Þetta gerðist í lokaumferðinni í enska | City meistari og Jóhann Berg kvaddi Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. maí 2024 17:15 Jóhann Berg Guðmundsson lék sinn síðasta leik fyrir Burnley í dag. getty/Nathan Stirk Alls voru 37 mörk skoruð í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar í dag. Manchester City tryggði sér titilinn fjórða árið í röð og í sjötta sinn á síðustu sjö árum. Allir tíu leikirnir hófust á sama tíma, klukkan 15:00, og voru í beinni lýsingu hér á Vísi. Hana má nálgast neðst í fréttinni. Phil Foden skoraði tvö mörk þegar City sigraði West Ham United, 3-1, og tryggði sér titilinn. Rodri var einnig á skotskónum fyrir City en Mohammed Kudus skoraði mark West Ham með glæsilegri hjólhestaspyrnu. Hamrarnir enduðu í 9. sæti. David Moyes stýrði þeim í síðasta sinn í dag. Arsenal gerði sitt og vann Everton, 2-1. Idrissa Gana Gueye kom Everton yfir en mörk frá Takehiro Tomiyasu og Kai Havertz tryggðu Arsenal sigurinn. Skytturnar enduðu í 2. sæti annað árið í röð en Everton varð að gera sér 15. sætið að góðu. Jürgen Klopp stýrði Liverpool í 491. og síðasta sinn þegar Liverpool bar sigurorð af Wolves, 2-0. Alexis Mac Allister og Jarrell Quansah skoruðu mörk Liverpool sem endaði í 3. sæti. Nelson Semedo var rekinn út af hjá Wolves sem lenti í 14. sæti. Manchester United vann 0-2 útisigur á Brighton. Diogo Dalot og Rasmus Højlund skoruðu mörk Rauðu djöflanna sem enduðu í 8. sæti og hafa ekki endað neðar í 34 ár. Roberto De Zerbi stýrði Brighton í síðasta sinn í dag en liðið lenti í 9. sæti. Jóhann Berg Guðmundsson lék sinn síðasta leik fyrir Burnley er liðið tapaði fyrir Nottingham Forest, 1-2. Íslenski landsliðsmaðurinn kom inn á sem varamaður í hálfleik. Chris Wood skoraði bæði mörk Forest en Josh Cullen mark Burnley sem endaði í 19. sæti og féll. Forest lenti í 17. sæti og hélt sér uppi. Eftir erfitt gengi að undanförnu tryggði Tottenham sér 5. sæti deildarinnar með því að vinna fallið botnlið Sheffield United, 0-3. Dejan Kulusevski skoraði tvö mörk og Pedro Porro eitt. Moses Caicedo skoraði frá miðju þegar Chelsea vann Bournemouth, 2-1. Þetta var fimmti sigur Chelsea í röð en liðið endaði í 6. sæti. Raheem Sterling var einnig á skotskónum fyrir Chelsea en mark Bournemouth var sjálfsmark Benoits Badiashile. Bournemouth endaði í 12. sæti. Newcastle vann 2-4 sigur á Brentford og lenti í 7. sæti. Harvey Barnes, Jacob Murphy, Alexander Isak og Bruno Guimaraes skoruðu mörk Skjóranna. Vitaly Janelt og Yoane Wissa voru á skotskónum hjá Brentford sem endaði í 16. sæti. Jean-Philippe Mateta skoraði þrennu þegar Crystal Palace rústaði Aston Villa, 5-0. Eberechi Eze skoraði tvö mörk fyrir Palace sem endaði í 10. sæti eftir frábæran endasprett á tímabilinu. Strákarnir hans Olivers Glasner unnu sex af síðustu sjö leikjum sínum á tímabilinu. Villa endaði í 4. sætinu og leikur í Meistaradeild Evrópu á næsta tímabili. Raúl Jiménez skoraði tvívegis þegar Fulham lagði Luton Town að velli, 2-4. Amad Traoe og Harry Wilson skoruðu einnig fyrir Fulham sem endaði í 13. sæti. Carlton Morris (víti) og Alfie Doughty skoruðu fyrir Luton sem lenti í 18. sæti og féll.
