AGS leggur til skattahækkanir Sunna Sæmundsdóttir skrifar 22. maí 2024 11:53 Magnus Saxegaard formaður sendinefndar AGS. vísir/Sigurjón Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn leggur til að stjórnvöld hækki tiltekna skatta og dragi úr aðkomu sinni að kjarasamningum á almennum vinnumarkaði. Ákvarðanir um útgjöld eigi að vera í höndum ríkisstjórnarinnar og Alþingis. Í nýrri úttekt sendinefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins segir að efnahagshorfur séu heilt á litið góðar þrátt fyrir ýmsa áhættuþætti. Aukin eldvirni á Reykjanesskaga gæti til dæmis valdið efnahagslegum skaða og einnig ófyrirséð útgjaldaauking í aðdraganda þingkosninga á næsta ári. Til að ná settum markmiðum í fjármálaáætlun gæti reynst þörf á frekari aðhaldsaðgerðum og leggur sendinefndin til að stjórnvöld íhugi nokkra kosti; Fækki vörum og þjónustu sem eru í neðra þrepi virðisaukaskatts, dragi úr skattastyrkjum og hækki skatt á söluhagnað af fasteignum þar sem fólk býr ekki. Þá segir einnig að stjórnvöld þurfi að grípa til frekari aðgerða eigi að ná markmiðum loftslagsáætlunar Íslands. Íhuga eigi hækkun á kolefnisgjaldi, til dæmis með því að hækka kolefnisskatta í atvinnugreinum með tiltölulega lága skatta á losun. Styttist í að hægt verði að lækka vexti Aðhald peningastefnunnar er sagt hæfilegt til að ná tökum á verðbólgunni en að óbreyttu styttist í að hægt verði að lækka vexti, segir Magnus Saxegaard formaður sendinefndarinnar. „Ég tel að á seinni helmingi ársins gæti verið svigrúm til að lækka vexti en það veltur á þróun verðbólgu á næstu mánuðum,“ segir Magnus en það rýmar við spár greiningaraðila sem hafa reiknað með að vaxtalækkunarferli hefjist í haust. Frá kynningarfundi á aðgerðum ríkisstjórnarinnar í tengslum við undirritun kjarasamninga í vetur.Vísir/Vilhelm Stjórnvöld dragi úr aðkomu að kjarasamningum Nýgerðir kjarasamningar til fjögurra ára eru sagðir stórt skref í rétta átt á íslenskum vinnumarkaði og styðja við efnahagslegan stöðugleika. Framlag stjórnvalda hafi verið nauðsynlegt til að tryggja samkomulagið en með tímanum sé æskilegt að draga úr hlutverki hins opinbera í kjarasamningum. „Það sem við eigum við með því er að það er mikilvægt að ríkisstjórnin og Alþingi ákvarði í hvað peningum er varið. En til að ná því fram þarf að byggja upp traust á milli aðila vinnumarkaðarins og það er ferli sem mun taka einhvern tíma. Ég held að kjarasamningar þessa árs séu mikilvægt skref í þeirri vegferð,“ segir Magnus Saxegaard formaður sendinefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Kjaramál Efnahagsmál Seðlabankinn Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn Mest lesið „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Forsteyptar húseiningar einfalda byggingarferlið Samstarf Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Fleiri fréttir Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Sjá meira
Í nýrri úttekt sendinefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins segir að efnahagshorfur séu heilt á litið góðar þrátt fyrir ýmsa áhættuþætti. Aukin eldvirni á Reykjanesskaga gæti til dæmis valdið efnahagslegum skaða og einnig ófyrirséð útgjaldaauking í aðdraganda þingkosninga á næsta ári. Til að ná settum markmiðum í fjármálaáætlun gæti reynst þörf á frekari aðhaldsaðgerðum og leggur sendinefndin til að stjórnvöld íhugi nokkra kosti; Fækki vörum og þjónustu sem eru í neðra þrepi virðisaukaskatts, dragi úr skattastyrkjum og hækki skatt á söluhagnað af fasteignum þar sem fólk býr ekki. Þá segir einnig að stjórnvöld þurfi að grípa til frekari aðgerða eigi að ná markmiðum loftslagsáætlunar Íslands. Íhuga eigi hækkun á kolefnisgjaldi, til dæmis með því að hækka kolefnisskatta í atvinnugreinum með tiltölulega lága skatta á losun. Styttist í að hægt verði að lækka vexti Aðhald peningastefnunnar er sagt hæfilegt til að ná tökum á verðbólgunni en að óbreyttu styttist í að hægt verði að lækka vexti, segir Magnus Saxegaard formaður sendinefndarinnar. „Ég tel að á seinni helmingi ársins gæti verið svigrúm til að lækka vexti en það veltur á þróun verðbólgu á næstu mánuðum,“ segir Magnus en það rýmar við spár greiningaraðila sem hafa reiknað með að vaxtalækkunarferli hefjist í haust. Frá kynningarfundi á aðgerðum ríkisstjórnarinnar í tengslum við undirritun kjarasamninga í vetur.Vísir/Vilhelm Stjórnvöld dragi úr aðkomu að kjarasamningum Nýgerðir kjarasamningar til fjögurra ára eru sagðir stórt skref í rétta átt á íslenskum vinnumarkaði og styðja við efnahagslegan stöðugleika. Framlag stjórnvalda hafi verið nauðsynlegt til að tryggja samkomulagið en með tímanum sé æskilegt að draga úr hlutverki hins opinbera í kjarasamningum. „Það sem við eigum við með því er að það er mikilvægt að ríkisstjórnin og Alþingi ákvarði í hvað peningum er varið. En til að ná því fram þarf að byggja upp traust á milli aðila vinnumarkaðarins og það er ferli sem mun taka einhvern tíma. Ég held að kjarasamningar þessa árs séu mikilvægt skref í þeirri vegferð,“ segir Magnus Saxegaard formaður sendinefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.
Kjaramál Efnahagsmál Seðlabankinn Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn Mest lesið „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Forsteyptar húseiningar einfalda byggingarferlið Samstarf Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Fleiri fréttir Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Sjá meira