Jón Arnar grét það ekki að sjá Daníel slá þrjátíu ára Íslandsmet sitt Aron Guðmundsson skrifar 20. maí 2024 13:03 Daníel Ingi gerði sér lítið fyrir og bætti þrjátíu ára gamalt Íslandsmet Jóns Arnars Magnússonar í langstökki í gær. Hann tryggði sér um leið sæti á EM í róm og Norðurlandameistaratitilinn í langstökki. Vísir/Samsett mynd Fyrrverandi tugþrautarkappinn Jón Arnar Magnússon grætur það ekki að hafa séð Íslandsmet sitt í langstökki, sem stóð í þrjátíu ár, verða slegið af Daníel Inga Egilssyni í gær. Jón Arnar er sendi hamingjuóskir á Daníel um leið og hann sló metið og er gríðarlega ánægður fyrir hans hönd. Daníel Ingi varð í gær Norðurlandameistari í langstökki á nýju Íslandsmeti þar sem að hann stórbætti þrjátíu ára gamalt Íslandsmet Jóns Arnars Magnússonar í greininni. Daníel stökk 8,21 metra og bætti þar með Íslandsmet Jóns Arnars og tryggði sér um leið Norðurlandameistaratitilinn í greininni.. Met Jóns Arnars var sléttir átta metrar en Daníel sló það í þriðju tilraun sinni í gær með stökki upp á 8,01 metra og í fjórða stökki sínu bætti hann um betur og stökk 8,21 metra. Daníel í atrennu að einu af stökki sínu í Malmö í gærMynd: FRÍ „Ég gat nú ekki annað en farið beint að horfa á þetta stökk hjá honum. Algjörlega geggjað,“ segir Jón Arnar í samtali við Vísi um afrek Daníels Inga. Jón Arnar var á leið heim í bíl sínum er hann heyrði í útvarpsfréttunum í gær að þrjátíu ára Íslandsmet hans í langstökki hefði verið slegið. „Ég var bara á leiðinni heim og fór náttúrulega strax í það að koma áleiðis hamingjuóskum á drenginn. Hann átti síðasta stökkið sitt eftir þarna í Malmö og ég var nú þegar búinn að senda honum hamingjuóskir fyrir það stökk. Mér finnst þetta frábært. Met eru sett til þess að verða á endanum slegin. Ég var nú aldrei einhver langstökkvari. Þetta var ein af þeim tíu greinum sem ég þreytti í tugþrautinni. Það er frábært að það gangi svona vel hjá Daníel Inga.“ Svona á að fagna Íslandsmeti Mynd: FRÍ Þú grætur það ekkert að sjá á eftir þessu meti þínu, sem stóð í þrjátíu ár, í hans greipar? „Nei alls ekki. Ég er svo ánægður fyrir hans hönd að vera kominn á þennan stað. Að það gangi svona vel hjá honum. Þetta opnar hurðir inn í stóra heiminn fyrir hann. Daníel hefur alla burði til þess að sækja bara fram. Það er tugþrautarþjálfari að þjálfa hann. Daníel fær því gott utanumhald og það þarf að standa þétt við bakið á honum sem og öllu frjálsíþróttafólki okkar.“ Stökk Daníels var það tólfta lengsta í heiminum á árinu og með því tryggði hann sér sæti á EM í Róm í júlí. Einnig gefur þetta honum möguleika á sæti á Ólympíuleikunum í París í sumar en lágmarkið er 8,27 m. Daníel jafnaði tólfta besta árangur á heimslista og á því möguleika á sæti á leikana gegnum heimslistann. Daníel var skiljanlega himinlifandi þegar að afrekið rann upp fyrir honumMynd: FRÍ „Þá fáum við kannski loksins aftur svona frjálsíþrótta vor og sumar. Það eru krakkar að koma þarna á hraðsiglingu upp. Það er vonandi að við fáum frjálsíþróttamann á Ólympíuleikana með Guðna Val og Hilmari.“ Jón Arnar var búinn að bíða lengi eftir því að sjá Íslandsmet sitt falla. „Mér finnst nú eiginlega bara ótrúlegt að þetta hafi staðið svona lengi. Ekki var ég langstökkvari þegar að ég setti þetta met. Ég var ekki einu sinni farin að æfa tugþraut þegar að ég setti þetta met á sínum tíma. Var nýkominn til baka úr fótbroti. Það stóð en er nú fallið. Sem betur fer. Loksins.“ Frjálsar íþróttir Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Fótbolti Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Fótbolti Manchester United með lið í NBA Körfubolti Fleiri fréttir Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Rændur á meðan hann var að spila fyrsta leikinn sinn í NFL Manchester United með lið í NBA Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Dagskráin í dag: Sá markahæsti og félagar fá heimsókn frá Kanada Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sjá meira
