Mynd fer á flug í kjölfar tilrauna til að láta fjarlægja hana Hólmfríður Gísladóttir skrifar 21. maí 2024 09:26 Myndin af Rinehart er efst fyrir miðju. epa/Lukas Coch Krafa einnar ríkustu konu heims um að mynd af henni sem nú er til sýnis í National Gallery of Australia verði fjarlægð hefur haft þau áhrif að myndin hefur farið út um allan heim á síðustu dögum og vakið mun meiri athygli en ella. Milljarðamæringurinn Gina Rinehart, sem varð vellauðug af námuvinnslu, virðist síður en svo ánægð með myndina, sem er eftir verðlaunalistamanninn Vincent Namatjira. Skiljanlegt, ef til vill, þar sem Rinehart er fremur sjúskuð á myndinni og undirhakan í aðalhlutverki. Ákvörðun Rinehart um að krefjast þess að myndin verði tekin niður hefur hins vegar haft öfugar afleiðingar, ef tilgangurinn var að koma henni úr birtingu, þar sem hún fór í kjölfarið á flakk í netheimum. Rinehart virðist þarna hafa orðið fyrir hinum svokölluðu „Streisand-áhrifum“; þegar tilraunir til að fela eitthvað verða óvart til þess að vekja athygli. Fyrirbærið sækir nafn sitt til söng- og leikkonunnar Barbru Streisand og þess þegar tilraunir lögmanna hennar til að fá mynd af heimili listakonunnar fjarlægðar úr safni mynda sem teknar voru til að sýna fram á strandrof urðu til þess að myndin rataði í fjölmiðla og fór eins og eldur í sinu um netheima. Talsmenn National Gallery of Australia hafa hafnað umleitan Rinehart en segjast fagna umræðu um sýningar þess og gildi listarinnar. Tilgangur safnsins sé að hvetja fólk til að kynna sér og upplifa list. Rinehart hefur látið fé af hendi rakna til safnsins en hefur ekki tjáð sig um málið. Ástralía Myndlist Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund Innlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Fleiri fréttir Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Sjá meira
Milljarðamæringurinn Gina Rinehart, sem varð vellauðug af námuvinnslu, virðist síður en svo ánægð með myndina, sem er eftir verðlaunalistamanninn Vincent Namatjira. Skiljanlegt, ef til vill, þar sem Rinehart er fremur sjúskuð á myndinni og undirhakan í aðalhlutverki. Ákvörðun Rinehart um að krefjast þess að myndin verði tekin niður hefur hins vegar haft öfugar afleiðingar, ef tilgangurinn var að koma henni úr birtingu, þar sem hún fór í kjölfarið á flakk í netheimum. Rinehart virðist þarna hafa orðið fyrir hinum svokölluðu „Streisand-áhrifum“; þegar tilraunir til að fela eitthvað verða óvart til þess að vekja athygli. Fyrirbærið sækir nafn sitt til söng- og leikkonunnar Barbru Streisand og þess þegar tilraunir lögmanna hennar til að fá mynd af heimili listakonunnar fjarlægðar úr safni mynda sem teknar voru til að sýna fram á strandrof urðu til þess að myndin rataði í fjölmiðla og fór eins og eldur í sinu um netheima. Talsmenn National Gallery of Australia hafa hafnað umleitan Rinehart en segjast fagna umræðu um sýningar þess og gildi listarinnar. Tilgangur safnsins sé að hvetja fólk til að kynna sér og upplifa list. Rinehart hefur látið fé af hendi rakna til safnsins en hefur ekki tjáð sig um málið.
Ástralía Myndlist Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund Innlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Fleiri fréttir Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Sjá meira