Lygileg toppbarátta í Danmörku Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. maí 2024 23:30 Orri Steinn Óskarsson er stór ástæða þess að FCK getur orðið Danmerkurmeistari þriðja árið í röð. Getty Images/Lars Ronbog Þó úrslitakeppni Bestu deildar karla í fótbolta hafi ekki enn staðið undir væntingum og Íslandsmeistaratitillinn unnist nokkuð sannfærandi þá er ekki hægt að segja annað en svipað fyrirkomulag sé að gefa vel í Danmörku. Þar eru fjögur lið enn í bullandi baráttu um titilinn þegar þrjár umferðir eru til loka tímabils. Það urðu heldur betur sviptingar í deildinni um helgina þegar Orri Steinn Óskarsson hjálpaði FC Kaupmannahöfn að vinna 3-1 útisigur á Bröndby. Sá sigur skilaði meisturunum upp á topp töflunnar með 58 stig á meðan gulklætt lið Bröndby fór alla leið niður í 4. sæti en þó aðeins tveimur stigum á eftir toppliðunum tveimur. Sverrir Ingi Ingason og félagar unnu einnig sinn leik um helgina og eru jafnir toppliði FCK um þessar mundir á meðan Nordsjælland, sem vann einnig sinn leik um helgina, er líkt og Bröndby með 56 stig. Jonas Hebo Goldmann, sparkspekingur TV 2 Sports í Danmörku, segir toppbaráttuna þar í landi aldrei hafa verið jafn spennandi. „Það er magnað að sjá að þegar það eru þrjár umferðir eftir geta fjögur lið enn unnið titilinn. Það er enn ruglaðra að þrjú liðanna hafa örlögin í eign höndum.“ Goldmann segir að ríkjandi meistarar í FCK séu líklegastir til að hreppa hnossið eins og staðan er í dag en það á þó margt eftir að gerast. Hér að neðan má sjá hvaða leiki liðin eiga eftir. FCK á eftir Midtjylland (heima), AGF (úti) og Nordsjælland (heima). Midtjylland á eftir FCK (úti), Nordsjælland (úti) og Silkeborg (heima). Bröndby á eftir Nordsjælland (heima), Silkeborg (úti) og AGF (heima). Nordsjælland á eftir Bröndby (úti), Midtjylland (heima) og FCK (úti). Það er ljóst að margt getur breyst frá því nú og þegar flautað verður til leiksloka þann 26. maí þegar lokaumferð deildarinnar fer fram. Fótbolti Danski boltinn Mest lesið Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti Fleiri fréttir Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Sjá meira
Það urðu heldur betur sviptingar í deildinni um helgina þegar Orri Steinn Óskarsson hjálpaði FC Kaupmannahöfn að vinna 3-1 útisigur á Bröndby. Sá sigur skilaði meisturunum upp á topp töflunnar með 58 stig á meðan gulklætt lið Bröndby fór alla leið niður í 4. sæti en þó aðeins tveimur stigum á eftir toppliðunum tveimur. Sverrir Ingi Ingason og félagar unnu einnig sinn leik um helgina og eru jafnir toppliði FCK um þessar mundir á meðan Nordsjælland, sem vann einnig sinn leik um helgina, er líkt og Bröndby með 56 stig. Jonas Hebo Goldmann, sparkspekingur TV 2 Sports í Danmörku, segir toppbaráttuna þar í landi aldrei hafa verið jafn spennandi. „Það er magnað að sjá að þegar það eru þrjár umferðir eftir geta fjögur lið enn unnið titilinn. Það er enn ruglaðra að þrjú liðanna hafa örlögin í eign höndum.“ Goldmann segir að ríkjandi meistarar í FCK séu líklegastir til að hreppa hnossið eins og staðan er í dag en það á þó margt eftir að gerast. Hér að neðan má sjá hvaða leiki liðin eiga eftir. FCK á eftir Midtjylland (heima), AGF (úti) og Nordsjælland (heima). Midtjylland á eftir FCK (úti), Nordsjælland (úti) og Silkeborg (heima). Bröndby á eftir Nordsjælland (heima), Silkeborg (úti) og AGF (heima). Nordsjælland á eftir Bröndby (úti), Midtjylland (heima) og FCK (úti). Það er ljóst að margt getur breyst frá því nú og þegar flautað verður til leiksloka þann 26. maí þegar lokaumferð deildarinnar fer fram.
Fótbolti Danski boltinn Mest lesið Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti Fleiri fréttir Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Sjá meira