„Ég stóð bara með sóttvarnalækni“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 20. maí 2024 12:45 Katrín gefur lítið fyrir gagnrýni Helgu Þórisdóttur mótframbjóðanda. vísir/vilhelm Katrín Jakobsdóttir fyrrverandi forsætisráðherra segist aðeins hafa staðið með sóttvarnalækni í deilum Persónuverndar og Íslenskri erfðagreiningu í miðjum faraldri. Hún hafi á engan hátt hlutast til um ákvörðun Persónuverndar. Undanfarna daga hefur umræða spunnist um viðbrögð Katrínar við ákvörðun Persónuverndar sem varðaði blóðsýnatöku Íslenskrar erfðagreiningar í sóttvarnaskyni í miðjum Covid-faraldri. Persónuvernd taldi á sínum tíma að vinnsla persónuupplýsinga hjá íslenskri erfðagreiningu hafi ekki verið í samræmi við lög. Helga Þórisdóttir, forsetaframbjóðandi og þáverandi forstjóri Persónuverndar og sagði í viðtali á RÚV í vikunni að það hafi verið áfall, þegar Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreingar birti samskipti hans og Katrínar, þar sem þau ræða um ákvörðun Persónuverndar. Það hafi verið gríðarlegt sjokk að forsætisráðherra hafi ákveðið að styðja frekar einkafyrirtæki heldur en stofnunina sína, eins og Helga orðaði það. Katrín segist hafa litið á umrædda blóðsýnatöku sem sóttvarnarráðstöfun, en ekki vísindarannsókn. „Það sem ég sagði um þetta mál á sínum tíma, og þau samskipti eru öll opinber, er að þessi ákvörðun Persónuverndar kom mér á óvart. Hins vegar hlutaðist ég, ekki á neinn hátt, til um ákvörðun stofnunarinnar, enda er hún sjálfstæð,“ segir Katrín í samtali við fréttastofu. Héraðsdómur Reykjavíkur felldi ákvörðun Persónuverndar úr gildi. Þeirri niðurstöðu var síðan áfrýjað til Landsréttar af hálfu Persónuverndar. Katrín segist ekki hafa gert lítið úr Persónuvernd með því að standa með sóttvarnalækni og hans mati á ráðstöfunum. „Það var einfaldlega minn skilningur, eins og sóttvarnalæknis, að þessi blóðsýnataka væri hluti af opinberum sóttvarnarráðstöfunum. Þess vegna kom ákvörðun Persónuverndar mér á óvart, en það gerir ekki lítið úr því mikilvæga starfi sem sú stofnun vinnur.“ Viðbrögðin hafi ekki verið lituð af hræðslu við að Íslensk erfðagreining myndi láta af stuðningi við heilbrigðiskerfið. „Ég var einfaldlega að lýsa minni skoðun þegar ég tjáði það í þessu bréfi að ákvörðunin hafi komið mér á óvart. Það var nú ekki flóknara en það.“ Uppfært kl. 14:47: Málið snúist ekki um sóttvarnir Helga Þórisdóttir hefur gefið frá sér yfirlýsingu vegna málsins þar sem hún segir málið ekki snúast um sóttvarnir. „Ákvörðun Persónuverndar fól í sér að Íslensk erfðagreining hefði farið af stað með vísindarannsókn, án þess að hafa tilskilin leyfi fyrir henni. Þetta er það sem Persónuvernd gerði athugasemd við í ákvörðun sinni. Þá skal jafnframt á það bent að margar og víðtækar rannsóknir voru framkvæmdar um heim allan í tengslum við Covid19. Þær voru gerðar með leyfi viðeigandi eftirlitsstofnana. Í þessari rannsókn braut Íslensk erfðagreining lög og nýtti bæði forsætisráðherra og sóttvarnalækni til að grafa undan hlutverki Persónuverndar og Vísindasiðanefndar.x“Fyrrverandi forsætisráðherra hafi stílað bréf sitt á forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, ekki sóttvarnalækni. „Í bréfinu kemur fram skýr skoðun ráðherrans á því hvernig Persónuvernd hefði átt að leysa úr málinu, sbr. m.a. orðalag ráðherrans um að “rannsóknina ber að skoða í ljósi aðstæðna í samfélaginu”. Það athugast hér að Persónuvernd er sjálfstæð stofnun með sérstaka stjórn. Hún tekur ekki við fyrirmælum frá stjórnvöldum eða öðrum aðilum. Gríðarlega mikið er lagt upp úr sjálfstæði persónuverndarstofnana frá öllu ytra áreiti á öllu EES-svæðinu, enda persónuupplýsingar hin nýja olía á tækniöld og margir sem þær ásælast – sérstaklega þeir sem atvinnu hafa af vinnslu heilbrigðisupplýsinga landsmanna,“ segir Helga. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Forsetakosningar 2024 Persónuvernd Íslensk erfðagreining Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Mest lesið Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Innlent Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Erlent Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Erlent Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Fleiri fréttir „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Sjá meira
