Rashford líka skilinn eftir heima Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. maí 2024 12:37 Marcus Rashford átti erfitt tímabil með Manchester United og horfir á EM heima í stofu í sumar. Getty/Simon Stacpoole Marcus Rashford verður ekki með enska landsliðinu á Evrópumótinu í fótbolta í Þýskalandi í sumar. Enskir fjölmiðlar segja frá því að Gareth Southgate ætli að skilja sóknarmanninn eftir heima. Þessi 26 ára gamli framherji Manchester United hefur ekki fundið sig á þessu tímabili og var bara með sjö mörk og tvær stoðsendingar í 33 deildarleikjum í vetur. Það hefur gengið á ýmsu innan sem utan vallar hjá Rashford á þessari leiktíð. Einn besti leikmaður Englendinga á HM í Katar 2022 fær því ekki tækifæri til að klæðast enska landsliðsbúningnum á stóra sviðinu í sumar. Southgate landsliðsþjálfari mun tilkynna æfingahópinn sinn í dag en erlendir fjölmiðlar hafa komist yfir vitneskju um hópinn. Fyrr í dag kom í ljós að miðjumaðurinn Jordan Henderson verður ekki í hópnum ekki frekar en vængmaðurinn Raheem Sterling. Jarrad Branthwaite, Curtis Jones, Jarell Quansah og Adam Wharton eru aftur á móti allir í hópnum en enginn þeirra hefur spilað landsleik. Branthwaite er 21 árs miðvörður Everton, Quansah er 21 árs miðvörður Liverpool, Jones er 23 ára miðjumaður Liverpool og Wharton er 20 ára leikmaður Crystal Palace. Liðsfélagar Wharton hjá Palace, Eberechi Eze, Marc Guehi og Dean Henderson, eru allir sagðir vera í hópnum. Þar eru líka Levi Colwill, miðvörður Chelsea, Jarrod Bowen, framherji West Ham og James Trafford, markvörður Burnley. Kobbie Mainoo, miðjumaður Manchester United, Jack Grealish, kantmaður Manchester City og Ivan Toney, framherji Brentford eru líka allir í hópnum samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins. Lokahópurinn verður skipaður 26 leikmönnum en lokafrestur til að tilkynna hann inn til UEFA er á miðnætti 7. júní. Enska landsliðið kemur saman 29. maí og spilar síðan vináttulandsleiki við Bosníu 3. júní og við Ísland 7. júni. Hér fyrir neðan má sjá hópinn en hann telur 33 leikmenn. Sjö þeirra fara því ekki með á EM. Gareth Southgate has named his 33-man squad for forthcoming friendlies against Bosnia and Herzegovina and Iceland 👥📝🏴 England will then announce their final 26-man squad for Euro 2024 on June 8th. pic.twitter.com/eK4mWHdCgL— BBC Sport (@BBCSport) May 21, 2024 EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Sárt tap gegn Dönum á HM Handbolti Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Fótbolti Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Fótbolti Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Fótbolti Fleiri fréttir Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Sjá meira
Þessi 26 ára gamli framherji Manchester United hefur ekki fundið sig á þessu tímabili og var bara með sjö mörk og tvær stoðsendingar í 33 deildarleikjum í vetur. Það hefur gengið á ýmsu innan sem utan vallar hjá Rashford á þessari leiktíð. Einn besti leikmaður Englendinga á HM í Katar 2022 fær því ekki tækifæri til að klæðast enska landsliðsbúningnum á stóra sviðinu í sumar. Southgate landsliðsþjálfari mun tilkynna æfingahópinn sinn í dag en erlendir fjölmiðlar hafa komist yfir vitneskju um hópinn. Fyrr í dag kom í ljós að miðjumaðurinn Jordan Henderson verður ekki í hópnum ekki frekar en vængmaðurinn Raheem Sterling. Jarrad Branthwaite, Curtis Jones, Jarell Quansah og Adam Wharton eru aftur á móti allir í hópnum en enginn þeirra hefur spilað landsleik. Branthwaite er 21 árs miðvörður Everton, Quansah er 21 árs miðvörður Liverpool, Jones er 23 ára miðjumaður Liverpool og Wharton er 20 ára leikmaður Crystal Palace. Liðsfélagar Wharton hjá Palace, Eberechi Eze, Marc Guehi og Dean Henderson, eru allir sagðir vera í hópnum. Þar eru líka Levi Colwill, miðvörður Chelsea, Jarrod Bowen, framherji West Ham og James Trafford, markvörður Burnley. Kobbie Mainoo, miðjumaður Manchester United, Jack Grealish, kantmaður Manchester City og Ivan Toney, framherji Brentford eru líka allir í hópnum samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins. Lokahópurinn verður skipaður 26 leikmönnum en lokafrestur til að tilkynna hann inn til UEFA er á miðnætti 7. júní. Enska landsliðið kemur saman 29. maí og spilar síðan vináttulandsleiki við Bosníu 3. júní og við Ísland 7. júni. Hér fyrir neðan má sjá hópinn en hann telur 33 leikmenn. Sjö þeirra fara því ekki með á EM. Gareth Southgate has named his 33-man squad for forthcoming friendlies against Bosnia and Herzegovina and Iceland 👥📝🏴 England will then announce their final 26-man squad for Euro 2024 on June 8th. pic.twitter.com/eK4mWHdCgL— BBC Sport (@BBCSport) May 21, 2024
EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Sárt tap gegn Dönum á HM Handbolti Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Fótbolti Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Fótbolti Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Fótbolti Fleiri fréttir Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Sjá meira