Framtíð Salah hefur verið mikið í umræðunni en hann á bara eitt ár eftir af samningi sínum Liverpool. Nýr knattspyrnustjóri skapar líka enn meiri óvissu um næstu skrefin á ferli Salah.
Egypski framherjinn hefur verið orðaður við lið í Sádi-Arabíu en nú bendir allt til þess að hann klári síðasta árið í samningi sínum. Liverpool hafnaði 150 milljón punda tilboði í hann rétt áður en síðasti sumargluggi lokaði.
Liverpool og Salah hafa aftur á móti ekki gengið frá nýjum samningi og því gæti hann farið frítt næsta sumar.
We know that trophies are what count and we will do everything possible to make that happen next season. Our fans deserve it and we will fight like hell. pic.twitter.com/HU98ACVr6q
— Mohamed Salah (@MoSalah) May 20, 2024
Hinn 31 árs gamli Salah reyndi að eyða öllum efasemdum um framtíð sína á Anfield með færslu á samfélagsmiðlum.
„Við vitum að það eru titlarnir sem telja og við munum gera allt sem í okkar valdi stendur til að vinna þá á næstu leiktíð,“ skrifaði Salah.
„Stuðningsfólkið okkar á það skilið og við munum berast fyrir þeim af öllum okkar kröftum,“ skrifaði Salah.
Salah sendi líka fráfarandi knattspyrnustjóra Jürgen Klopp kveðju.
„Það var frábært að vinna alla þessa titla með þér og upplifa allt þetta með þér undanfarin sjö ár. Ég óska þér alls hins besta í framtíðinni og vonandi hittumst við aftur,“ skrifaði Salah.
It was great sharing all those trophies and experiences with you over the past 7 years.
— Mohamed Salah (@MoSalah) May 20, 2024
I wish you the best of luck for the future and hope we meet again. pic.twitter.com/mIES7Ctmhs