Neyðarástandi lýst yfir á Nýju-Kaledóníu eftir miklar óeirðir Hólmfríður Gísladóttir skrifar 16. maí 2024 11:07 Herflugvél frá Frakklandi kemur inn til lendingar á öðrum flugvellinum á Nýju-Kaledóníu. AP/Cedric Jacquot Neyðarástandi var lýst yfir á Nýju-Kaledóníu í gær en hundruð franskra lögreglumanna er á leið til eyjaklasans eftir miklar óeirðir þar sem fjórir hafa látið lífið og fjöldi slasast. Nýja-Kaledónía er sjálfstjórnarsvæði sem heyrir undir Frakkland. Óeirðirnar brutust út eftir að franska þingið samþykkti í vikunni að heimila Frökkum sem eru ekki frá Nýju-Kaledóníu en hafa búið þar í tíu ár rétt til að kjósa í héraðskosningum. Leiðtogar á eyjunum segja lagabreytinguna munu verða til þess að grafa undan atkvæðaþunga innfæddra. Vopnaðar sveitir standa nú vörð við báða flugvelli og höfn Nýju-Kaledóníu. Talið er að um 5.000 manns hafi tekið þátt í óeirðunum, þar af á milli þrjú og fjögur þúsund í höfuðborginni Noumeu. Þrír innfæddir hafa látist í óeirðunum og þá var lögreglumaður skotinn til bana. Tvö hundruð hafa verið handteknir og 64 her- og lögreglumenn særst. Æðsti embættismaður Frakklands í Nýju-Kaledóníu, Louis Le Franc, segir að vegatálmar sem mótmælendur hafa komið upp hafa skapað neyðarástand þar sem matur og lyf komast ekki til íbúa. Eignir hafa verið eyðilagðar og þá hefur verið brotist inn í fjölda fyrirtækja. Yfirlýst neyðarástand gerir staðaryfirvöldum kleift að banna fjöldasamkomur og hamla för fólks um eyjarnar. Le Franc hefur hvatt skipuleggjendur mótmælanna, CCAT, til að láta af aðgerðum en sakar samtökin á sama tíma um að samanstanda af þrjótum sem eigi ekkert sameiginlegt með öðrum sjálfstæðissinnum. Ástralir hafa verið hvattir til að halda sig frá eyjunum, sem liggja um það bil 1.500 km austur af Ástralíu. Frakkland Mest lesið Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Innlent Fleiri fréttir Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Sjá meira
Nýja-Kaledónía er sjálfstjórnarsvæði sem heyrir undir Frakkland. Óeirðirnar brutust út eftir að franska þingið samþykkti í vikunni að heimila Frökkum sem eru ekki frá Nýju-Kaledóníu en hafa búið þar í tíu ár rétt til að kjósa í héraðskosningum. Leiðtogar á eyjunum segja lagabreytinguna munu verða til þess að grafa undan atkvæðaþunga innfæddra. Vopnaðar sveitir standa nú vörð við báða flugvelli og höfn Nýju-Kaledóníu. Talið er að um 5.000 manns hafi tekið þátt í óeirðunum, þar af á milli þrjú og fjögur þúsund í höfuðborginni Noumeu. Þrír innfæddir hafa látist í óeirðunum og þá var lögreglumaður skotinn til bana. Tvö hundruð hafa verið handteknir og 64 her- og lögreglumenn særst. Æðsti embættismaður Frakklands í Nýju-Kaledóníu, Louis Le Franc, segir að vegatálmar sem mótmælendur hafa komið upp hafa skapað neyðarástand þar sem matur og lyf komast ekki til íbúa. Eignir hafa verið eyðilagðar og þá hefur verið brotist inn í fjölda fyrirtækja. Yfirlýst neyðarástand gerir staðaryfirvöldum kleift að banna fjöldasamkomur og hamla för fólks um eyjarnar. Le Franc hefur hvatt skipuleggjendur mótmælanna, CCAT, til að láta af aðgerðum en sakar samtökin á sama tíma um að samanstanda af þrjótum sem eigi ekkert sameiginlegt með öðrum sjálfstæðissinnum. Ástralir hafa verið hvattir til að halda sig frá eyjunum, sem liggja um það bil 1.500 km austur af Ástralíu.
Frakkland Mest lesið Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Innlent Fleiri fréttir Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Sjá meira