Uppgjörið og viðtöl: Afturelding-FH 27-28 | FH-ingar jöfnuðu einvígið Andri Már Eggertsson skrifar 22. maí 2024 21:30 Sumir [lesist Ásbjörn Friðriksson] voru sáttari en aðrir. Vísir/Anton Brink FH vann eins marks sigur gegn Aftureldingu 27-28. Leikurinn var æsispennandi en á lokakaflanum gerðu FH-ingar þrjú mörk í röð sem var of stór biti fyrir Mosfellinga. Andrúmsloftið var hátt og leikmenn fundu fyrir því að það var mikið undir í kvöld. Orkan og ákefðin var meiri hjá heimamönnum til að byrja með. Afturelding gerði fyrstu tvö mörkin og gestirnir úr Hafnarfirði brutu ísinn, eftir það fór að ganga betur hjá FH. Aron Pálmarsson hefur ekki getað spilað með FH frá því hann meiddist í leik fjögur í undanúrslitum gegn ÍBV. Aron var mættur aftur í leikmannahóp FH í kvöld og kom inn á þegar að tæplega átján mínútur voru liðnar. Aron stimplaði sig inn með marki í fyrstu sókninni sem hann tók þátt í. Eftir því sem leið á fyrri hálfleik fór að ganga betur hjá FH. Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, neyddist til þess að taka leikhlé þremur mörkum undir 8-11. Staðan í hálfleik var 13-15. Í byrjun síðari hálfleiks tók Afturelding öll völd á leiknum. Þremur mörkum undir voru Mosfellingar ekki á því að kasta inn hvíta handklæðinu heldur skelltu í lás og skoruðu fjögur mörk í röð og komust yfir 17-16. FH gat ekki keypt sér mark á þessum kafla en liðið skoraði ekki í tæplega tíu mínútur. FH náði sér síðan aftur á strik og úr varð æsispennandi leikur. Þegar að tæplega fjórar mínútur voru eftir var staðan jöfn 25-25. Þá gerðu FH-ingar þrjú mörk í röð og kláruðu leikinn. Niðurstaðan 27-28 sigur FH-inga. Atvik leiksins Daníel Freyr Andrésson varði frábærlega frá Þorsteini Leó Gunnarssyni þegar að tæplega tvær mínútur voru eftir en Þorsteinn hefði getað minnkað forskot FH niður í eitt mark en í staðinn skoraði Aron Pálmarsson í næstu sókn og FH komst þremur yfir. Þar fór leikurinn. Stjörnur og skúrkar Aron Pálmarsson var stjarna leiksins. Aron kom inn á þegar að tæplega átján mínútur voru búnar og hann endaði á að skoraði sex mörk úr átta skotum. FH skoraði ekki mark á tíu mínútna kafla í seinni hálfleik en þá var Aron á bekknum. Það munaði aðeins einu marki í kvöld og hægt að týna saman nokkur atriði. Árni Bragi Eyjólfsson, leikmaður Aftureldingar, lét lítið fyrir sér fara og gerði 1 mark úr 3 skotum. Þorsteinn Leó var lengi í gang og gerði aðeins eitt mark í fyrri hálfleik en sex mörk í seinni hálfleik. Dómararnir Dómarar kvöldsins voru Bjarki Bóasson og Gunnar Óli Gústafsson. Þetta var mjög harður leikur og leikmenn beggja liða voru fastir fyrir. Þetta var langt frá því að vera auðveldur leikur til þess að dæma. Bjarki og Gunnar þurftu að kíkja tvisvar í skjáinn og voru með þær ákvarðanir réttar. Þeir fá 7 í einkunn. Stemning og umgjörð Það var öllu tjaldað til í Mosfellsbæ. Það var pakkað hús þar sem 1600 áhorfendur mættu og það hafa aldrei verið fleiri áhorfendur í Íþróttamiðstöðinni Varmá. Afturelding bauð upp á sæti á gólfinu nálægt vellinum sem er alltaf skemmtilegt. Rétt fyrir leikmannakynningu reif Dóri DNA þakið af húsinu þegar hann tók lagið Mosó og heimamenn tóku vel undir. „Geri ráð fyrir fullu húsi á sunnudaginn eins og þegar það var uppselt gegn ÍBV“ Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, á hliðarlínunni í leik kvöldsinsVísir/Anton Brink Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, var ánægður