„Þetta einvígi er rétt að byrja“ Hinrik Wöhler skrifar 19. maí 2024 22:46 Gunnar Magnússon öskrar sína menn áfram á hliðarlínunni í kvöld. Vísir/Anton Brink Mosfellingar sigruðu FH í fyrsta leik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta. Afturelding hefur ekki unnið titilinn síðan 1999 en Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, var þó með báðar fætur á jörðinni eftir sigurinn. „Mér líður ótrúlega vel að vinna fyrsta leik. Við byrjuðum ‚soft‘ og lélegir til baka. Þeir náðu að keyra á okkur í byrjun og við vorum ekki að mæta þeim þar. Við fáum á okkur 13 mörk fyrsta korterið og vorum ekki mættir, fannst mér. Steini [Þorsteinn Leó Gunnarsson] hélt okkur á floti þá en svo small þetta eftir korter.“ „Mér fannst við ná upp það sem við stöndum fyrir, þessa baráttu og þennan neista. Við náum að koma til baka hratt og náum betri vörn, fleiri leikmenn stigu upp í kjölfarið. Tókum yfir leikinn þá en þetta var reyndar bara stál í stál allan tímann,“ sagði Gunnar eftir leikinn í kvöld. Þorsteinn Leó Gunnarsson bar uppi sóknarleik Mosfellinga og skoraði þrettán mörk í kvöld. Gunnar var vitaskuld sáttur með hans frammistöðu í leiknum. „Hann var frábær í kvöld, það segir aðeins um breiddina hjá okkur. Hann var nánast ekki með í síðasta leik en stígur upp núna. Það þurfa ekki allir að eiga stjörnuleik þegar við vinnum, við erum með mörg vopn og marga góða leikmenn. Steini var heitur í kvöld en aðrir einnig samt sem áður, sérstaklega varnarlega, náðum við að leggja gruninn á þessu.“ Mosfellingar fóru hægt af stað og voru sex mörkum undir þegar fyrri hálfleikur var hálfnaður. Gunnar er ekki með skýringuna á því hvers vegna þeir voru svona lengi í gang. „Við tókum leikhlé í fyrri hálfleik og þá náðum við að vakna. Svipað á móti Val, ég veit ekki af hverju við vorum ekki klárir í baráttuna. Það er eitthvað sem við getum ekki boðið upp á aftur. Við töluðum um það í hálfleik að það var ekki í boði að mæta svona, þá myndum við ekki lifa þetta af. Við mættum klárir og lönduðum góðum sigri. Þetta einvígi er rétt að byrja, 1-0, það er nóg eftir af þessu og fögnum þessu í kvöld. Byrjum á morgun að undirbúa næsta stríð,“ sagði Gunnar. Mosfellingar hafa beðið í 25 ár eftir Íslandsmeistaratitli og en Gunnar einbeitir sér að næsta leik. „Auðvitað eru allir að stefna á það. Það er bara eina markmiðið en það er bara 1-0. Þurfum að taka þetta skref fyrir skref. Næsta markmið er að ná öðrum sigri en þeir mæta dýrvitlausir í Mosó og við þurfum að mæta þeim þar,“ sagði Gunnar að lokum. Olís-deild karla Afturelding FH Tengdar fréttir Uppgjör: FH - Afturelding 29-32 | Mosfellingar taka forystuna FH tók á móti Aftureldingu í fyrsta leik úrslitaeinvígisins í Olís-deild karla í handbolta í kvöld. Leikurinn endaði með þriggja marka sigri Aftureldingar og leiða Mosfellingar einvígið 1-0. 19. maí 2024 19:00 Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Fleiri fréttir Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Sjá meira
„Mér líður ótrúlega vel að vinna fyrsta leik. Við byrjuðum ‚soft‘ og lélegir til baka. Þeir náðu að keyra á okkur í byrjun og við vorum ekki að mæta þeim þar. Við fáum á okkur 13 mörk fyrsta korterið og vorum ekki mættir, fannst mér. Steini [Þorsteinn Leó Gunnarsson] hélt okkur á floti þá en svo small þetta eftir korter.“ „Mér fannst við ná upp það sem við stöndum fyrir, þessa baráttu og þennan neista. Við náum að koma til baka hratt og náum betri vörn, fleiri leikmenn stigu upp í kjölfarið. Tókum yfir leikinn þá en þetta var reyndar bara stál í stál allan tímann,“ sagði Gunnar eftir leikinn í kvöld. Þorsteinn Leó Gunnarsson bar uppi sóknarleik Mosfellinga og skoraði þrettán mörk í kvöld. Gunnar var vitaskuld sáttur með hans frammistöðu í leiknum. „Hann var frábær í kvöld, það segir aðeins um breiddina hjá okkur. Hann var nánast ekki með í síðasta leik en stígur upp núna. Það þurfa ekki allir að eiga stjörnuleik þegar við vinnum, við erum með mörg vopn og marga góða leikmenn. Steini var heitur í kvöld en aðrir einnig samt sem áður, sérstaklega varnarlega, náðum við að leggja gruninn á þessu.“ Mosfellingar fóru hægt af stað og voru sex mörkum undir þegar fyrri hálfleikur var hálfnaður. Gunnar er ekki með skýringuna á því hvers vegna þeir voru svona lengi í gang. „Við tókum leikhlé í fyrri hálfleik og þá náðum við að vakna. Svipað á móti Val, ég veit ekki af hverju við vorum ekki klárir í baráttuna. Það er eitthvað sem við getum ekki boðið upp á aftur. Við töluðum um það í hálfleik að það var ekki í boði að mæta svona, þá myndum við ekki lifa þetta af. Við mættum klárir og lönduðum góðum sigri. Þetta einvígi er rétt að byrja, 1-0, það er nóg eftir af þessu og fögnum þessu í kvöld. Byrjum á morgun að undirbúa næsta stríð,“ sagði Gunnar. Mosfellingar hafa beðið í 25 ár eftir Íslandsmeistaratitli og en Gunnar einbeitir sér að næsta leik. „Auðvitað eru allir að stefna á það. Það er bara eina markmiðið en það er bara 1-0. Þurfum að taka þetta skref fyrir skref. Næsta markmið er að ná öðrum sigri en þeir mæta dýrvitlausir í Mosó og við þurfum að mæta þeim þar,“ sagði Gunnar að lokum.
Olís-deild karla Afturelding FH Tengdar fréttir Uppgjör: FH - Afturelding 29-32 | Mosfellingar taka forystuna FH tók á móti Aftureldingu í fyrsta leik úrslitaeinvígisins í Olís-deild karla í handbolta í kvöld. Leikurinn endaði með þriggja marka sigri Aftureldingar og leiða Mosfellingar einvígið 1-0. 19. maí 2024 19:00 Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Fleiri fréttir Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Sjá meira
Uppgjör: FH - Afturelding 29-32 | Mosfellingar taka forystuna FH tók á móti Aftureldingu í fyrsta leik úrslitaeinvígisins í Olís-deild karla í handbolta í kvöld. Leikurinn endaði með þriggja marka sigri Aftureldingar og leiða Mosfellingar einvígið 1-0. 19. maí 2024 19:00