Forsetaáskorunin: Höfuðborgin ætti að vera í góða veðrinu fyrir norðan eða austan Samúel Karl Ólason skrifar 20. maí 2024 19:01 Ásdís Rán bauð öðrum frambjóðendum í galapartý á laugardaginn og tókst vel til. Vísir stendur fyrir Forsetaáskoruninni 2024, þar sem skorað er á forsetaframbjóðendur að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum. Ásdís Rán Gunnarsdóttir er fyrst forsetaframbjóðanda þetta árið til að taka þátt. Ég er ekki hinn hefðbundni frambjóðandi en aðal markmið mitt er að koma með ferskan blæ inn í flokk frambjóðenda og það er einmitt það sem gerir þetta stóra verkefni svo skemmtilegt og hvetjandi. Boðskapur minn er að allt er mögulegt sama hver þú ert eða hvaðan þú kemur - Bara ef þú þorir! Við vitum það öll að gleði ásamt smá von er besta lyfið og við þurfum góðan skammt af því í okkar skammdegi, kulda og pólitíska umhverfi! Saman erum við hjarta og sál þessarar þjóðar og með samstöðu vöxum við í átt að bjartri framtíð og spennandi nýjum tímum. Í mínum stefnumálum leitast ég við að vera talsmaður jafnréttis, mannréttinda og velferð ungmenna og þeim sem minna mega sín. Ég vil beita mér fyrir málefnum sem lúta að velferð aldraðra sem eru auðvitað okkar einstöku þjóðhöfðingjar - Það er mér mikilvægt að öllum líði vel. Menningarmál, sagan okkar, fallega náttúran og auðlindirnar okkar eru mér einnig mikils virði. Ekki má heldur gleyma heilsufari okkar kæru landsmanna og að efla vitund og áhuga þjóðarinnar á heilbrigðum lífsháttum. Ég vil að málskotsrétturinn sé virkt úrræði ef alvarlegt vantraust skapast á milli stórs hluta þjóðarinnar og þingsins. Að mínu mati á forsetinn að vera virkur í landkynningu Íslands á erlendri grundu bæði til að efla jákvæða ímynd landsins og til að skapa ný tækifæri í atvinnulífinu og á sviði vísinda, menntunar, skapandi greina og menningar. Hver er uppáhalds staðurinn þinn á Íslandi? Það væri Friðsældin, stórt landsvæði sem við ættin eigum á Austurlandi við Fellabæ. Ef þú fengir að ráða, hvaða einu breytingu myndir þú helst vilja gera á forsetaembættinu? Mér finnst ekki þurfa að breyta neinu í embættinu sjálfu það er fínt eins og það er en ég myndi setja minn brag á Bessastaði með lítilegum breytingum 😉. Segjum sem svo að þú tapir kosningunum og ákveðir í kjölfarið að snúa þér að blönduðum bardagalistum, hvaða lag myndir þú spila áður en þú færir inn í átthyrninginn? Seven Nation Army með White Stripes. Er einhver „samsæriskenning“ sem þú telur vera sanna eða mikið til í? Það væri t.d sú kenning að lyfjafyrirtæki segi ósatt til að auka gróða. Ef þú ætlar að gera vel við þig, hvað fer á diskinn og í glasið? Það væri einhver dýrindis fiskur og glas af Chardonney. Uppáhalds bíómynd? Þessar gömlu góðu Hollywood myndir. Hefur þú komist í kast við lögin? Ég get ekki neitað því að vera sek um eitthvað saklaust eins og hraðasekt. Hvert er þitt uppáhalds áhugamál sem gæti þótt skrítið? Það eru þyrlur. Uppáhalds sjónvarpsþættir? Ég er ekki mikil sjónvarpsmanneskja og ekkert sérstakt i uppáhaldi, en ég er spennu fíkill á sjónvarpsefni og vil hafa góða spennu sem nær að halda athyglinni hjá mér annars nenni ég ekki að eyða tíma í gláp. Hver er þín uppáhalds líkamsrækt? Það eru lyftingar, HIIT æfingar, skíði og útivist. Saknar þú einhvers frá Covid-árunum? Nei alls ekki..! Ungar Athafnakonur Hver er eftirminnilegasta stundin þegar þú þurftir að stíga út fyrir þægindarammann? þegar ég ákvað að bjóða mig fram sem forseta og berskjalda mig fyrir alþjóð. Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? (skammast þín smá fyrir að hafa gaman af því – sakbitin sæla) Ég á ekkert svoleiðis. Áttu þér draumabíl? Já væri til í einn Rolls Royce eða Bentley. Hvernig slappar þú af? Ég slappa yfirleitt af í fanginu á kærastanum, á ströndinni, í SPA eða í löngum göngutúr með góða heilunartónlist í eyrunum. Ertu með húðflúr? Já ég er með nokkur lítil og sæt :D Ungar Athafnakonur Hvað verður fyrst upp á vegg þegar þú sest að á Bessastöðum? Málverk eftir sjálfa mig. Hvaða þjóðarleiðtoga myndir þú helst vilja hitta og hvað yrði það fyrsta sem þú myndir segja? Ég myndi taka í hendina á Trump og segja: How are you doing? Kanntu á eitthvað hljóðfæri? Nei því miður. Hver er uppáhalds tölvuleikurinn þinn? Hef ekki spilað tölvuleiki en í gamladaga var það Super Marío og kanski Tetris! Ef gerð yrði kvikmynd um þig, hver ætti að leika þig? Charlise Theron. Ef þú yrðir skipreka á eyðieyju, hvaða einn mótframbjóðanda tækir þú með þér? Ég yrði að velja Gnarrinn hann gæti allavega skemmt mér á þessum tímum! Hefur þú einhverja umdeilda skoðun, sem gæti orðið fréttamál á heimsvísu? Samanber skoðun Guðna Th á pítsuáleggjum. Já mér finnst að höfuðborgin ætti að vera fyrir austan eða norðan í veður blíðunni. Forsetakosningar 2024 Forsetaáskorun Vísis Grín og gaman Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Fleiri fréttir Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Sjá meira
Ásdís Rán Gunnarsdóttir er fyrst forsetaframbjóðanda þetta árið til að taka þátt. Ég er ekki hinn hefðbundni frambjóðandi en aðal markmið mitt er að koma með ferskan blæ inn í flokk frambjóðenda og það er einmitt það sem gerir þetta stóra verkefni svo skemmtilegt og hvetjandi. Boðskapur minn er að allt er mögulegt sama hver þú ert eða hvaðan þú kemur - Bara ef þú þorir! Við vitum það öll að gleði ásamt smá von er besta lyfið og við þurfum góðan skammt af því í okkar skammdegi, kulda og pólitíska umhverfi! Saman erum við hjarta og sál þessarar þjóðar og með samstöðu vöxum við í átt að bjartri framtíð og spennandi nýjum tímum. Í mínum stefnumálum leitast ég við að vera talsmaður jafnréttis, mannréttinda og velferð ungmenna og þeim sem minna mega sín. Ég vil beita mér fyrir málefnum sem lúta að velferð aldraðra sem eru auðvitað okkar einstöku þjóðhöfðingjar - Það er mér mikilvægt að öllum líði vel. Menningarmál, sagan okkar, fallega náttúran og auðlindirnar okkar eru mér einnig mikils virði. Ekki má heldur gleyma heilsufari okkar kæru landsmanna og að efla vitund og áhuga þjóðarinnar á heilbrigðum lífsháttum. Ég vil að málskotsrétturinn sé virkt úrræði ef alvarlegt vantraust skapast á milli stórs hluta þjóðarinnar og þingsins. Að mínu mati á forsetinn að vera virkur í landkynningu Íslands á erlendri grundu bæði til að efla jákvæða ímynd landsins og til að skapa ný tækifæri