Allir tíu leikirnir hófust á sama tíma, klukkan 15:00, og voru í beinni lýsingu hér á Vísi. Hana má nálgast neðst í fréttinni. Phil Foden skoraði tvö mörk þegar City sigraði West Ham United, 3-1, og tryggði sér titilinn. Rodri var einnig á skotskónum fyrir City en Mohammed Kudus skoraði mark West Ham með glæsilegri hjólhestaspyrnu. Hamrarnir enduðu í 9. sæti. David Moyes stýrði þeim í síðasta sinn í dag. Arsenal gerði sitt og vann Everton, 2-1. Idrissa Gana Gueye kom Everton yfir en mörk frá Takehiro Tomiyasu og Kai Havertz tryggðu Arsenal sigurinn. Skytturnar enduðu í 2. sæti annað árið í röð en Everton varð að gera sér 15. sætið að góðu. Jürgen Klopp stýrði Liverpool í 491. og síðasta sinn þegar Liverpool bar sigurorð af Wolves, 2-0. Alexis Mac Allister og Jarrell Quansah skoruðu mörk Liverpool sem endaði í 3. sæti. Nelson Semedo var rekinn út af hjá Wolves sem lenti í 14. sæti. Manchester United vann 0-2 útisigur á Brighton. Diogo Dalot og Rasmus Højlund skoruðu mörk Rauðu djöflanna sem enduðu í 8. sæti og hafa ekki endað neðar í 34 ár. Roberto De Zerbi stýrði Brighton í síðasta sinn í dag en liðið lenti í 9. sæti. Jóhann Berg Guðmundsson lék sinn síðasta leik fyrir Burnley er liðið tapaði fyrir Nottingham Forest, 1-2. Íslenski landsliðsmaðurinn kom inn á sem varamaður í hálfleik. Chris Wood skoraði bæði mörk Forest en Josh Cullen mark Burnley sem endaði í 19. sæti og féll. Forest lenti í 17. sæti og hélt sér uppi. Eftir erfitt gengi að undanförnu tryggði Tottenham sér 5. sæti deildarinnar með því að vinna fallið botnlið Sheffield United, 0-3. Dejan Kulusevski skoraði tvö mörk og Pedro Porro eitt. Moses Caicedo skoraði frá miðju þegar Chelsea vann Bournemouth, 2-1. Þetta var fimmti sigur Chelsea í röð en liðið endaði í 6. sæti. Raheem Sterling var einnig á skotskónum fyrir Chelsea en mark Bournemouth var sjálfsmark Benoits Badiashile. Bournemouth endaði í 12. sæti. Newcastle vann 2-4 sigur á Brentford og lenti í 7. sæti. Harvey Barnes, Jacob Murphy, Alexander Isak og Bruno Guimaraes skoruðu mörk Skjóranna. Vitaly Janelt og Yoane Wissa voru á skotskónum hjá Brentford sem endaði í 16. sæti. Jean-Philippe Mateta skoraði þrennu þegar Crystal Palace rústaði Aston Villa, 5-0. Eberechi Eze skoraði tvö mörk fyrir Palace sem endaði í 10. sæti eftir frábæran endasprett á tímabilinu. Strákarnir hans Olivers Glasner unnu sex af síðustu sjö leikjum sínum á tímabilinu. Villa endaði í 4. sætinu og leikur í Meistaradeild Evrópu á næsta tímabili. Raúl Jiménez skoraði tvívegis þegar Fulham lagði Luton Town að velli, 2-4. Amad Traoe og Harry Wilson skoruðu einnig fyrir Fulham sem endaði í 13. sæti. Carlton Morris (víti) og Alfie Doughty skoruðu fyrir Luton sem lenti í 18. sæti og féll.
Enski boltinn Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Enski boltinn Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Fleiri fréttir Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Sjá meira