Jóhann: Brotnuðum auðveldlega Árni Jóhannsson skrifar 17. maí 2024 22:14 Ólafru Ólafsson steinhissa. Mögulega á frammistöðu sinna manna Vísir / Anton Brink Þjálfari Grindvíkinga þótti sínir menn slakir og var það varnarfærslurnar sem voru ekki góðar þegar hans menn lutu í gras fyrir Val í fyrsta leiknum um Íslandsmeistaratitilinn. Lokatölur 89-79 og Grindvíkingar þurfa að kvitta fyrir frammistöðuna í næsta leik. „Við vorum slakir í þriðja leikhluta“, var stutta svarið þegar Jóhann Þór Ólafsson var spurður að því hvað útskýrði það að hans menn fengu á baukinn í N1 höllinni í kvöld. „Við gáfum þessu séns í fjórða en varnarfærslur og holningin á okkur í seinni hálfleik var bara ekki nógu góð. Á móti svona góðu liði eins og Val þá er þetta niðurstaðan þegar svo er. Það er allavega svona í fljótu bragði.“ Staðan var 37-37 í hálfleik. Fannst Jóhanni spilamennskan gefa það til kynna að þessi þriðji leikhluti væri á leiðinni? „Við töluðum um það í hálfleik að mér fannst það gegnum gangandi að við gáfum varnarplaninu okkar aldrei séns. Ég er mjög svekktur með það. Einnig það hvernig við brotnum við þetta litla mótlæti sem við lendum í í byrjun seinni hálfleiks. Það er eitthvað sem við þurfum að laga.“ Hvað útskýrir það að þeir brotna svona auðveldlega? „Bara ef ég vissi það. Við förum yfir þetta og þetta er bara leikur eitt. Við þurfum að finna lausnir og mætum klárir á mánudaginn og verjum heimavöllinn.“ Kristinn Pálsson setti niður fjóra þrista í upphafi seinni hálfleiks. Fannst Jóhanns sniðugt að skilja hann eftir opinn eða var þetta dæmi um lélega vörn? „Hvað á ég að segja Andri? Þetta er ábyggilega lélegasta spurning sem þú hefur komið með frá því að þú byrjaðir að taka viðtöl við mig. Þetta var slök vörn, við vorum að færa vitlaust og þetta var lélegt af okkar hálfu.“ „Þeir voru bara grimmari en við í öllu sem þeir voru að gera. Svo vorum við að klikka á fleiri skotum en þeir“, sagði Jóhann þegar hann var spurður út í það afhverju hans menn töpuðu frákastabaráttunni 49-31. Það fór ekki bara líkamleg orka í einvígið á móti Keflavík heldur var andlega orkan sem fór í það einvígi mikil. Hafði það áhrif í dag? „Nei alls ekki. Við vorum ferskir og komum inn í þetta flottir. Við brotnuðum bara auðveldlega eins og ég sagði áðan.“ Subway-deild karla UMF Grindavík Tengdar fréttir Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 89-79 | Valsmenn leiða í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn Frábær byrjun á seinni hálfleik lagði grunninn að góðum sigri Valsmanna á Grindavík í fyrsta leiknum um Íslandsmeistaratitilinn í körfuknattleik karla. Staðan var jöfn í hálfleik en Valsmenn keyrðu fram úr gestunum í upphafi þess seinni. Staðan 89-79 í leiknum og 1-0 í einvíginu. 17. maí 2024 18:30 Mest lesið Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Fótbolti „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Íslenski boltinn Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Íslenski boltinn Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin Íslenski boltinn „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ Fótbolti Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni Fótbolti Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Íslenski boltinn Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Handbolti 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Njarðvík - Stjarnan | Hverjar veita fyrsta höggið? Í beinni: Þór - Valur | Vilja verja vígið Pelikanarnir búnir að gefast upp Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Sabonis ekki með Litháen á EM Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli Sjá meira
„Við vorum slakir í þriðja leikhluta“, var stutta svarið þegar Jóhann Þór Ólafsson var spurður að því hvað útskýrði það að hans menn fengu á baukinn í N1 höllinni í kvöld. „Við gáfum þessu séns í fjórða en varnarfærslur og holningin á okkur í seinni hálfleik var bara ekki nógu góð. Á móti svona góðu liði eins og Val þá er þetta niðurstaðan þegar svo er. Það er allavega svona í fljótu bragði.“ Staðan var 37-37 í hálfleik. Fannst Jóhanni spilamennskan gefa það til kynna að þessi þriðji leikhluti væri á leiðinni? „Við töluðum um það í hálfleik að mér fannst það gegnum gangandi að við gáfum varnarplaninu okkar aldrei séns. Ég er mjög svekktur með það. Einnig það hvernig við brotnum við þetta litla mótlæti sem við lendum í í byrjun seinni hálfleiks. Það er eitthvað sem við þurfum að laga.“ Hvað útskýrir það að þeir brotna svona auðveldlega? „Bara ef ég vissi það. Við förum yfir þetta og þetta er bara leikur eitt. Við þurfum að finna lausnir og mætum klárir á mánudaginn og verjum heimavöllinn.“ Kristinn Pálsson setti niður fjóra þrista í upphafi seinni hálfleiks. Fannst Jóhanns sniðugt að skilja hann eftir opinn eða var þetta dæmi um lélega vörn? „Hvað á ég að segja Andri? Þetta er ábyggilega lélegasta spurning sem þú hefur komið með frá því að þú byrjaðir að taka viðtöl við mig. Þetta var slök vörn, við vorum að færa vitlaust og þetta var lélegt af okkar hálfu.“ „Þeir voru bara grimmari en við í öllu sem þeir voru að gera. Svo vorum við að klikka á fleiri skotum en þeir“, sagði Jóhann þegar hann var spurður út í það afhverju hans menn töpuðu frákastabaráttunni 49-31. Það fór ekki bara líkamleg orka í einvígið á móti Keflavík heldur var andlega orkan sem fór í það einvígi mikil. Hafði það áhrif í dag? „Nei alls ekki. Við vorum ferskir og komum inn í þetta flottir. Við brotnuðum bara auðveldlega eins og ég sagði áðan.“
Subway-deild karla UMF Grindavík Tengdar fréttir Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 89-79 | Valsmenn leiða í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn Frábær byrjun á seinni hálfleik lagði grunninn að góðum sigri Valsmanna á Grindavík í fyrsta leiknum um Íslandsmeistaratitilinn í körfuknattleik karla. Staðan var jöfn í hálfleik en Valsmenn keyrðu fram úr gestunum í upphafi þess seinni. Staðan 89-79 í leiknum og 1-0 í einvíginu. 17. maí 2024 18:30 Mest lesið Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Fótbolti „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Íslenski boltinn Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Íslenski boltinn Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin Íslenski boltinn „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ Fótbolti Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni Fótbolti Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Íslenski boltinn Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Handbolti 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Njarðvík - Stjarnan | Hverjar veita fyrsta höggið? Í beinni: Þór - Valur | Vilja verja vígið Pelikanarnir búnir að gefast upp Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Sabonis ekki með Litháen á EM Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli Sjá meira
Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 89-79 | Valsmenn leiða í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn Frábær byrjun á seinni hálfleik lagði grunninn að góðum sigri Valsmanna á Grindavík í fyrsta leiknum um Íslandsmeistaratitilinn í körfuknattleik karla. Staðan var jöfn í hálfleik en Valsmenn keyrðu fram úr gestunum í upphafi þess seinni. Staðan 89-79 í leiknum og 1-0 í einvíginu. 17. maí 2024 18:30