Ekki megrunarlyf heldur lyf við offitu Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. maí 2024 13:10 Erla Gerður Sveinsdóttir, sérfræðilæknir í meðferð offitu. Sérfræðilæknir í meðferð offitu hefur áhyggjur af því að nokkur hópur fólks noti þyngdarstjórnunarlyf án þess að þurfa þau. Með lyfjunum sé hins vegar loksins komin meðferð við offitu og mikil fjölgun notenda þeirra sé aðeins byrjunin á því sem koma skal. Greint var frá því í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að Íslendingum sem nota sykursýki- og þyngdarstjórnunarlyf hafi fjölgað um rúm sextíu prósent á síðustu sextán mánuðum, samkvæmt tölum frá Sjúkratryggingum. Sala á lyfjunum hefur jafnframt tugfaldast síðustu ár, samkvæmt tölum frá Lyfjastofnun. Erla Gerður Sveinsdóttir, sérfræðilæknir í meðferð offitu, segir fjölgun notenda ekki óvænta. „Það er í raun loksins komin meðferð við sjúkdómnum offitu og þar sem gríðarlega mikill fjöldi er með þennan sjúkdóm þá ætti það ekki að koma neinum á óvart að það sé mikil eftirspurn eftir þessum lyfjum og í rauninni ætti að vera að ráðleggja mjög mörgum að fara á þessi lyf,“ segir Erla Gerður. Fleiri lyf við offitu séu væntanleg á markað. „Það sem við erum að sjá er í rauninni held ég bara byrjun á meðferð sem held ég hentar mjög mörgum. Ég held að við eigum bara eftir að sjá aukningu á því og það eru lika að koma mörg önnur lyf sem vinna inn á önnur kerfi í þyngdarstjórnunarkerfinu okkar.“ Ekki sé þó hægt að líta fram hjá því að fólk sem ekki þurfi á lyfjunum að halda sé samt að taka þau inn. „Ég hef áhyggjur af því, jú. Og þess vegna held ég að sé svo mikilvægt að góð fræðsla nái til allra, ekki bara heilbrigðisstarfsfólks heldur almennings líka, þannig að fólk átti sig á því hvað þetta er. Og eitt skref í því til dæmis væri að breyta umfjöllun fjölmiðla þannig að ekki sé verið að tala um megrunarlyf, heldur lyf við offitu. Þetta er sitthvor hluturinn,“ segir Erla Gerður. Heilbrigðismál Lyf Þyngdarstjórnunarlyf Tengdar fréttir Of þung en annars hraust á Ozempic Íslendingum sem nota sykursýki- og þyngdarstjórnunarlyf hefur fjölgað um rúm sextíu prósent á aðeins sextán mánuðum. Notendur lyfjanna sem fréttastofa hefur rætt við segjast flestir eingöngu á lyfjunum til að léttast en eru hraustir að öðru leyti. Ung kona sem notaði Ozempic segir sligandi kostnað einu ástæðu þess að hún hætti á lyfinu. 18. maí 2024 08:01 Úr 256 pakkningum á mánuði upp í sex þúsund Sprenging hefur orðið í sölu á megrunarlyfinu Ozempic hér á landi síðustu ár. Seldar pakkningar af lyfinu voru tuttugu og þrisvar sinnum fleiri á mánuði í fyrra en árið 2019. Forstjóri Lyfjastofnunar telur að minnsta kosti tíu þúsund manns noti lyfið á Íslandi. 15. maí 2024 12:06 Megrunarlyfin nýjasta vopnið gegn hjartasjúkdómum? Notkun lyfjanna Ozempic og Wegovy, sem njóta sívaxandi vinsælda í baráttunni við aukakílóin, virðist draga verulega úr líkunum á hjartaáfalli ef marka má nýja rannsókn. 14. maí 2024 07:22 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Sjá meira