Daníel Ingi varð í gær Norðurlandameistari í langstökki á nýju Íslandsmeti þar sem að hann stórbætti þrjátíu ára gamalt Íslandsmet Jóns Arnars Magnússonar í greininni. Daníel stökk 8,21 metra og bætti þar með Íslandsmet Jóns Arnars og tryggði sér um leið Norðurlandameistaratitilinn í greininni.. Met Jóns Arnars var sléttir átta metrar en Daníel sló það í þriðju tilraun sinni í gær með stökki upp á 8,01 metra og í fjórða stökki sínu bætti hann um betur og stökk 8,21 metra. Daníel í atrennu að einu af stökki sínu í Malmö í gærMynd: FRÍ „Ég gat nú ekki annað en farið beint að horfa á þetta stökk hjá honum. Algjörlega geggjað,“ segir Jón Arnar í samtali við Vísi um afrek Daníels Inga. Jón Arnar var á leið heim í bíl sínum er hann heyrði í útvarpsfréttunum í gær að þrjátíu ára Íslandsmet hans í langstökki hefði verið slegið. „Ég var bara á leiðinni heim og fór náttúrulega strax í það að koma áleiðis hamingjuóskum á drenginn. Hann átti síðasta stökkið sitt eftir þarna í Malmö og ég var nú þegar búinn að senda honum hamingjuóskir fyrir það stökk. Mér finnst þetta frábært. Met eru sett til þess að verða á endanum slegin. Ég var nú aldrei einhver langstökkvari. Þetta var ein af þeim tíu greinum sem ég þreytti í tugþrautinni. Það er frábært að það gangi svona vel hjá Daníel Inga.“ Svona á að fagna Íslandsmeti Mynd: FRÍ Þú grætur það ekkert að sjá á eftir þessu meti þínu, sem stóð í þrjátíu ár, í hans greipar? „Nei alls ekki. Ég er svo ánægður fyrir hans hönd að vera kominn á þennan stað. Að það gangi svona vel hjá honum. Þetta opnar hurðir inn í stóra heiminn fyrir hann. Daníel hefur alla burði til þess að sækja bara fram. Það er tugþrautarþjálfari að þjálfa hann. Daníel fær því gott utanumhald og það þarf að standa þétt við bakið á honum sem og öllu frjálsíþróttafólki okkar.“ Stökk Daníels var það tólfta lengsta í heiminum á árinu og með því tryggði hann sér sæti á EM í Róm í júlí. Einnig gefur þetta honum möguleika á sæti á Ólympíuleikunum í París í sumar en lágmarkið er 8,27 m. Daníel jafnaði tólfta besta árangur á heimslista og á því möguleika á sæti á leikana gegnum heimslistann. Daníel var skiljanlega himinlifandi þegar að afrekið rann upp fyrir honumMynd: FRÍ „Þá fáum við kannski loksins aftur svona frjálsíþrótta vor og sumar. Það eru krakkar að koma þarna á hraðsiglingu upp. Það er vonandi að við fáum frjálsíþróttamann á Ólympíuleikana með Guðna Val og Hilmari.“ Jón Arnar var búinn að bíða lengi eftir því að sjá Íslandsmet sitt falla. „Mér finnst nú eiginlega bara ótrúlegt að þetta hafi staðið svona lengi. Ekki var ég langstökkvari þegar að ég setti þetta met. Ég var ekki einu sinni farin að æfa tugþraut þegar að ég setti þetta met á sínum tíma. Var nýkominn til baka úr fótbroti. Það stóð en er nú fallið. Sem betur fer. Loksins.“
Frjálsar íþróttir Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Fótbolti Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Fótbolti Manchester United með lið í NBA Körfubolti Fleiri fréttir Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Rændur á meðan hann var að spila fyrsta leikinn sinn í NFL Manchester United með lið í NBA Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Dagskráin í dag: Sá markahæsti og félagar fá heimsókn frá Kanada Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sjá meira