Hálfri milljón yrði gert að rýma kæmi til goss Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 21. maí 2024 23:19 Fjöldi fólks safnaðist saman á torgum Pozzuoli þar sem tugir eftirskjálfta skóku borgina. AP/Alessandro Garofalo Skólum hefur verið lokað og fjöldi fólks svaf í bílum sínum eða á götunni í kjölfar öflugrar skjálftahrinu nærri Campi Flegrei-eldfjallinu í nágrenni Napólíborgar. Jarðskjálfti upp á 4,4 stig fannst vel í hafnarborginni Pozzuoli og honum fylgdu á annað hundrað eftirskjálftar. Guardian greinir frá því að sprungur hafi myndast í byggingum og að eitthvað hafi verið um hrun úr veggjum. Engin slys urðu þó á fólki eða alvarlegar skemmdir á byggingum. Kvennafangelsi í úthverfi Pozzuoli var einnig rýmt meðan gáð er að ástandi fangelsisbyggingarinnar. Flytja þurfti 140 fanga burt. Allt í allt þurftu um fjörutíu fjölskyldur að yfirgefa heimili sín. Bráðabirgðatjaldbúðir voru reistar af viðbragðsaðilum við útjaðar borgarinnar þar sem 500 manns vörðu nóttinni. „Við yfirgáfum heimilið okkar á miðnætti og fórum til sonar okkar í Vomero. Við erum vön skjálftum en þessi var ansi ógnvekjandi þar sem hann var sá stærsti í fjóra áratugi. Við fundum fyrir jörðinni hristast þar sem við gengum,“ hefur Guardian eftir Mimmo Pignatelli, íbúa í Solfatara, bæ við einn 24 gíga Campi Flegrei. Ekki er talið líklegt að komi til goss en ítalska ríkisstjórnin hefur þó áætlun fyrir rýmingu svæðisins undir höndum geri gígarnir sig líklega. Um hálfri milljón manna yrði gert að rýma nærliggjandi bæi og Napólíborg. Campi Flegrei er talsvert stærra eldfjall en Vesúvíus, nágranni sinn, sem lagði rómversku borgina Pompei í eyði eins og frægt er árið 79 eftir Krist. Það er einnig talsvert virkara. Campi Flegrei gaus síðast árið 1583. Ítalía Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Yfirvöld Mexíkó kæra Google Erlent Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Innlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Fleiri fréttir Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Sjá meira
Jarðskjálfti upp á 4,4 stig fannst vel í hafnarborginni Pozzuoli og honum fylgdu á annað hundrað eftirskjálftar. Guardian greinir frá því að sprungur hafi myndast í byggingum og að eitthvað hafi verið um hrun úr veggjum. Engin slys urðu þó á fólki eða alvarlegar skemmdir á byggingum. Kvennafangelsi í úthverfi Pozzuoli var einnig rýmt meðan gáð er að ástandi fangelsisbyggingarinnar. Flytja þurfti 140 fanga burt. Allt í allt þurftu um fjörutíu fjölskyldur að yfirgefa heimili sín. Bráðabirgðatjaldbúðir voru reistar af viðbragðsaðilum við útjaðar borgarinnar þar sem 500 manns vörðu nóttinni. „Við yfirgáfum heimilið okkar á miðnætti og fórum til sonar okkar í Vomero. Við erum vön skjálftum en þessi var ansi ógnvekjandi þar sem hann var sá stærsti í fjóra áratugi. Við fundum fyrir jörðinni hristast þar sem við gengum,“ hefur Guardian eftir Mimmo Pignatelli, íbúa í Solfatara, bæ við einn 24 gíga Campi Flegrei. Ekki er talið líklegt að komi til goss en ítalska ríkisstjórnin hefur þó áætlun fyrir rýmingu svæðisins undir höndum geri gígarnir sig líklega. Um hálfri milljón manna yrði gert að rýma nærliggjandi bæi og Napólíborg. Campi Flegrei er talsvert stærra eldfjall en Vesúvíus, nágranni sinn, sem lagði rómversku borgina Pompei í eyði eins og frægt er árið 79 eftir Krist. Það er einnig talsvert virkara. Campi Flegrei gaus síðast árið 1583.
Ítalía Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Yfirvöld Mexíkó kæra Google Erlent Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Innlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Fleiri fréttir Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Sjá meira
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent