Þurfa ekki að rannsaka eiturtilræði við rússneskan andófsmann Kjartan Kjartansson skrifar 21. maí 2024 15:46 Vladímír Kara-Murza á sakamannabekk þegar hann var dæmdur í aldarfjórðungslangt fangelsi fyrir meint landráð í fyrra. Vísir/EPA Dómstóll í Moskvu komst að þeirri niðurstöðu að rússneska rannsóknarlögreglan þurfi ekki að rannsaka tvær tilraunir til þess að ráða fangelsaðan stjórnarandstæðing af dögum í dag. Hann segir það lygi að lögregla hafi þegar rannsakað tilræðin. Vladímír Kara-Murza afplánar nú tuttugu og fimm ára fangelsisdóm fyrir landráð sem hann hlaut fyrir að fordæma stríðsrekstur Rússa í Úkraínu í fyrra. Hann var náinn Boris Nemtsov, leiðtoga rússnesku stjórnarandstöðunnar, sem var skotinn til bana í skugga veggja Kremlar árið 2015. Bandamenn Nemtsov sökuðu stjórnvöld um að standa að morðinu. Skömmu eftir morðið á Nemtsov veiktist Kara-Murza heiftarlega og var lagður inn á sjúkrahús. Tveimur árum síðar komu læknar honum í dá og í öndunarvél eftir að svipuð einkenni blossuðu upp aftur. Rannsókn rannsóknarblaðamennskuhópsins Bellingcat leiddi í ljós að sama deild rússnesku leyniþjónustunnar FSB og eitraði fyrir Alexei Navalníj hefði veitt Kara-Murza eftirför. Lögmenn Kara-Murza kröfðust þess að rannsóknarnefnd Rússlands, alríkisrannsóknarlögreglan, rannsakaði eiturtilræðin en því hafnaði hún. Borgardómstóll í Moskvu hafnaði áfrýjun hans á þeirri niðurstöðu í dag, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Kara-Murza sagði fulltrúa rannsóknarlögreglunnar ljúga því að hún hefði rannsakað tilræðin og rætt við vitni. Hann ávarpaði dómstólinn í gegnum fjarfundarbúnað frá fangelsi í Síberíu þar sem honum er haldið. Eiginkona Kara-Murza hefur sagst óttast um líf hans í fangelsinu. Hann þjáist af taugasjúkdómi eftir eitranirnar. Kara-Murza hlaut bandarísku Pulitzer-verðlaunin fyrir pistla sem hann skrifar fyrir Washington Post úr fangelsinu fyrr í þessum mánuði. Alexei Navalníj, helsti leiðtogi stjórnarandstöðunnar eftir drápið á Nemtsov, lést í rússnesku fangelsi fyrr á þessu ári. Eitrað var fyrir honum með taugaeitrinu novichok árið 2020. Hann var um tíma í dái á sjúkrahúsi í Þýskalandi áður en hann sneri aftur til Rússlands þar sem hann var handtekinn og síðar sakfelldur fyrir alls kyns meinta glæpi. Rússland Erlend sakamál Tengdar fréttir Tuttugu og fimm ár fyrir að andæfa innrásinni Rússneskur dómstóll dæmdi þekktan andófsmann í 25 ára fangelsi í dag fyrir að gagnrýna stríðsrekstur þarlendra stjórnvalda í Úkraínu. Hann var sakfelldur fyrir landráð og að níða rússneska herinn. Mannréttindasamtök segja hann samviskufanga. 17. apríl 2023 11:26 Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Innlent „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Erlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Fleiri fréttir Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Sjá meira
Vladímír Kara-Murza afplánar nú tuttugu og fimm ára fangelsisdóm fyrir landráð sem hann hlaut fyrir að fordæma stríðsrekstur Rússa í Úkraínu í fyrra. Hann var náinn Boris Nemtsov, leiðtoga rússnesku stjórnarandstöðunnar, sem var skotinn til bana í skugga veggja Kremlar árið 2015. Bandamenn Nemtsov sökuðu stjórnvöld um að standa að morðinu. Skömmu eftir morðið á Nemtsov veiktist Kara-Murza heiftarlega og var lagður inn á sjúkrahús. Tveimur árum síðar komu læknar honum í dá og í öndunarvél eftir að svipuð einkenni blossuðu upp aftur. Rannsókn rannsóknarblaðamennskuhópsins Bellingcat leiddi í ljós að sama deild rússnesku leyniþjónustunnar FSB og eitraði fyrir Alexei Navalníj hefði veitt Kara-Murza eftirför. Lögmenn Kara-Murza kröfðust þess að rannsóknarnefnd Rússlands, alríkisrannsóknarlögreglan, rannsakaði eiturtilræðin en því hafnaði hún. Borgardómstóll í Moskvu hafnaði áfrýjun hans á þeirri niðurstöðu í dag, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Kara-Murza sagði fulltrúa rannsóknarlögreglunnar ljúga því að hún hefði rannsakað tilræðin og rætt við vitni. Hann ávarpaði dómstólinn í gegnum fjarfundarbúnað frá fangelsi í Síberíu þar sem honum er haldið. Eiginkona Kara-Murza hefur sagst óttast um líf hans í fangelsinu. Hann þjáist af taugasjúkdómi eftir eitranirnar. Kara-Murza hlaut bandarísku Pulitzer-verðlaunin fyrir pistla sem hann skrifar fyrir Washington Post úr fangelsinu fyrr í þessum mánuði. Alexei Navalníj, helsti leiðtogi stjórnarandstöðunnar eftir drápið á Nemtsov, lést í rússnesku fangelsi fyrr á þessu ári. Eitrað var fyrir honum með taugaeitrinu novichok árið 2020. Hann var um tíma í dái á sjúkrahúsi í Þýskalandi áður en hann sneri aftur til Rússlands þar sem hann var handtekinn og síðar sakfelldur fyrir alls kyns meinta glæpi.
Rússland Erlend sakamál Tengdar fréttir Tuttugu og fimm ár fyrir að andæfa innrásinni Rússneskur dómstóll dæmdi þekktan andófsmann í 25 ára fangelsi í dag fyrir að gagnrýna stríðsrekstur þarlendra stjórnvalda í Úkraínu. Hann var sakfelldur fyrir landráð og að níða rússneska herinn. Mannréttindasamtök segja hann samviskufanga. 17. apríl 2023 11:26 Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Innlent „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Erlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Fleiri fréttir Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Sjá meira
Tuttugu og fimm ár fyrir að andæfa innrásinni Rússneskur dómstóll dæmdi þekktan andófsmann í 25 ára fangelsi í dag fyrir að gagnrýna stríðsrekstur þarlendra stjórnvalda í Úkraínu. Hann var sakfelldur fyrir landráð og að níða rússneska herinn. Mannréttindasamtök segja hann samviskufanga. 17. apríl 2023 11:26