Ekki á heimleið: „Á inni nokkur ár á háu stigi“ Valur Páll Eiríksson skrifar 22. maí 2024 08:00 Jóhann Berg spilaði lokaleik sinn fyrir þá vínrauðu um helgina. Getty Jóhann Berg Guðmundsson kvaddi Burnley á Englandi um helgina eftir átta ára dvöl. Brottför hans átti sér skamman aðdraganda en hann ákvað sjálfur að slíta samstarfinu. Óvíst er hvað tekur við. Burnley mætti Nottingham Forest í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar á sunnudag en liðið var þegar fallið úr deildinni fyrir leikinn. Jóhann Berg kom inn af varamannabekk liðsins í hálfleik og spilaði til loka. Hann segir hafa verið sérstakt að fá að kveðja aðdáendur liðsins á heimavellinum Turf Moor. „Ég bjóst ekki við að koma inn í hálfleik og var eiginlega hálf pirraður yfir því,“ segir Jóhann brosandi. „Hann hefði bara átt að byrja mér eða koma seinna inn. Það var bara einhver ákvörðun sem hann ákvað að taka á þessum tímapunkti.“ „En þegar maður kom inn á klöppuðu áhorfendurnir fyrir manni og maður fann ástina frá þeim. Auðvitað er maður búinn að gefa gjörsamlega allt fyrir Burnley síðustu ár í gegnum upp og niður tíma líka. Maður hefur átt í erfiðleikum með meiðsli og þeir alltaf staðið við bakið á mér,“ „Svo voru þarna góðir tímar sem við höfum átt saman. Að komast í Evrópudeildina, að spila í ensku úrvalsdeildinni öll þessi ár og svo líka þegar við fórum niður, að vinna Championship deildina var frábært líka. Það var æðislegt að fá að klára þennan hluta míns ferils á Turf Moor,“ Þjálfarinn fór í aðra átt svo Jóhann fer á brott Samningur Jóhanns rennur út í sumar og einhverjar samræður um framlengingu höfðu átt sér stað. Hann ákvað hins vegar sjálfur að endurnýja ekki á föstudaginn síðasta og ætlar sér að róa á önnur mið. Jóhann verður 34 ára í október og segist enn eiga nokkur góð ár eftir á háu stigi. „Ég er búinn að vera þarna í átta ár og finnst ég eiga nóg inni, nokkur ár á háu stigi. Mér fannst spiltíminn seinni hluta tímabilsins var ekki eitthvað sem ég var sáttur við. Mér fannst ég klárlega eiga heima í þessu liði,“ „Hann (þjálfarinn) ákvað að fara í aðra átt, yngri leikmenn og öðruvísi leikmenn en mig. Ég var ekki sammála því, en það er bara hans ákvörðun og allt í góðu með það. Þannig að ég ákvað að þetta væri mitt síðasta ár með Burnley. Ég hef átt þarna frábæra tíma og vonandi á ég fram undan frábæra tíma annars staðar.“ En það er enginn séns á því að Jóhann Berg sé á heimleið? „Nei,“ segir Jóhann hlægjandi. „Það er mjög ólíklegt að ég sé á leiðinni heim. En hvað veit maður nema maður mæti í grænu treyjuna, hver veit.“ Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Sárt tap gegn Dönum á HM Handbolti Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Fótbolti Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Fótbolti Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Fótbolti Fleiri fréttir Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Sjá meira
Burnley mætti Nottingham Forest í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar á sunnudag en liðið var þegar fallið úr deildinni fyrir leikinn. Jóhann Berg kom inn af varamannabekk liðsins í hálfleik og spilaði til loka. Hann segir hafa verið sérstakt að fá að kveðja aðdáendur liðsins á heimavellinum Turf Moor. „Ég bjóst ekki við að koma inn í hálfleik og var eiginlega hálf pirraður yfir því,“ segir Jóhann brosandi. „Hann hefði bara átt að byrja mér eða koma seinna inn. Það var bara einhver ákvörðun sem hann ákvað að taka á þessum tímapunkti.“ „En þegar maður kom inn á klöppuðu áhorfendurnir fyrir manni og maður fann ástina frá þeim. Auðvitað er maður búinn að gefa gjörsamlega allt fyrir Burnley síðustu ár í gegnum upp og niður tíma líka. Maður hefur átt í erfiðleikum með meiðsli og þeir alltaf staðið við bakið á mér,“ „Svo voru þarna góðir tímar sem við höfum átt saman. Að komast í Evrópudeildina, að spila í ensku úrvalsdeildinni öll þessi ár og svo líka þegar við fórum niður, að vinna Championship deildina var frábært líka. Það var æðislegt að fá að klára þennan hluta míns ferils á Turf Moor,“ Þjálfarinn fór í aðra átt svo Jóhann fer á brott Samningur Jóhanns rennur út í sumar og einhverjar samræður um framlengingu höfðu átt sér stað. Hann ákvað hins vegar sjálfur að endurnýja ekki á föstudaginn síðasta og ætlar sér að róa á önnur mið. Jóhann verður 34 ára í október og segist enn eiga nokkur góð ár eftir á háu stigi. „Ég er búinn að vera þarna í átta ár og finnst ég eiga nóg inni, nokkur ár á háu stigi. Mér fannst spiltíminn seinni hluta tímabilsins var ekki eitthvað sem ég var sáttur við. Mér fannst ég klárlega eiga heima í þessu liði,“ „Hann (þjálfarinn) ákvað að fara í aðra átt, yngri leikmenn og öðruvísi leikmenn en mig. Ég var ekki sammála því, en það er bara hans ákvörðun og allt í góðu með það. Þannig að ég ákvað að þetta væri mitt síðasta ár með Burnley. Ég hef átt þarna frábæra tíma og vonandi á ég fram undan frábæra tíma annars staðar.“ En það er enginn séns á því að Jóhann Berg sé á heimleið? „Nei,“ segir Jóhann hlægjandi. „Það er mjög ólíklegt að ég sé á leiðinni heim. En hvað veit maður nema maður mæti í grænu treyjuna, hver veit.“
Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Sárt tap gegn Dönum á HM Handbolti Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Fótbolti Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Fótbolti Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Fótbolti Fleiri fréttir Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Sjá meira