Greint var frá því í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að Íslendingum sem nota sykursýki- og þyngdarstjórnunarlyf hafi fjölgað um rúm sextíu prósent á síðustu sextán mánuðum, samkvæmt tölum frá Sjúkratryggingum. Sala á lyfjunum hefur jafnframt tugfaldast síðustu ár, samkvæmt tölum frá Lyfjastofnun. Erla Gerður Sveinsdóttir, sérfræðilæknir í meðferð offitu, segir fjölgun notenda ekki óvænta. „Það er í raun loksins komin meðferð við sjúkdómnum offitu og þar sem gríðarlega mikill fjöldi er með þennan sjúkdóm þá ætti það ekki að koma neinum á óvart að það sé mikil eftirspurn eftir þessum lyfjum og í rauninni ætti að vera að ráðleggja mjög mörgum að fara á þessi lyf,“ segir Erla Gerður. Fleiri lyf við offitu séu væntanleg á markað. „Það sem við erum að sjá er í rauninni held ég bara byrjun á meðferð sem held ég hentar mjög mörgum. Ég held að við eigum bara eftir að sjá aukningu á því og það eru lika að koma mörg önnur lyf sem vinna inn á önnur kerfi í þyngdarstjórnunarkerfinu okkar.“ Ekki sé þó hægt að líta fram hjá því að fólk sem ekki þurfi á lyfjunum að halda sé samt að taka þau inn. „Ég hef áhyggjur af því, jú. Og þess vegna held ég að sé svo mikilvægt að góð fræðsla nái til allra, ekki bara heilbrigðisstarfsfólks heldur almennings líka, þannig að fólk átti sig á því hvað þetta er. Og eitt skref í því til dæmis væri að breyta umfjöllun fjölmiðla þannig að ekki sé verið að tala um megrunarlyf, heldur lyf við offitu. Þetta er sitthvor hluturinn,“ segir Erla Gerður.
Heilbrigðismál Lyf Þyngdarstjórnunarlyf Tengdar fréttir Of þung en annars hraust á Ozempic Íslendingum sem nota sykursýki- og þyngdarstjórnunarlyf hefur fjölgað um rúm sextíu prósent á aðeins sextán mánuðum. Notendur lyfjanna sem fréttastofa hefur rætt við segjast flestir eingöngu á lyfjunum til að léttast en eru hraustir að öðru leyti. Ung kona sem notaði Ozempic segir sligandi kostnað einu ástæðu þess að hún hætti á lyfinu. 18. maí 2024 08:01 Úr 256 pakkningum á mánuði upp í sex þúsund Sprenging hefur orðið í sölu á megrunarlyfinu Ozempic hér á landi síðustu ár. Seldar pakkningar af lyfinu voru tuttugu og þrisvar sinnum fleiri á mánuði í fyrra en árið 2019. Forstjóri Lyfjastofnunar telur að minnsta kosti tíu þúsund manns noti lyfið á Íslandi. 15. maí 2024 12:06 Megrunarlyfin nýjasta vopnið gegn hjartasjúkdómum? Notkun lyfjanna Ozempic og Wegovy, sem njóta sívaxandi vinsælda í baráttunni við aukakílóin, virðist draga verulega úr líkunum á hjartaáfalli ef marka má nýja rannsókn. 14. maí 2024 07:22 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Sjá meira
Of þung en annars hraust á Ozempic Íslendingum sem nota sykursýki- og þyngdarstjórnunarlyf hefur fjölgað um rúm sextíu prósent á aðeins sextán mánuðum. Notendur lyfjanna sem fréttastofa hefur rætt við segjast flestir eingöngu á lyfjunum til að léttast en eru hraustir að öðru leyti. Ung kona sem notaði Ozempic segir sligandi kostnað einu ástæðu þess að hún hætti á lyfinu. 18. maí 2024 08:01
Úr 256 pakkningum á mánuði upp í sex þúsund Sprenging hefur orðið í sölu á megrunarlyfinu Ozempic hér á landi síðustu ár. Seldar pakkningar af lyfinu voru tuttugu og þrisvar sinnum fleiri á mánuði í fyrra en árið 2019. Forstjóri Lyfjastofnunar telur að minnsta kosti tíu þúsund manns noti lyfið á Íslandi. 15. maí 2024 12:06
Megrunarlyfin nýjasta vopnið gegn hjartasjúkdómum? Notkun lyfjanna Ozempic og Wegovy, sem njóta sívaxandi vinsælda í baráttunni við aukakílóin, virðist draga verulega úr líkunum á hjartaáfalli ef marka má nýja rannsókn. 14. maí 2024 07:22