„Geggjað að vera komin aftur og ná að taka þetta“ Siggeir Ævarsson skrifar 22. maí 2024 21:56 Vinkonurnar Thelma Dís Ágústsdóttir og Sara Rún Hinriksdóttir eru báðar uppaldar Keflvíkingar og sneru heim í vetur Vísir/Pawel Thelma Dís Ágústsdóttir, leikmaður Keflavíkur, var í sjöunda himni yfir því að lyfta Íslandsmeistaratitlinum með uppeldisfélaginu sínu og æskuvinkonum sínum en Keflavík lagði Njarðvík 72-56 í þriðja leik liðanna í úrslitaeinvígi Subway-deildarinnar í kvöld. Ef það ætti að kjarna tilfinningar Thelmu í einu orði þá væri það sennilega „geggjað“. „Geggjuð sko! „Geggjað að vera komin aftur og ná að taka þetta“. Það er svolítið langt síðan við tókum hann seinast hérna í Keflavík, og með þessum stelpum, við ólumst upp saman. Bara geggjað. Ekkert betra.“ Thelma kom heim til Keflavíkur í haust eftir að hafa verið við nám í Bandaríkjunum. Sara Rún Hinriksdóttir kom svo heim á miðju tímabili úr atvinnumennsku. Kjarninn í liði Keflavíkur er allur meira og minna heimaalinn og Thelma sagði það gefa þessum titli meira gildi. „Þetta er bara geggjað. Allar svo góðar vinkonur. Sama og við höfum verið að gera áður. Við þekkjum allar hver aðra svo ótrúlega vel og þá er bara gaman með hver annarri.“ Eftir ágæta byrjun Njarðvíkinga hófu Keflvíkingar annan leikhluta með miklum látum og virtust ná öllum tökum á leiknum í kjölfarið. „Ég er svona nokkurn veginn sammála því en þær gáfust samt aldrei upp og voru alltaf að berjast. Við þurftum alveg hafa fyrir þessum sigrum þó svo að stigaskorið láti það kannski ekki líta þannig út.“ Keflvíkingar opnuðu svo þriðja leikhluta með tveimur þristum og komu muninn í 15 stig og þá virtist hreinlega allur vindur vera úr gestunum. „Mér fannst þær vera orðnar svolítið þreyttar, sérstaklega í lokin á þriðja leikhluta. Við vissum að ef við myndum keyra á þær þá myndum við ná að klára þetta.“ Breidd hópsins hjá Keflavík virtist einnig hafa töluvert að segja þegar kom að þreytu. „Algjörlega. Þegar það eru bara tveir dagar á milli leikja þá munar um það. Við erum með ótrúlega flottar stelpur á bekknum, eins og Önnu Láru og Eygló, sem hafa ekki fengið mikil tækifæri í vetur en koma inn á og skila ótrúlega flottu verki.“ Thelma sagðist ekki vera búin að velta næsta tímabili neitt fyrir sér á þessum tímapunkti enda væri óvenju langt tímabil að baki að hennar mati. „Nei ekki svo langt. Þetta tímabil er náttúrulega búið að vera 40 mánuðir svo að við erum ekki komnar svo langt.“ Körfubolti Subway-deild kvenna Keflavík ÍF Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Enski boltinn Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Körfubolti Fleiri fréttir Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Sjá meira
Ef það ætti að kjarna tilfinningar Thelmu í einu orði þá væri það sennilega „geggjað“. „Geggjuð sko! „Geggjað að vera komin aftur og ná að taka þetta“. Það er svolítið langt síðan við tókum hann seinast hérna í Keflavík, og með þessum stelpum, við ólumst upp saman. Bara geggjað. Ekkert betra.“ Thelma kom heim til Keflavíkur í haust eftir að hafa verið við nám í Bandaríkjunum. Sara Rún Hinriksdóttir kom svo heim á miðju tímabili úr atvinnumennsku. Kjarninn í liði Keflavíkur er allur meira og minna heimaalinn og Thelma sagði það gefa þessum titli meira gildi. „Þetta er bara geggjað. Allar svo góðar vinkonur. Sama og við höfum verið að gera áður. Við þekkjum allar hver aðra svo ótrúlega vel og þá er bara gaman með hver annarri.“ Eftir ágæta byrjun Njarðvíkinga hófu Keflvíkingar annan leikhluta með miklum látum og virtust ná öllum tökum á leiknum í kjölfarið. „Ég er svona nokkurn veginn sammála því en þær gáfust samt aldrei upp og voru alltaf að berjast. Við þurftum alveg hafa fyrir þessum sigrum þó svo að stigaskorið láti það kannski ekki líta þannig út.“ Keflvíkingar opnuðu svo þriðja leikhluta með tveimur þristum og komu muninn í 15 stig og þá virtist hreinlega allur vindur vera úr gestunum. „Mér fannst þær vera orðnar svolítið þreyttar, sérstaklega í lokin á þriðja leikhluta. Við vissum að ef við myndum keyra á þær þá myndum við ná að klára þetta.“ Breidd hópsins hjá Keflavík virtist einnig hafa töluvert að segja þegar kom að þreytu. „Algjörlega. Þegar það eru bara tveir dagar á milli leikja þá munar um það. Við erum með ótrúlega flottar stelpur á bekknum, eins og Önnu Láru og Eygló, sem hafa ekki fengið mikil tækifæri í vetur en koma inn á og skila ótrúlega flottu verki.“ Thelma sagðist ekki vera búin að velta næsta tímabili neitt fyrir sér á þessum tímapunkti enda væri óvenju langt tímabil að baki að hennar mati. „Nei ekki svo langt. Þetta tímabil er náttúrulega búið að vera 40 mánuðir svo að við erum ekki komnar svo langt.“
Körfubolti Subway-deild kvenna Keflavík ÍF Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Enski boltinn Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Körfubolti Fleiri fréttir Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Sjá meira