„Eru endaþarmsmök hættuleg?“ Indíana Rós Ægisdóttir skrifar 14. maí 2024 20:00 Indíana Rós verður með vikulega pistla um Kynlíf á Vísi. Vísir „Eru endaþarmsmök hættuleg?“- 47 ára karlmaður. Með allri kynhegðun fylgir möguleikinn á unaði, en henni fylgir líka flestri einhver áhætta. Mismikil þó, að sjálfsögðu, en endaþarmsmök í sjálfu sér eru ekkert endilega hættulegri en annað kynlíf. Kynlífið með Indíönu Rós kynfræðingi er nýr vikulegur liður á Vísi. Í honum fræðir Indíana Rós lesendur um kynlíf og svarar spurningum frá lesendum. Ef þú vilt senda Indíönu Rós spurningu er hægt að finna spurningaform neðst í greininni. Það er samt mjög gott að muna að (líkt og með alla aðra kynhegðun) að endaþarmsmök þarf ekki að vera eitthvað sem þig langar að prófa og þú mátt alveg segja það. Það á enginn að suða í þér að prófa eitthvað sem þú hefur ekki áhuga á. Á sama tíma, þó það sé eitthvað sem þú hefur ekki áhuga á að stunda, þá er fullt af fólki sem er forvitið um endaþarmsmök, stundar reglulega endaþarmsmök og finnst það mjög næs og við þurfum ekki að hafa neinar skoðanir á því hvað annað fólk gerir við sinn líkama í kynlífi á milli tveggja, jú eða fleiri aðila, þar sem allir eru samþykkir og sáttir. Best er einnig að muna, eins og með alla kynhegðun,þá eykur kynfræðsla ekki líkurnar á að við förum og gerum þá hluti. En kynfræðsla, til dæmis um endaþarmsmök, eykur líkurnar á að ef þú ætlar að prófa, þá eru meiri líkur á að þú gerir það á öruggari hátt og upplifunin verði betri. En aftur yfir í endaþarmsmök. Mikilvægt er að fara hægt og rólega.Vísir/Getty Með endaþarmsmökum er átt við þegar fingur, kynlífstæki eða typpi fer inn í endaþarm eða endaþarmsopið er örvað t.d. með fingri eða munni. Það eru fullt af taugaendum í og við endaþarminn sem mörgum finnst gott að örva. Það eru þó nokkrir hlutir sem gott er að hafa í huga ef þú ætlar að prófa þig áfram á því svæði: Í fyrsta lagi: Farðu hægt og rólega! Í endaþarminum eru tveir hringvöðvar og er þeim stjórnað af mismunandi taugum, sá innri stjórnar sér sjálfur og við skipum honum ekki að slaka á. Þeim ytra getur þú stjórnað og getur „sagt honum” að slaka á. En í streituvaldandi aðstæðum er yfirleitt meiri vöðvaspenna í líkamanum og erfiðara að slaka á. Þess vegna er extra mikilvægt að fara rólega og gefa sér góðan tíma áður en þú ætlar að setja eitthvað inn í rassinn. Þá, ef planið er að setja typpi eða unaðstæki inn, er gott ráð að byrja á einum putta fyrst. Stoppaðu ef eitthvað er óþægilegt og ef þú ert að stunda kynlíf með öðrum, láttu alltaf vita. Ef þú ætlar að nota unaðstæki, þá er gott að fá sér unaðstæki sem sérstaklega er gert fyrir rassinn. Sleipiefni! Endaþarmurinn bleytir sig ekki sjálfur og þá er lykilatriði að nota sleipiefni. Gullna reglan er, ef þú heldur að þú sért með nóg sleipiefni, endilega bættu við! Sleipiefni eru mismunandi og oft er mælt með sleipiefni með sílikon grunni fyrir endaþarmsmök því þau endast yfirleitt lengur en þau sem hafavatnsgrunn. Mikilvægast er að hafa virðingu að leiðarljósi og ganga hægt um gleðinnar dyr!Vísir/Getty Smokkur! Húðin í endaþarminum er þunn og viðkvæm og eru þar af leiðandi auknar líkur á kynsjúkdómasmiti í endaþarmsmökum. Gott er að hafa í huga að olía gerir gat á smokka og því ekki gott að nota sleipiefni með olíugrunni. Farið líka reglulega í kynsjúkdómapróf! Þarf ég að þrífa inni í? Sum vilja gera það, en það þarf ekki. Að þrífa inni í endaþarminum, eða það sem á ensku er kallað douching, getur ert húðina innan í og því aukið líkur á kynsjúkdómasmitum. Einnig er ekki mælt með að þrífa endaþarminn of oft. Það er líka bara gott að hafa í huga að jú, kúkurinn á heima í rassinum,og ef þú ert að fikta í rassinum eru alveg líkur að það gæti komið kúkur á putta, tæki eða typpi. Þá er bara tilvalið að nota smokk eða latexhanska ef það veldur þér áhyggjum! Svo er mikilvægast ef þú ætlar að prófa þig áfram með öðrum aðila, að hafa virðingu að leiðarljósi og ganga hægt um gleðinnar dyr! Njótið! Kynlífið með Indíönu Rós Kynlíf Mest lesið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Fleiri fréttir Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Sjá meira
