Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, hefði nefnilega slegið met Mourinho tækist Arsenal að tryggja sér enska meistaratitilinn á þessu tímabili.
Mourinho er yngsti stjórinn í sögunni til að vinna ensku úrvalsdeildina en hann var bara 42 ára og 94 daga gamall á lokadeginum þegar hann gerði Eið Smára Guðjohnsen og félaga í Chelsea að meisturum á 2004-05 tímabilinu.
Happy 42nd birthday to Mikel Arteta.
— Squawka (@Squawka) March 26, 2024
If Arsenal win the 2023/24 Premier League, he will break José Mourinho's record as the youngest manager to lift the title (42 years and 94 days old).
Arteta will be 42 years and 54 days old on the final day of the season.
This is his final… pic.twitter.com/5Yg7i0LZgg
Arteta var 42 ára og 54 daga gamall á lokadegi tímabilsins í gær.
Arteta var í frábærri stöðu að slá þetta met en Arsenal tókst ekki að halda út á lokasprettinum.
Það er líka erfitt að sjá einhvern annan bæta þetta met í bráð.
Arne Slot, nýr knattspyrnustjóri Liverpool, verður sem dæmi 46 ára gamall í september næstkomandi. Hann slær því þetta met ekki.
Hefði Liverpool aftur á móti ráðið Portúgalann Rúben Amorim þá hefði hann fengið nokkur tímabil í að slá þetta met enda bara 39 ára gamall síðan í janúar.
"We will win it, it will happen" 🗣️
— Sky Sports News (@SkySportsNews) May 20, 2024
Arsenal boss Mikel Arteta is confident of his side lifting the Premier League title after this season's near miss 🔴 pic.twitter.com/O4I4TIdgSu