með sigurinn og gerði ráð fyrir að uppselt yrði á næsta leik í Kaplakrika. „Nei nei Aron var frábær en þetta var liðssigur. Mér fannst allt sem strákarnir gáfu í þennan leik gott og við vorum að mæta frábæru liði,“ sagði Sigursteinn aðspurður hvort Aron Pálmarsson hafi verið munurinn á liðunum. Aron Pálmarsson sneri aftur í lið FH eftir að hafa verið frá vegna meiðsla. Sigursteinn var ánægður með hans framlag og fór yfir hvort hann hafi spilað meira en búist var við. „Það er erfitt að segja til um það. Við erum búnir að vera í myrkrinu. Hann þurfti að standast upphitun í dag og hann hefur ekki verið að æfa með okkur. Þess vegna voru mínúturnar aldrei að fara vera fleiri og ég var ánægður með hans framlag í kvöld.“ „Hann steig upp á frábæru augnabliki, gerði góð mörk, gaf góðar línusendingar og við erum heppnir að hafa hann í okkar liði.“ Aðspurður út í leikhléið sem Sigursteinn tók þegar það voru tvær sekúndur eftir sagði Sigursteinn að hann vissi ekki hvað það var lítið eftir og var með púlsinn í botni. „Setjið púlsinn upp í 200, svo er maður að reyna fylgjast með klukkunni og fyrst og síðast var maður bara að reyna að tryggja sigurinn. Mér fannst eins og það væru 4-5 sekúndur eftir og við ætluðum ekki að missa boltann en það voru tvær sekúndur eftir. Þannig var þetta og við sofum alveg yfir þessu.“ Staðan í einvíginu er 1-1 og næsti leikur er í Kaplakrika og Sigursteinn gerir ráð fyrir að það verði uppselt á leikinn. „Það var geggjuð stemning á vellinum í dag og ég kann FH-ingum sem mættu á leikinn þakkir fyrir. Ég geri ráð fyrir fullu húsi á sunnudaginn eins og þegar að það var uppselt gegn ÍBV og ég eiginlega bíð bara eftir að sjá tilkynninguna á Vísi á föstudaginn að það sé orðið uppselt,“ sagði Sigursteinn að lokum. Olís-deild karla Afturelding FH
FH vann eins marks sigur gegn Aftureldingu 27-28. Leikurinn var æsispennandi en á lokakaflanum gerðu FH-ingar þrjú mörk í röð sem var of stór biti fyrir Mosfellinga. Andrúmsloftið var hátt og leikmenn fundu fyrir því að það var mikið undir í kvöld. Orkan og ákefðin var meiri hjá heimamönnum til að byrja með. Afturelding gerði fyrstu tvö mörkin og gestirnir úr Hafnarfirði brutu ísinn, eftir það fór að ganga betur hjá FH. Aron Pálmarsson hefur ekki getað spilað með FH frá því hann meiddist í leik fjögur í undanúrslitum gegn ÍBV. Aron var mættur aftur í leikmannahóp FH í kvöld og kom inn á þegar að tæplega átján mínútur voru liðnar. Aron stimplaði sig inn með marki í fyrstu sókninni sem hann tók þátt í. Eftir því sem leið á fyrri hálfleik fór að ganga betur hjá FH. Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, neyddist til þess að taka leikhlé þremur mörkum undir 8-11. Staðan í hálfleik var 13-15. Í byrjun síðari hálfleiks tók Afturelding öll völd á leiknum. Þremur mörkum undir voru Mosfellingar ekki á því að kasta inn hvíta handklæðinu heldur skelltu í lás og skoruðu fjögur mörk í röð og komust yfir 17-16. FH gat ekki keypt sér mark á þessum kafla en liðið skoraði ekki í tæplega tíu mínútur. FH náði sér síðan aftur á strik og úr varð æsispennandi leikur. Þegar að tæplega fjórar mínútur voru eftir var staðan jöfn 25-25. Þá gerðu FH-ingar þrjú mörk í röð og kláruðu leikinn. Niðurstaðan 27-28 sigur FH-inga. Atvik leiksins Daníel Freyr Andrésson varði frábærlega frá Þorsteini Leó Gunnarssyni þegar að tæplega tvær mínútur voru eftir en Þorsteinn hefði getað minnkað forskot FH niður