Undanfarna daga hefur umræða spunnist um viðbrögð Katrínar við ákvörðun Persónuverndar sem varðaði blóðsýnatöku Íslenskrar erfðagreiningar í sóttvarnaskyni í miðjum Covid-faraldri. Persónuvernd taldi á sínum tíma að vinnsla persónuupplýsinga hjá íslenskri erfðagreiningu hafi ekki verið í samræmi við lög. Helga Þórisdóttir, forsetaframbjóðandi og þáverandi forstjóri Persónuverndar og sagði í viðtali á RÚV í vikunni að það hafi verið áfall, þegar Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreingar birti samskipti hans og Katrínar, þar sem þau ræða um ákvörðun Persónuverndar. Það hafi verið gríðarlegt sjokk að forsætisráðherra hafi ákveðið að styðja frekar einkafyrirtæki heldur en stofnunina sína, eins og Helga orðaði það. Katrín segist hafa litið á umrædda blóðsýnatöku sem sóttvarnarráðstöfun, en ekki vísindarannsókn. „Það sem ég sagði um þetta mál á sínum tíma, og þau samskipti eru öll opinber, er að þessi ákvörðun Persónuverndar kom mér á óvart. Hins vegar hlutaðist ég, ekki á neinn hátt, til um ákvörðun stofnunarinnar, enda er hún sjálfstæð,“ segir Katrín í samtali við fréttastofu. Héraðsdómur Reykjavíkur felldi ákvörðun Persónuverndar úr gildi. Þeirri niðurstöðu var síðan áfrýjað til Landsréttar af hálfu Persónuverndar. Katrín segist ekki hafa gert lítið úr Persónuvernd með því að standa með sóttvarnalækni og hans mati á ráðstöfunum. „Það var einfaldlega minn skilningur, eins og sóttvarnalæknis, að þessi blóðsýnataka væri hluti af opinberum sóttvarnarráðstöfunum. Þess vegna kom ákvörðun Persónuverndar mér á óvart, en það gerir ekki lítið úr því mikilvæga starfi sem sú stofnun vinnur.“ Viðbrögðin hafi ekki verið lituð af hræðslu við að Íslensk erfðagreining myndi láta af stuðningi við heilbrigðiskerfið. „Ég var einfaldlega að lýsa minni skoðun þegar ég tjáði það í þessu bréfi að ákvörðunin hafi komið mér á óvart. Það var nú ekki flóknara en það.“ Uppfært kl. 14:47: Málið snúist ekki um sóttvarnir Helga Þórisdóttir hefur gefið frá sér yfirlýsingu vegna málsins þar sem hún segir málið ekki snúast um sóttvarnir. „Ákvörðun Persónuverndar fól í sér að Íslensk erfðagreining hefði farið af stað með vísindarannsókn, án þess að hafa tilskilin leyfi fyrir henni. Þetta er það sem Persónuvernd gerði athugasemd við í ákvörðun sinni. Þá skal jafnframt á það bent að margar og víðtækar rannsóknir voru framkvæmdar um heim allan í tengslum við Covid19. Þær voru gerðar með leyfi viðeigandi eftirlitsstofnana. Í þessari rannsókn braut Íslensk erfðagreining lög og nýtti bæði forsætisráðherra og sóttvarnalækni til að grafa undan hlutverki Persónuverndar og Vísindasiðanefndar.x“Fyrrverandi forsætisráðherra hafi stílað bréf sitt á forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, ekki sóttvarnalækni. „Í bréfinu kemur fram skýr skoðun ráðherrans á því hvernig Persónuvernd hefði átt að leysa úr málinu, sbr. m.a. orðalag ráðherrans um að “rannsóknina ber að skoða í ljósi aðstæðna í samfélaginu”. Það athugast hér að Persónuvernd er sjálfstæð stofnun með sérstaka stjórn. Hún tekur ekki við fyrirmælum frá stjórnvöldum eða öðrum aðilum. Gríðarlega mikið er lagt upp úr sjálfstæði persónuverndarstofnana frá öllu ytra áreiti á öllu EES-svæðinu, enda persónuupplýsingar hin nýja olía á tækniöld og margir sem þær ásælast – sérstaklega þeir sem atvinnu hafa af vinnslu heilbrigðisupplýsinga landsmanna,“ segir Helga.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Forsetakosningar 2024 Persónuvernd Íslensk erfðagreining Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Mest lesið Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Innlent Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Erlent Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Erlent Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Fleiri fréttir „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Sjá meira