„Ég stóð bara með sóttvarnalækni“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 20. maí 2024 12:45 Katrín gefur lítið fyrir gagnrýni Helgu Þórisdóttur mótframbjóðanda. vísir/vilhelm Katrín Jakobsdóttir fyrrverandi forsætisráðherra segist aðeins hafa staðið með sóttvarnalækni í deilum Persónuverndar og Íslenskri erfðagreiningu í miðjum faraldri. Hún hafi á engan hátt hlutast til um ákvörðun Persónuverndar. Undanfarna daga hefur umræða spunnist um viðbrögð Katrínar við ákvörðun Persónuverndar sem varðaði blóðsýnatöku Íslenskrar erfðagreiningar í sóttvarnaskyni í miðjum Covid-faraldri. Persónuvernd taldi á sínum tíma að vinnsla persónuupplýsinga hjá íslenskri erfðagreiningu hafi ekki verið í samræmi við lög. Helga Þórisdóttir, forsetaframbjóðandi og þáverandi forstjóri Persónuverndar og sagði í viðtali á RÚV í vikunni að það hafi verið áfall, þegar Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreingar birti samskipti hans og Katrínar, þar sem þau ræða um ákvörðun Persónuverndar. Það hafi verið gríðarlegt sjokk að forsætisráðherra hafi ákveðið að styðja frekar einkafyrirtæki heldur en stofnunina sína, eins og Helga orðaði það. Katrín segist hafa litið á umrædda blóðsýnatöku sem sóttvarnarráðstöfun, en ekki vísindarannsókn. „Það sem ég sagði um þetta mál á sínum tíma, og þau samskipti eru öll opinber, er að þessi ákvörðun Persónuverndar kom mér á óvart. Hins vegar hlutaðist ég, ekki á neinn hátt, til um ákvörðun stofnunarinnar, enda er hún sjálfstæð,“ segir Katrín í samtali við fréttastofu. Héraðsdómur Reykjavíkur felldi ákvörðun Persónuverndar úr gildi. Þeirri niðurstöðu var síðan áfrýjað til Landsréttar af hálfu Persónuverndar. Katrín segist ekki hafa gert lítið úr Persónuvernd með því að standa með sóttvarnalækni og hans mati á ráðstöfunum. „Það var einfaldlega minn skilningur, eins og sóttvarnalæknis, að þessi blóðsýnataka væri hluti af opinberum sóttvarnarráðstöfunum. Þess vegna kom ákvörðun Persónuverndar mér á óvart, en það gerir ekki lítið úr því mikilvæga starfi sem sú stofnun vinnur.“ Viðbrögðin hafi ekki verið lituð af hræðslu við að Íslensk erfðagreining myndi láta af stuðningi við heilbrigðiskerfið. „Ég var einfaldlega að lýsa minni skoðun þegar ég tjáði það í þessu bréfi að ákvörðunin hafi komið mér á óvart. Það var nú ekki flóknara en það.“ Uppfært kl. 14:47: Málið snúist ekki um sóttvarnir Helga Þórisdóttir hefur gefið frá sér yfirlýsingu vegna málsins þar sem hún segir málið ekki snúast um sóttvarnir. „Ákvörðun Persónuverndar fól í sér að Íslensk erfðagreining hefði farið af stað með vísindarannsókn, án þess að hafa tilskilin leyfi fyrir henni. Þetta er það sem Persónuvernd gerði athugasemd við í ákvörðun sinni. Þá skal jafnframt á það bent að margar og víðtækar rannsóknir voru framkvæmdar um heim allan í tengslum við Covid19. Þær voru gerðar með leyfi viðeigandi eftirlitsstofnana. Í þessari rannsókn braut Íslensk erfðagreining lög og nýtti bæði forsætisráðherra og sóttvarnalækni til að grafa undan hlutverki Persónuverndar og Vísindasiðanefndar.x“Fyrrverandi forsætisráðherra hafi stílað bréf sitt á forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, ekki sóttvarnalækni. „Í bréfinu kemur fram skýr skoðun ráðherrans á því hvernig Persónuvernd hefði átt að leysa úr málinu, sbr. m.a. orðalag ráðherrans um að “rannsóknina ber að skoða í ljósi aðstæðna í samfélaginu”. Það athugast hér að Persónuvernd er sjálfstæð stofnun með sérstaka stjórn. Hún tekur ekki við fyrirmælum frá stjórnvöldum eða öðrum aðilum. Gríðarlega mikið er lagt upp úr sjálfstæði persónuverndarstofnana frá öllu ytra áreiti á öllu EES-svæðinu, enda persónuupplýsingar hin nýja olía á tækniöld og margir sem þær ásælast – sérstaklega þeir sem atvinnu hafa af vinnslu heilbrigðisupplýsinga landsmanna,“ segir Helga. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Forsetakosningar 2024 Persónuvernd Íslensk erfðagreining Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Innlent Fleiri fréttir Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Sjá meira