í atvinnulífinu og á sviði vísinda, menntunar, skapandi greina og menningar. Hver er uppáhalds staðurinn þinn á Íslandi? Það væri Friðsældin, stórt landsvæði sem við ættin eigum á Austurlandi við Fellabæ. Ef þú fengir að ráða, hvaða einu breytingu myndir þú helst vilja gera á forsetaembættinu? Mér finnst ekki þurfa að breyta neinu í embættinu sjálfu það er fínt eins og það er en ég myndi setja minn brag á Bessastaði með lítilegum breytingum 😉. Segjum sem svo að þú tapir kosningunum og ákveðir í kjölfarið að snúa þér að blönduðum bardagalistum, hvaða lag myndir þú spila áður en þú færir inn í átthyrninginn? Seven Nation Army með White Stripes. Er einhver „samsæriskenning“ sem þú telur vera sanna eða mikið til í? Það væri t.d sú kenning að lyfjafyrirtæki segi ósatt til að auka gróða. Ef þú ætlar að gera vel við þig, hvað fer á diskinn og í glasið? Það væri einhver dýrindis fiskur og glas af Chardonney. Uppáhalds bíómynd? Þessar gömlu góðu Hollywood myndir. Hefur þú komist í kast við lögin? Ég get ekki neitað því að vera sek um eitthvað saklaust eins og hraðasekt. Hvert er þitt uppáhalds áhugamál sem gæti þótt skrítið? Það eru þyrlur. Uppáhalds sjónvarpsþættir? Ég er ekki mikil sjónvarpsmanneskja og ekkert sérstakt i uppáhaldi, en ég er spennu fíkill á sjónvarpsefni og vil hafa góða spennu sem nær að halda athyglinni hjá mér annars nenni ég ekki að eyða tíma í gláp. Hver er þín uppáhalds líkamsrækt? Það eru lyftingar, HIIT æfingar, skíði og útivist. Saknar þú einhvers frá Covid-árunum? Nei alls ekki..! Ungar Athafnakonur Hver er eftirminnilegasta stundin þegar þú þurftir að stíga út fyrir þægindarammann? þegar ég ákvað að bjóða mig fram sem forseta og berskjalda mig fyrir alþjóð. Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? (skammast þín smá fyrir að hafa gaman af því – sakbitin sæla) Ég á ekkert svoleiðis. Áttu þér draumabíl? Já væri til í einn Rolls Royce eða Bentley. Hvernig slappar þú af? Ég slappa yfirleitt af í fanginu á kærastanum, á ströndinni, í SPA eða í löngum göngutúr með góða heilunartónlist í eyrunum. Ertu með húðflúr? Já ég er með nokkur lítil og sæt :D Ungar Athafnakonur Hvað verður fyrst upp á vegg þegar þú sest að á Bessastöðum? Málverk eftir sjálfa mig. Hvaða þjóðarleiðtoga myndir þú helst vilja hitta og hvað yrði það fyrsta sem þú myndir segja? Ég myndi taka í hendina á Trump og segja: How are you doing? Kanntu á eitthvað hljóðfæri? Nei því miður. Hver er uppáhalds tölvuleikurinn þinn? Hef ekki spilað tölvuleiki en í gamladaga var það Super Marío og kanski Tetris! Ef gerð yrði kvikmynd um þig, hver ætti að leika þig? Charlise Theron. Ef þú yrðir skipreka á eyðieyju, hvaða einn mótframbjóðanda tækir þú með þér? Ég yrði að velja Gnarrinn hann gæti allavega skemmt mér á þessum tímum! Hefur þú einhverja umdeilda skoðun, sem gæti orðið fréttamál á heimsvísu? Samanber skoðun Guðna Th á pítsuáleggjum. Já mér finnst að höfuðborgin ætti að vera fyrir austan eða norðan í veður blíðunni.
Forsetakosningar 2024 Forsetaáskorun Vísis Grín og gaman Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Fleiri fréttir Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Sjá meira