Með allri kynhegðun fylgir möguleikinn á unaði, en henni fylgir líka flestri einhver áhætta. Mismikil þó, að sjálfsögðu, en endaþarmsmök í sjálfu sér eru ekkert endilega hættulegri en annað kynlíf. Kynlífið með Indíönu Rós kynfræðingi er nýr vikulegur liður á Vísi. Í honum fræðir Indíana Rós lesendur um kynlíf og svarar spurningum frá lesendum. Ef þú vilt senda Indíönu Rós spurningu er hægt að finna spurningaform neðst í greininni. Það er samt mjög gott að muna að (líkt og með alla aðra kynhegðun) að endaþarmsmök þarf ekki að vera eitthvað sem þig langar að prófa og þú mátt alveg segja það. Það á enginn að suða í þér að prófa eitthvað sem þú hefur ekki áhuga á. Á sama tíma, þó það sé eitthvað sem þú hefur ekki áhuga á að stunda, þá er fullt af fólki sem er forvitið um endaþarmsmök, stundar reglulega endaþarmsmök og finnst það mjög næs og við þurfum ekki að hafa neinar skoðanir á því hvað annað fólk gerir við sinn líkama í kynlífi á milli tveggja, jú eða fleiri aðila, þar sem allir eru samþykkir og sáttir. Best er einnig að muna, eins og með alla kynhegðun,þá eykur kynfræðsla ekki líkurnar á að við förum og gerum þá hluti. En kynfræðsla, til dæmis um endaþarmsmök, eykur líkurnar á að ef þú ætlar að prófa, þá eru meiri líkur á að þú gerir það á öruggari hátt og upplifunin verði betri. En aftur yfir í endaþarmsmök. Mikilvægt er að fara hægt og rólega.Vísir/Getty Með endaþarmsmökum er átt við þegar fingur, kynlífstæki eða typpi fer inn í endaþarm eða endaþarmsopið er örvað t.d. með fingri eða munni. Það eru fullt af taugaendum í og við endaþarminn sem mörgum finnst gott að örva. Það eru þó nokkrir hlutir sem gott er að hafa í huga ef þú ætlar að prófa þig áfram á því svæði: Í fyrsta lagi: Farðu hægt og rólega! Í endaþarminum eru tveir hringvöðvar og er þeim stjórnað af mismunandi taugum, sá innri stjórnar sér sjálfur og við skipum honum ekki að slaka á. Þeim ytra getur þú stjórnað og getur „sagt honum” að slaka á. En í streituvaldandi aðstæðum er yfirleitt meiri vöðvaspenna í líkamanum og erfiðara að slaka á. Þess vegna er extra mikilvægt að fara rólega og gefa sér góðan tíma áður en þú ætlar að setja eitthvað inn í rassinn. Þá, ef planið er að setja typpi eða unaðstæki inn, er gott ráð að byrja á einum putta fyrst. Stoppaðu ef eitthvað er óþægilegt og ef þú ert að stunda kynlíf með öðrum, láttu alltaf vita. Ef þú ætlar að nota unaðstæki, þá er gott að fá sér unaðstæki sem sérstaklega er gert fyrir rassinn. Sleipiefni! Endaþarmurinn bleytir sig ekki sjálfur og þá er lykilatriði að nota sleipiefni. Gullna reglan er, ef þú heldur að þú sért með nóg sleipiefni, endilega bættu við! Sleipiefni eru mismunandi og oft er mælt með sleipiefni með sílikon grunni fyrir endaþarmsmök því þau endast yfirleitt lengur en þau sem hafavatnsgrunn. Mikilvægast er að hafa virðingu að leiðarljósi og ganga hægt um gleðinnar dyr!Vísir/Getty Smokkur! Húðin í endaþarminum er þunn og viðkvæm og eru þar af leiðandi auknar líkur á kynsjúkdómasmiti í endaþarmsmökum. Gott er að hafa í huga að olía gerir gat á smokka og því ekki gott að nota sleipiefni með olíugrunni. Farið líka reglulega í kynsjúkdómapróf! Þarf ég að þrífa inni í? Sum vilja gera það, en það þarf ekki. Að þrífa inni í endaþarminum, eða það sem á ensku er kallað douching, getur ert húðina innan í og því aukið líkur á kynsjúkdómasmitum. Einnig er ekki mælt með að þrífa endaþarminn of oft. Það er líka bara gott að hafa í huga að jú, kúkurinn á heima í rassinum,og ef þú ert að fikta í rassinum eru alveg líkur að það gæti komið kúkur á putta, tæki eða typpi. Þá er bara tilvalið að nota smokk eða latexhanska ef það veldur þér áhyggjum! Svo er mikilvægast ef þú ætlar að prófa þig áfram með öðrum aðila, að hafa virðingu að leiðarljósi og ganga hægt um gleðinnar dyr! Njótið!
Kynlífið með Indíönu Rós kynfræðingi er nýr vikulegur liður á Vísi. Í honum fræðir Indíana Rós lesendur um kynlíf og svarar spurningum frá lesendum. Ef þú vilt senda Indíönu Rós spurningu er hægt að finna spurningaform neðst í greininni.
Kynlífið með Indíönu Rós Kynlíf Mest lesið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Fleiri fréttir Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Sjá meira