Frá þessu segir í tilkynningu. Þar kemur fram að Guðrún sé viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands og hafi undanfarin sautján ár gegnt fjölbreyttum stjórnunarstörfum.
„Hún var meðal lykilstjórnenda hjá Nova í 12 ár og var fyrsti mannauðsstjóri WOW air. Á árunum 2019–2023 starfaði hún sem forstöðumaður markaðsmála og þjónustu hjá Orku náttúrunnar og sat þar í framkvæmdastjórn. Síðastliðið ár hefur Guðrún verið sjálfstætt starfandi ráðgjafi,“ segir í tilkynningunni.
Rue de Net sérhæfir sig í alhliða viðskiptalausnum í skýinu, lausnum á borð við Business Central og LS Central ásamt því að þróa eigin hugverk. Um 40 manns starfa hjá fyrirtækinu.