Mættu ríðandi í skólann Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 22. maí 2024 20:31 Þórunn Jónasdóttir skólastjóri Flóaskóla, ásamt þeim Benóný (t.v.) og Magnúsi Ögra, sem áttu hugmyndina að deginum, sem verður væntanlega hér eftir gerður að árlegum viðburði á vorin. Magnús Hlynur Hreiðarsson Skólastarfið í Flóaskóla í Flóahreppi var brotið upp á skemmtilegan hátt í dag því nemendur og starfsmenn komu ríðandi í skólann á hestum sínum. Það var góð stemming í morgun þegar allir höfðu lagt á bak á bæjunum og héldu ríðandi í skólann á fákum sínum. Hugmyndin kom frá þeim Benóný Ágústssyni og Magnúsi Ögra Steindórssyni, nemendum. „Þetta er bara sniðugt og gaman að brjóta daginn upp með þessum hætti,” segir Benóný. Er Flóaskóli góður skóli? „Jú, jú, hann er helvíti góður,” segir Magnús Ögri. „Strákarnir komu og töluðu við mig en þeir eru í nemendaráði hjá okkur. Þeir töluðu við mig í haust og spurðu hvort það væri ekki möguleiki að koma á hesti í skólann einn dag og mér fannst það bara frábær hugmynd og svo þróaðist þetta svona og við gerðum þetta að fjölskyldudegi,” segir Þórunn Jónasdóttir, skólastjóri Flóaskóla. Komið ríðandi í skólann í morgun.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og er mikill hestaáhugi í skólanum eða hvað? „Já, alveg hjá stórum hópi en það er náttúrulega mikið af hestum hér í Flóanum, mikið af góðum hestum,” segir Þórunn. Og krökkunum fannst frábært að mæta á hesti í skólann. „Mér finnst hestar eiginlega bestu dýrin, þeir eru uppáhalds dýrið mitt,” segir Sóley Lindsay, 8 ára og vinkona hennar, Lilja Reynisdóttir, 9 ára tók undir það með henni. Lilja var á merinni Golu en Sara var ekki viss með nafnið á hestinum sínum. En Flóaskóli, er það ekki frábær skóli? „Já, þetta er besti skólinn, sem við höfum verið í lífinu,” sögðu þær í kór. Vinkonurnar Sóley Lindsay (t.v.) og Lilja, sem segja Flóaskóla besta skóla, sem þær hafa verið í.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og einn og einn afi tók líka þátt í reiðinni. „Ég dáist að skólastjóranum að taka svona vel í þessa hugmynd hjá strákunum og koma þessu í verk, það er alveg yndislegt,” segir Baldur Indriði Sveinsson á Litla Ármóti í Flóahreppi. Baldur Indriði Sveinsson, afi og bóndi á Litla Ármóti í Flóahreppi var hæstánægður með daginn.Magnús Hlynur Hreiðarsson Nemendur bökuðu m.a. vöfflur í tilefni dagsins.Magnús Hlynur Hreiðarsson Flóahreppur Hestar Grunnskólar Dýr Skóla- og menntamál Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sjá meira
Það var góð stemming í morgun þegar allir höfðu lagt á bak á bæjunum og héldu ríðandi í skólann á fákum sínum. Hugmyndin kom frá þeim Benóný Ágústssyni og Magnúsi Ögra Steindórssyni, nemendum. „Þetta er bara sniðugt og gaman að brjóta daginn upp með þessum hætti,” segir Benóný. Er Flóaskóli góður skóli? „Jú, jú, hann er helvíti góður,” segir Magnús Ögri. „Strákarnir komu og töluðu við mig en þeir eru í nemendaráði hjá okkur. Þeir töluðu við mig í haust og spurðu hvort það væri ekki möguleiki að koma á hesti í skólann einn dag og mér fannst það bara frábær hugmynd og svo þróaðist þetta svona og við gerðum þetta að fjölskyldudegi,” segir Þórunn Jónasdóttir, skólastjóri Flóaskóla. Komið ríðandi í skólann í morgun.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og er mikill hestaáhugi í skólanum eða hvað? „Já, alveg hjá stórum hópi en það er náttúrulega mikið af hestum hér í Flóanum, mikið af góðum hestum,” segir Þórunn. Og krökkunum fannst frábært að mæta á hesti í skólann. „Mér finnst hestar eiginlega bestu dýrin, þeir eru uppáhalds dýrið mitt,” segir Sóley Lindsay, 8 ára og vinkona hennar, Lilja Reynisdóttir, 9 ára tók undir það með henni. Lilja var á merinni Golu en Sara var ekki viss með nafnið á hestinum sínum. En Flóaskóli, er það ekki frábær skóli? „Já, þetta er besti skólinn, sem við höfum verið í lífinu,” sögðu þær í kór. Vinkonurnar Sóley Lindsay (t.v.) og Lilja, sem segja Flóaskóla besta skóla, sem þær hafa verið í.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og einn og einn afi tók líka þátt í reiðinni. „Ég dáist að skólastjóranum að taka svona vel í þessa hugmynd hjá strákunum og koma þessu í verk, það er alveg yndislegt,” segir Baldur Indriði Sveinsson á Litla Ármóti í Flóahreppi. Baldur Indriði Sveinsson, afi og bóndi á Litla Ármóti í Flóahreppi var hæstánægður með daginn.Magnús Hlynur Hreiðarsson Nemendur bökuðu m.a. vöfflur í tilefni dagsins.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Flóahreppur Hestar Grunnskólar Dýr Skóla- og menntamál Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sjá meira