Ekki á heimleið: „Á inni nokkur ár á háu stigi“ Valur Páll Eiríksson skrifar 22. maí 2024 08:00 Jóhann Berg spilaði lokaleik sinn fyrir þá vínrauðu um helgina. Getty Jóhann Berg Guðmundsson kvaddi Burnley á Englandi um helgina eftir átta ára dvöl. Brottför hans átti sér skamman aðdraganda en hann ákvað sjálfur að slíta samstarfinu. Óvíst er hvað tekur við. Burnley mætti Nottingham Forest í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar á sunnudag en liðið var þegar fallið úr deildinni fyrir leikinn. Jóhann Berg kom inn af varamannabekk liðsins í hálfleik og spilaði til loka. Hann segir hafa verið sérstakt að fá að kveðja aðdáendur liðsins á heimavellinum Turf Moor. „Ég bjóst ekki við að koma inn í hálfleik og var eiginlega hálf pirraður yfir því,“ segir Jóhann brosandi. „Hann hefði bara átt að byrja mér eða koma seinna inn. Það var bara einhver ákvörðun sem hann ákvað að taka á þessum tímapunkti.“ „En þegar maður kom inn á klöppuðu áhorfendurnir fyrir manni og maður fann ástina frá þeim. Auðvitað er maður búinn að gefa gjörsamlega allt fyrir Burnley síðustu ár í gegnum upp og niður tíma líka. Maður hefur átt í erfiðleikum með meiðsli og þeir alltaf staðið við bakið á mér,“ „Svo voru þarna góðir tímar sem við höfum átt saman. Að komast í Evrópudeildina, að spila í ensku úrvalsdeildinni öll þessi ár og svo líka þegar við fórum niður, að vinna Championship deildina var frábært líka. Það var æðislegt að fá að klára þennan hluta míns ferils á Turf Moor,“ Þjálfarinn fór í aðra átt svo Jóhann fer á brott Samningur Jóhanns rennur út í sumar og einhverjar samræður um framlengingu höfðu átt sér stað. Hann ákvað hins vegar sjálfur að endurnýja ekki á föstudaginn síðasta og ætlar sér að róa á önnur mið. Jóhann verður 34 ára í október og segist enn eiga nokkur góð ár eftir á háu stigi. „Ég er búinn að vera þarna í átta ár og finnst ég eiga nóg inni, nokkur ár á háu stigi. Mér fannst spiltíminn seinni hluta tímabilsins var ekki eitthvað sem ég var sáttur við. Mér fannst ég klárlega eiga heima í þessu liði,“ „Hann (þjálfarinn) ákvað að fara í aðra átt, yngri leikmenn og öðruvísi leikmenn en mig. Ég var ekki sammála því, en það er bara hans ákvörðun og allt í góðu með það. Þannig að ég ákvað að þetta væri mitt síðasta ár með Burnley. Ég hef átt þarna frábæra tíma og vonandi á ég fram undan frábæra tíma annars staðar.“ En það er enginn séns á því að Jóhann Berg sé á heimleið? „Nei,“ segir Jóhann hlægjandi. „Það er mjög ólíklegt að ég sé á leiðinni heim. En hvað veit maður nema maður mæti í grænu treyjuna, hver veit.“ Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Fótbolti Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Fótbolti Rekinn út af eftir 36 sekúndur Handbolti Fleiri fréttir Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Enginn komið að fleiri mörkum á 38 leikja tímabili en Salah Hörð keppni um Delap í sumar Onana ekki með gegn Newcastle „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar Jason skoraði í svekkjandi jafntefli Dramatík í Nottingham, Leicester fékk loks stig og Asensio klúðraði tveimur vítum Vonir Plymouth glæðast og Leeds á toppinn Ótrúleg endurkoma hjá City í sjö marka leik Amorim íhugar að henda Onana á bekkinn Grealish og Foden líður ekki vel Sjá meira
Burnley mætti Nottingham Forest í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar á sunnudag en liðið var þegar fallið úr deildinni fyrir leikinn. Jóhann Berg kom inn af varamannabekk liðsins í hálfleik og spilaði til loka. Hann segir hafa verið sérstakt að fá að kveðja aðdáendur liðsins á heimavellinum Turf Moor. „Ég bjóst ekki við að koma inn í hálfleik og var eiginlega hálf pirraður yfir því,“ segir Jóhann brosandi. „Hann hefði bara átt að byrja mér eða koma seinna inn. Það var bara einhver ákvörðun sem hann ákvað að taka á þessum tímapunkti.“ „En þegar maður kom inn á klöppuðu áhorfendurnir fyrir manni og maður fann ástina frá þeim. Auðvitað er maður búinn að gefa gjörsamlega allt fyrir Burnley síðustu ár í gegnum upp og niður tíma líka. Maður hefur átt í erfiðleikum með meiðsli og þeir alltaf staðið við bakið á mér,“ „Svo voru þarna góðir tímar sem við höfum átt saman. Að komast í Evrópudeildina, að spila í ensku úrvalsdeildinni öll þessi ár og svo líka þegar við fórum niður, að vinna Championship deildina var frábært líka. Það var æðislegt að fá að klára þennan hluta míns ferils á Turf Moor,“ Þjálfarinn fór í aðra átt svo Jóhann fer á brott Samningur Jóhanns rennur út í sumar og einhverjar samræður um framlengingu höfðu átt sér stað. Hann ákvað hins vegar sjálfur að endurnýja ekki á föstudaginn síðasta og ætlar sér að róa á önnur mið. Jóhann verður 34 ára í október og segist enn eiga nokkur góð ár eftir á háu stigi. „Ég er búinn að vera þarna í átta ár og finnst ég eiga nóg inni, nokkur ár á háu stigi. Mér fannst spiltíminn seinni hluta tímabilsins var ekki eitthvað sem ég var sáttur við. Mér fannst ég klárlega eiga heima í þessu liði,“ „Hann (þjálfarinn) ákvað að fara í aðra átt, yngri leikmenn og öðruvísi leikmenn en mig. Ég var ekki sammála því, en það er bara hans ákvörðun og allt í góðu með það. Þannig að ég ákvað að þetta væri mitt síðasta ár með Burnley. Ég hef átt þarna frábæra tíma og vonandi á ég fram undan frábæra tíma annars staðar.“ En það er enginn séns á því að Jóhann Berg sé á heimleið? „Nei,“ segir Jóhann hlægjandi. „Það er mjög ólíklegt að ég sé á leiðinni heim. En hvað veit maður nema maður mæti í grænu treyjuna, hver veit.“
Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Fótbolti Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Fótbolti Rekinn út af eftir 36 sekúndur Handbolti Fleiri fréttir Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Enginn komið að fleiri mörkum á 38 leikja tímabili en Salah Hörð keppni um Delap í sumar Onana ekki með gegn Newcastle „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar Jason skoraði í svekkjandi jafntefli Dramatík í Nottingham, Leicester fékk loks stig og Asensio klúðraði tveimur vítum Vonir Plymouth glæðast og Leeds á toppinn Ótrúleg endurkoma hjá City í sjö marka leik Amorim íhugar að henda Onana á bekkinn Grealish og Foden líður ekki vel Sjá meira