í eitt mark en í staðinn skoraði Aron Pálmarsson í næstu sókn og FH komst þremur yfir. Þar fór leikurinn. Stjörnur og skúrkar Aron Pálmarsson var stjarna leiksins. Aron kom inn á þegar að tæplega átján mínútur voru búnar og hann endaði á að skoraði sex mörk úr átta skotum. FH skoraði ekki mark á tíu mínútna kafla í seinni hálfleik en þá var Aron á bekknum. Það munaði aðeins einu marki í kvöld og hægt að týna saman nokkur atriði. Árni Bragi Eyjólfsson, leikmaður Aftureldingar, lét lítið fyrir sér fara og gerði 1 mark úr 3 skotum. Þorsteinn Leó var lengi í gang og gerði aðeins eitt mark í fyrri hálfleik en sex mörk í seinni hálfleik. Dómararnir Dómarar kvöldsins voru Bjarki Bóasson og Gunnar Óli Gústafsson. Þetta var mjög harður leikur og leikmenn beggja liða voru fastir fyrir. Þetta var langt frá því að vera auðveldur leikur til þess að dæma. Bjarki og Gunnar þurftu að kíkja tvisvar í skjáinn og voru með þær ákvarðanir réttar. Þeir fá 7 í einkunn. Stemning og umgjörð Það var öllu tjaldað til í Mosfellsbæ. Það var pakkað hús þar sem 1600 áhorfendur mættu og það hafa aldrei verið fleiri áhorfendur í Íþróttamiðstöðinni Varmá. Afturelding bauð upp á sæti á gólfinu nálægt vellinum sem er alltaf skemmtilegt. Rétt fyrir leikmannakynningu reif Dóri DNA þakið af húsinu þegar hann tók lagið Mosó og heimamenn tóku vel undir. „Geri ráð fyrir fullu húsi á sunnudaginn eins og þegar það var uppselt gegn ÍBV“ Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, á hliðarlínunni í leik kvöldsinsVísir/Anton Brink Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, var ánægður með sigurinn og gerði ráð fyrir að uppselt yrði á næsta leik í Kaplakrika. „Nei nei Aron var frábær en þetta var liðssigur. Mér fannst allt sem strákarnir gáfu í þennan leik gott og við vorum að mæta frábæru liði,“ sagði Sigursteinn aðspurður hvort Aron Pálmarsson hafi verið munurinn á liðunum. Aron Pálmarsson sneri aftur í lið FH eftir að hafa verið frá vegna meiðsla. Sigursteinn var ánægður með hans framlag og fór yfir hvort hann hafi spilað meira en búist var við. „Það er erfitt að segja til um það. Við erum búnir að vera í myrkrinu. Hann þurfti að standast upphitun í dag og hann hefur ekki verið að æfa með okkur. Þess vegna voru mínúturnar aldrei að fara vera fleiri og ég var ánægður með hans framlag í kvöld.“ „Hann steig upp á frábæru augnabliki, gerði góð mörk, gaf góðar línusendingar og við erum heppnir að hafa hann í okkar liði.“ Aðspurður út í leikhléið sem Sigursteinn tók þegar það voru tvær sekúndur eftir sagði Sigursteinn að hann vissi ekki hvað það var lítið eftir og var með púlsinn í botni. „Setjið púlsinn upp í 200, svo er maður að reyna fylgjast með klukkunni og fyrst og síðast var maður bara að reyna að tryggja sigurinn. Mér fannst eins og það væru 4-5 sekúndur eftir og við ætluðum ekki að missa boltann en það voru tvær sekúndur eftir. Þannig var þetta og við sofum alveg yfir þessu.“ Staðan í einvíginu er 1-1 og næsti leikur er í Kaplakrika og Sigursteinn gerir ráð fyrir að það verði uppselt á leikinn. „Það var geggjuð stemning á vellinum í dag og ég kann FH-ingum sem mættu á leikinn þakkir fyrir. Ég geri ráð fyrir fullu húsi á sunnudaginn eins og þegar að það var uppselt gegn ÍBV og ég eiginlega bíð bara eftir að sjá tilkynninguna á Vísi á föstudaginn að það sé orðið uppselt,“ sagði Sigursteinn að lokum.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti