Ekki megrunarlyf heldur lyf við offitu Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. maí 2024 13:10 Erla Gerður Sveinsdóttir, sérfræðilæknir í meðferð offitu. Sérfræðilæknir í meðferð offitu hefur áhyggjur af því að nokkur hópur fólks noti þyngdarstjórnunarlyf án þess að þurfa þau. Með lyfjunum sé hins vegar loksins komin meðferð við offitu og mikil fjölgun notenda þeirra sé aðeins byrjunin á því sem koma skal. Greint var frá því í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að Íslendingum sem nota sykursýki- og þyngdarstjórnunarlyf hafi fjölgað um rúm sextíu prósent á síðustu sextán mánuðum, samkvæmt tölum frá Sjúkratryggingum. Sala á lyfjunum hefur jafnframt tugfaldast síðustu ár, samkvæmt tölum frá Lyfjastofnun. Erla Gerður Sveinsdóttir, sérfræðilæknir í meðferð offitu, segir fjölgun notenda ekki óvænta. „Það er í raun loksins komin meðferð við sjúkdómnum offitu og þar sem gríðarlega mikill fjöldi er með þennan sjúkdóm þá ætti það ekki að koma neinum á óvart að það sé mikil eftirspurn eftir þessum lyfjum og í rauninni ætti að vera að ráðleggja mjög mörgum að fara á þessi lyf,“ segir Erla Gerður. Fleiri lyf við offitu séu væntanleg á markað. „Það sem við erum að sjá er í rauninni held ég bara byrjun á meðferð sem held ég hentar mjög mörgum. Ég held að við eigum bara eftir að sjá aukningu á því og það eru lika að koma mörg önnur lyf sem vinna inn á önnur kerfi í þyngdarstjórnunarkerfinu okkar.“ Ekki sé þó hægt að líta fram hjá því að fólk sem ekki þurfi á lyfjunum að halda sé samt að taka þau inn. „Ég hef áhyggjur af því, jú. Og þess vegna held ég að sé svo mikilvægt að góð fræðsla nái til allra, ekki bara heilbrigðisstarfsfólks heldur almennings líka, þannig að fólk átti sig á því hvað þetta er. Og eitt skref í því til dæmis væri að breyta umfjöllun fjölmiðla þannig að ekki sé verið að tala um megrunarlyf, heldur lyf við offitu. Þetta er sitthvor hluturinn,“ segir Erla Gerður. Heilbrigðismál Lyf Þyngdarstjórnunarlyf Tengdar fréttir Of þung en annars hraust á Ozempic Íslendingum sem nota sykursýki- og þyngdarstjórnunarlyf hefur fjölgað um rúm sextíu prósent á aðeins sextán mánuðum. Notendur lyfjanna sem fréttastofa hefur rætt við segjast flestir eingöngu á lyfjunum til að léttast en eru hraustir að öðru leyti. Ung kona sem notaði Ozempic segir sligandi kostnað einu ástæðu þess að hún hætti á lyfinu. 18. maí 2024 08:01 Úr 256 pakkningum á mánuði upp í sex þúsund Sprenging hefur orðið í sölu á megrunarlyfinu Ozempic hér á landi síðustu ár. Seldar pakkningar af lyfinu voru tuttugu og þrisvar sinnum fleiri á mánuði í fyrra en árið 2019. Forstjóri Lyfjastofnunar telur að minnsta kosti tíu þúsund manns noti lyfið á Íslandi. 15. maí 2024 12:06 Megrunarlyfin nýjasta vopnið gegn hjartasjúkdómum? Notkun lyfjanna Ozempic og Wegovy, sem njóta sívaxandi vinsælda í baráttunni við aukakílóin, virðist draga verulega úr líkunum á hjartaáfalli ef marka má nýja rannsókn. 14. maí 2024 07:22 Mest lesið Marilyn Manson verður ekki ákærður Erlent Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Innlent Íhugar formannsframboð Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira
Greint var frá því í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að Íslendingum sem nota sykursýki- og þyngdarstjórnunarlyf hafi fjölgað um rúm sextíu prósent á síðustu sextán mánuðum, samkvæmt tölum frá Sjúkratryggingum. Sala á lyfjunum hefur jafnframt tugfaldast síðustu ár, samkvæmt tölum frá Lyfjastofnun. Erla Gerður Sveinsdóttir, sérfræðilæknir í meðferð offitu, segir fjölgun notenda ekki óvænta. „Það er í raun loksins komin meðferð við sjúkdómnum offitu og þar sem gríðarlega mikill fjöldi er með þennan sjúkdóm þá ætti það ekki að koma neinum á óvart að það sé mikil eftirspurn eftir þessum lyfjum og í rauninni ætti að vera að ráðleggja mjög mörgum að fara á þessi lyf,“ segir Erla Gerður. Fleiri lyf við offitu séu væntanleg á markað. „Það sem við erum að sjá er í rauninni held ég bara byrjun á meðferð sem held ég hentar mjög mörgum. Ég held að við eigum bara eftir að sjá aukningu á því og það eru lika að koma mörg önnur lyf sem vinna inn á önnur kerfi í þyngdarstjórnunarkerfinu okkar.“ Ekki sé þó hægt að líta fram hjá því að fólk sem ekki þurfi á lyfjunum að halda sé samt að taka þau inn. „Ég hef áhyggjur af því, jú. Og þess vegna held ég að sé svo mikilvægt að góð fræðsla nái til allra, ekki bara heilbrigðisstarfsfólks heldur almennings líka, þannig að fólk átti sig á því hvað þetta er. Og eitt skref í því til dæmis væri að breyta umfjöllun fjölmiðla þannig að ekki sé verið að tala um megrunarlyf, heldur lyf við offitu. Þetta er sitthvor hluturinn,“ segir Erla Gerður.
Heilbrigðismál Lyf Þyngdarstjórnunarlyf Tengdar fréttir Of þung en annars hraust á Ozempic Íslendingum sem nota sykursýki- og þyngdarstjórnunarlyf hefur fjölgað um rúm sextíu prósent á aðeins sextán mánuðum. Notendur lyfjanna sem fréttastofa hefur rætt við segjast flestir eingöngu á lyfjunum til að léttast en eru hraustir að öðru leyti. Ung kona sem notaði Ozempic segir sligandi kostnað einu ástæðu þess að hún hætti á lyfinu. 18. maí 2024 08:01 Úr 256 pakkningum á mánuði upp í sex þúsund Sprenging hefur orðið í sölu á megrunarlyfinu Ozempic hér á landi síðustu ár. Seldar pakkningar af lyfinu voru tuttugu og þrisvar sinnum fleiri á mánuði í fyrra en árið 2019. Forstjóri Lyfjastofnunar telur að minnsta kosti tíu þúsund manns noti lyfið á Íslandi. 15. maí 2024 12:06 Megrunarlyfin nýjasta vopnið gegn hjartasjúkdómum? Notkun lyfjanna Ozempic og Wegovy, sem njóta sívaxandi vinsælda í baráttunni við aukakílóin, virðist draga verulega úr líkunum á hjartaáfalli ef marka má nýja rannsókn. 14. maí 2024 07:22 Mest lesið Marilyn Manson verður ekki ákærður Erlent Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Innlent Íhugar formannsframboð Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira
Of þung en annars hraust á Ozempic Íslendingum sem nota sykursýki- og þyngdarstjórnunarlyf hefur fjölgað um rúm sextíu prósent á aðeins sextán mánuðum. Notendur lyfjanna sem fréttastofa hefur rætt við segjast flestir eingöngu á lyfjunum til að léttast en eru hraustir að öðru leyti. Ung kona sem notaði Ozempic segir sligandi kostnað einu ástæðu þess að hún hætti á lyfinu. 18. maí 2024 08:01
Úr 256 pakkningum á mánuði upp í sex þúsund Sprenging hefur orðið í sölu á megrunarlyfinu Ozempic hér á landi síðustu ár. Seldar pakkningar af lyfinu voru tuttugu og þrisvar sinnum fleiri á mánuði í fyrra en árið 2019. Forstjóri Lyfjastofnunar telur að minnsta kosti tíu þúsund manns noti lyfið á Íslandi. 15. maí 2024 12:06
Megrunarlyfin nýjasta vopnið gegn hjartasjúkdómum? Notkun lyfjanna Ozempic og Wegovy, sem njóta sívaxandi vinsælda í baráttunni við aukakílóin, virðist draga verulega úr líkunum á hjartaáfalli ef marka má nýja rannsókn. 14. maí 2024 07:22