Undanfarna daga hefur umræða spunnist um viðbrögð Katrínar við ákvörðun Persónuverndar sem varðaði blóðsýnatöku Íslenskrar erfðagreiningar í sóttvarnaskyni í miðjum Covid-faraldri. Persónuvernd taldi á sínum tíma að vinnsla persónuupplýsinga hjá íslenskri erfðagreiningu hafi ekki verið í samræmi við lög. Helga Þórisdóttir, forsetaframbjóðandi og þáverandi forstjóri Persónuverndar og sagði í viðtali á RÚV í vikunni að það hafi verið áfall, þegar Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreingar birti samskipti hans og Katrínar, þar sem þau ræða um ákvörðun Persónuverndar. Það hafi verið gríðarlegt sjokk að forsætisráðherra hafi ákveðið að styðja frekar einkafyrirtæki heldur en stofnunina sína, eins og Helga orðaði það. Katrín segist hafa litið á umrædda blóðsýnatöku sem sóttvarnarráðstöfun, en ekki vísindarannsókn. „Það sem ég sagði um þetta mál á sínum tíma, og þau samskipti eru öll opinber, er að þessi ákvörðun Persónuverndar kom mér á óvart. Hins vegar hlutaðist ég, ekki á neinn hátt, til um ákvörðun stofnunarinnar, enda er hún sjálfstæð,“ segir Katrín í samtali við fréttastofu. Héraðsdómur Reykjavíkur felldi ákvörðun Persónuverndar úr gildi. Þeirri niðurstöðu var síðan áfrýjað til Landsréttar af hálfu Persónuverndar. Katrín segist ekki hafa gert lítið úr Persónuvernd með því að standa með sóttvarnalækni og hans mati á ráðstöfunum. „Það var einfaldlega minn skilningur, eins og sóttvarnalæknis, að þessi blóðsýnataka væri hluti af opinberum sóttvarnarráðstöfunum. Þess vegna kom ákvörðun Persónuverndar mér á óvart, en það gerir ekki lítið úr því mikilvæga starfi sem sú stofnun vinnur.“ Viðbrögðin hafi ekki verið lituð af hræðslu við að Íslensk erfðagreining myndi láta af stuðningi við heilbrigðiskerfið. „Ég var einfaldlega að lýsa minni skoðun þegar ég tjáði það í þessu bréfi að ákvörðunin hafi komið mér á óvart. Það var nú ekki flóknara en það.“ Uppfært kl. 14:47: Málið snúist ekki um sóttvarnir Helga Þórisdóttir hefur gefið frá sér yfirlýsingu vegna málsins þar sem hún segir málið ekki snúast um sóttvarnir. „Ákvörðun Persónuverndar fól í sér að Íslensk erfðagreining hefði farið af stað með vísindarannsókn, án þess að hafa tilskilin leyfi fyrir henni. Þetta er það sem Persónuvernd gerði athugasemd við í ákvörðun sinni. Þá skal jafnframt á það bent að margar og víðtækar rannsóknir voru framkvæmdar um heim allan í tengslum við Covid19. Þær voru gerðar með leyfi viðeigandi eftirlitsstofnana. Í þessari rannsókn braut Íslensk erfðagreining lög og nýtti bæði forsætisráðherra og sóttvarnalækni til að grafa undan hlutverki Persónuverndar og Vísindasiðanefndar.x“Fyrrverandi forsætisráðherra hafi stílað bréf sitt á forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, ekki sóttvarnalækni. „Í bréfinu kemur fram skýr skoðun ráðherrans á því hvernig Persónuvernd hefði átt að leysa úr málinu, sbr. m.a. orðalag ráðherrans um að “rannsóknina ber að skoða í ljósi aðstæðna í samfélaginu”. Það athugast hér að Persónuvernd er sjálfstæð stofnun með sérstaka stjórn. Hún tekur ekki við fyrirmælum frá stjórnvöldum eða öðrum aðilum. Gríðarlega mikið er lagt upp úr sjálfstæði persónuverndarstofnana frá öllu ytra áreiti á öllu EES-svæðinu, enda persónuupplýsingar hin nýja olía á tækniöld og margir sem þær ásælast – sérstaklega þeir sem atvinnu hafa af vinnslu heilbrigðisupplýsinga landsmanna,“ segir Helga.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Forsetakosningar 2024 Persónuvernd Íslensk erfðagreining Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Innlent Fleiri fréttir Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Sjá meira