanir sem Trump hefur hagnast á. Þeir hafa haft hraðar hendur þegar það hefur hentað Trump en dregið lappirnar í öðrum málum.
Alito er ekki fyrsti dómarinn sem er bendlaður við stoðlausar samsæriskenningar Trump um meint misferli í forsetakosningunum 2020. Ginni Thomas, eiginkona Clarence Thomas dómara, tók þannig virkan þátt í að reyna að hnekkja úrslitum kosninganna. Thomas hefur hafnað því að víkja í málum sem tengjast kosningunum.
Sjá einnig: Krefjast þess að Thomas komi ekki að máli Trumps