Þorir að veðja bjór á að hún verði áfram forsætisráðherra Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 14. maí 2024 17:58 Mette Frederiksen hefur verið orðuð við stór embætti innan Evrópusambandsins undanfarna mánuði. Ritzau/Thomas Traasdahl Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur og formaður Sósíaldemókrataflokksins, segist myndu veðja bjór á það að hún verði áfram forsætisráðherra eftir sumarfrí ríkisstjórnarinnar. Á blaðamannafundi sem haldinn var á danska þinginu í dag var forsætisráðherrann spurður að því hvort hún þyrði að veðja á að hún haldi embættinu fram yfir sumarfríið. Það eru ekki efasemdir um úthald ríkisstjórnarinnar sem búa að baki spurningunni heldur að frá byrjun árs hafi gárungar sagt það líklegt að hún sæktist eftir embætti innan Evrópusambandsins. „Ég veit ekki hvort ég geti hækkað veðféð aðeins. Einn bjór er smávægilegur. Ég þori að veðja, og ég myndi glöð setja meira inn í púkkið, að ég verði einnig forsætisráðherra Danmerkur eftir sumarið,“ svaraði Frederiksen. Í kjölfar Evrópuþingskosninga sem fara fram í byrjun júní næstkomandi fara viðræður fram milli aðildarlanda um hver komi til með að hreppa stóru embættin. Samkvæmt umfjöllun danska ríkisútvarpsins hefur nafn Mette Frederiksen margoft komið upp í dönskum og alþjóðlegum fjölmiðlum sem mögulegur kandídat í embætti forseta leiðtogaráðs Evrópusambandsins. Núverandi forseti er hinn belgíski Charles Michel. Leiðtogaráðið heldur fjóra leiðtogafundi yfir árið þar sem stærri ákvarðanir eru teknar og stóru línurnar lagðar, allt frá fjárveitingaáætlunum sambandsins til utanríkismála. Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdarstjórnar Evrópusambandsins, greindi frá því fyrr á árinu að hún hygðist gefa kost á sér í annað kjörtímabil í embættinu. Þá þykir það auka líkurnar á því að Mette hreppi embættið þar sem hefð er fyrir því að sé forseti framkvæmdarstjórnar sé af hægrivængnum og þá sé sósíaldemókrati forseti leiðtogaráðsins. Charles Michel, núverandi forseti leiðtogaráðsins, býr ekki við mikinn stuðning meðal aðildarþjóða, að sögn Jyllands Posten. Heldur dró úr fjölda stuðningsaðila hans í kjölfar þess að í janúar síðastliðnum tilkynnti hann að hann hefði í huga að gefa kost á sér á Evrópuþinginu en dró svo tilkynninguna tilbaka stuttu seinna. Mette Frederiksen segist þó í dag myndu leggja bjór að veði og jafnvel meira til að hún haldi áfram sem forsætisráðherra og gefi þar af leiðandi ekki kost á sér í Evrópusambandsembætti. Danmörk Evrópusambandið Tengdar fréttir Danir lengja herskylduna Danska ríkisstjórnin hyggst lengja herskyldu í landinu úr fjórum mánuðum í ellefu, koma á herskyldu fyrir konur og stórauka framlög til varnarmála. 13. mars 2024 09:00 Mette aldrei verið óvinsælli Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur hefur aldrei verið óvinsælli samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar Epinion sem framkvæmd var á dögunum. 16. desember 2023 12:07 Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Fleiri fréttir Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Sjá meira
Á blaðamannafundi sem haldinn var á danska þinginu í dag var forsætisráðherrann spurður að því hvort hún þyrði að veðja á að hún haldi embættinu fram yfir sumarfríið. Það eru ekki efasemdir um úthald ríkisstjórnarinnar sem búa að baki spurningunni heldur að frá byrjun árs hafi gárungar sagt það líklegt að hún sæktist eftir embætti innan Evrópusambandsins. „Ég veit ekki hvort ég geti hækkað veðféð aðeins. Einn bjór er smávægilegur. Ég þori að veðja, og ég myndi glöð setja meira inn í púkkið, að ég verði einnig forsætisráðherra Danmerkur eftir sumarið,“ svaraði Frederiksen. Í kjölfar Evrópuþingskosninga sem fara fram í byrjun júní næstkomandi fara viðræður fram milli aðildarlanda um hver komi til með að hreppa stóru embættin. Samkvæmt umfjöllun danska ríkisútvarpsins hefur nafn Mette Frederiksen margoft komið upp í dönskum og alþjóðlegum fjölmiðlum sem mögulegur kandídat í embætti forseta leiðtogaráðs Evrópusambandsins. Núverandi forseti er hinn belgíski Charles Michel. Leiðtogaráðið heldur fjóra leiðtogafundi yfir árið þar sem stærri ákvarðanir eru teknar og stóru línurnar lagðar, allt frá fjárveitingaáætlunum sambandsins til utanríkismála. Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdarstjórnar Evrópusambandsins, greindi frá því fyrr á árinu að hún hygðist gefa kost á sér í annað kjörtímabil í embættinu. Þá þykir það auka líkurnar á því að Mette hreppi embættið þar sem hefð er fyrir því að sé forseti framkvæmdarstjórnar sé af hægrivængnum og þá sé sósíaldemókrati forseti leiðtogaráðsins. Charles Michel, núverandi forseti leiðtogaráðsins, býr ekki við mikinn stuðning meðal aðildarþjóða, að sögn Jyllands Posten. Heldur dró úr fjölda stuðningsaðila hans í kjölfar þess að í janúar síðastliðnum tilkynnti hann að hann hefði í huga að gefa kost á sér á Evrópuþinginu en dró svo tilkynninguna tilbaka stuttu seinna. Mette Frederiksen segist þó í dag myndu leggja bjór að veði og jafnvel meira til að hún haldi áfram sem forsætisráðherra og gefi þar af leiðandi ekki kost á sér í Evrópusambandsembætti.
Danmörk Evrópusambandið Tengdar fréttir Danir lengja herskylduna Danska ríkisstjórnin hyggst lengja herskyldu í landinu úr fjórum mánuðum í ellefu, koma á herskyldu fyrir konur og stórauka framlög til varnarmála. 13. mars 2024 09:00 Mette aldrei verið óvinsælli Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur hefur aldrei verið óvinsælli samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar Epinion sem framkvæmd var á dögunum. 16. desember 2023 12:07 Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Fleiri fréttir Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Sjá meira
Danir lengja herskylduna Danska ríkisstjórnin hyggst lengja herskyldu í landinu úr fjórum mánuðum í ellefu, koma á herskyldu fyrir konur og stórauka framlög til varnarmála. 13. mars 2024 09:00
Mette aldrei verið óvinsælli Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur hefur aldrei verið óvinsælli samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar Epinion sem framkvæmd var á dögunum. 16. desember 2023 12:07