„Geggjað að vera komin aftur og ná að taka þetta“ Siggeir Ævarsson skrifar 22. maí 2024 21:56 Vinkonurnar Thelma Dís Ágústsdóttir og Sara Rún Hinriksdóttir eru báðar uppaldar Keflvíkingar og sneru heim í vetur Vísir/Pawel Thelma Dís Ágústsdóttir, leikmaður Keflavíkur, var í sjöunda himni yfir því að lyfta Íslandsmeistaratitlinum með uppeldisfélaginu sínu og æskuvinkonum sínum en Keflavík lagði Njarðvík 72-56 í þriðja leik liðanna í úrslitaeinvígi Subway-deildarinnar í kvöld. Ef það ætti að kjarna tilfinningar Thelmu í einu orði þá væri það sennilega „geggjað“. „Geggjuð sko! „Geggjað að vera komin aftur og ná að taka þetta“. Það er svolítið langt síðan við tókum hann seinast hérna í Keflavík, og með þessum stelpum, við ólumst upp saman. Bara geggjað. Ekkert betra.“ Thelma kom heim til Keflavíkur í haust eftir að hafa verið við nám í Bandaríkjunum. Sara Rún Hinriksdóttir kom svo heim á miðju tímabili úr atvinnumennsku. Kjarninn í liði Keflavíkur er allur meira og minna heimaalinn og Thelma sagði það gefa þessum titli meira gildi. „Þetta er bara geggjað. Allar svo góðar vinkonur. Sama og við höfum verið að gera áður. Við þekkjum allar hver aðra svo ótrúlega vel og þá er bara gaman með hver annarri.“ Eftir ágæta byrjun Njarðvíkinga hófu Keflvíkingar annan leikhluta með miklum látum og virtust ná öllum tökum á leiknum í kjölfarið. „Ég er svona nokkurn veginn sammála því en þær gáfust samt aldrei upp og voru alltaf að berjast. Við þurftum alveg hafa fyrir þessum sigrum þó svo að stigaskorið láti það kannski ekki líta þannig út.“ Keflvíkingar opnuðu svo þriðja leikhluta með tveimur þristum og komu muninn í 15 stig og þá virtist hreinlega allur vindur vera úr gestunum. „Mér fannst þær vera orðnar svolítið þreyttar, sérstaklega í lokin á þriðja leikhluta. Við vissum að ef við myndum keyra á þær þá myndum við ná að klára þetta.“ Breidd hópsins hjá Keflavík virtist einnig hafa töluvert að segja þegar kom að þreytu. „Algjörlega. Þegar það eru bara tveir dagar á milli leikja þá munar um það. Við erum með ótrúlega flottar stelpur á bekknum, eins og Önnu Láru og Eygló, sem hafa ekki fengið mikil tækifæri í vetur en koma inn á og skila ótrúlega flottu verki.“ Thelma sagðist ekki vera búin að velta næsta tímabili neitt fyrir sér á þessum tímapunkti enda væri óvenju langt tímabil að baki að hennar mati. „Nei ekki svo langt. Þetta tímabil er náttúrulega búið að vera 40 mánuðir svo að við erum ekki komnar svo langt.“ Körfubolti Subway-deild kvenna Keflavík ÍF Mest lesið „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Enski boltinn Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Haukar sóttu tvö stig norður Handbolti Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Handbolti Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit Körfubolti „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Fleiri fréttir Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar Sjá meira
Ef það ætti að kjarna tilfinningar Thelmu í einu orði þá væri það sennilega „geggjað“. „Geggjuð sko! „Geggjað að vera komin aftur og ná að taka þetta“. Það er svolítið langt síðan við tókum hann seinast hérna í Keflavík, og með þessum stelpum, við ólumst upp saman. Bara geggjað. Ekkert betra.“ Thelma kom heim til Keflavíkur í haust eftir að hafa verið við nám í Bandaríkjunum. Sara Rún Hinriksdóttir kom svo heim á miðju tímabili úr atvinnumennsku. Kjarninn í liði Keflavíkur er allur meira og minna heimaalinn og Thelma sagði það gefa þessum titli meira gildi. „Þetta er bara geggjað. Allar svo góðar vinkonur. Sama og við höfum verið að gera áður. Við þekkjum allar hver aðra svo ótrúlega vel og þá er bara gaman með hver annarri.“ Eftir ágæta byrjun Njarðvíkinga hófu Keflvíkingar annan leikhluta með miklum látum og virtust ná öllum tökum á leiknum í kjölfarið. „Ég er svona nokkurn veginn sammála því en þær gáfust samt aldrei upp og voru alltaf að berjast. Við þurftum alveg hafa fyrir þessum sigrum þó svo að stigaskorið láti það kannski ekki líta þannig út.“ Keflvíkingar opnuðu svo þriðja leikhluta með tveimur þristum og komu muninn í 15 stig og þá virtist hreinlega allur vindur vera úr gestunum. „Mér fannst þær vera orðnar svolítið þreyttar, sérstaklega í lokin á þriðja leikhluta. Við vissum að ef við myndum keyra á þær þá myndum við ná að klára þetta.“ Breidd hópsins hjá Keflavík virtist einnig hafa töluvert að segja þegar kom að þreytu. „Algjörlega. Þegar það eru bara tveir dagar á milli leikja þá munar um það. Við erum með ótrúlega flottar stelpur á bekknum, eins og Önnu Láru og Eygló, sem hafa ekki fengið mikil tækifæri í vetur en koma inn á og skila ótrúlega flottu verki.“ Thelma sagðist ekki vera búin að velta næsta tímabili neitt fyrir sér á þessum tímapunkti enda væri óvenju langt tímabil að baki að hennar mati. „Nei ekki svo langt. Þetta tímabil er náttúrulega búið að vera 40 mánuðir svo að við erum ekki komnar svo langt.“
Körfubolti Subway-deild kvenna Keflavík ÍF Mest lesið „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Enski boltinn Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Haukar sóttu tvö stig norður Handbolti Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Handbolti Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit Körfubolti „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Fleiri fréttir Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar Sjá meira