Áhorf á úrslit Eurovision hríðféll Sunna Sæmundsdóttir skrifar 13. maí 2024 12:04 Nemo frá Sviss fagnar sigri á Eurovision í ár. Mun færri horfðu nú en í fyrra. vísir/AP Áhorf á úrslitakvöld Eurovision hríðféll á milli ára. Tónlistafræðingur segir vanta gagnsæi um fjármögnun keppninnar sem sé hápólitísk þvert á markmið. Skipuleggjendur þurfi að líta í eigin barm. Meðaláhorf á úrslitakvöld Eurovision á laugardag var um þrjátíu og níu prósent samkvæmt bráðabirgðaáhorfstölum, eða aðeins meira en á undanúrslitin þegar það var þrjátíu og fimm prósent. Þetta er mikill munur á milli ára en í fyrra var meðaláhorf á úrslitin um sextíu prósent. Sé horft til meðaltals síðustu þriggja ára minnkaði áhorfið um þrjátíu og fjögur prósent. Arnar Eggert Thoroddsen, tónlistarfræðingur og gagnrýnandi, telur keppnina hafa verið hápólitíska og bendir á að ísraelsk fyrirtæki séu á meðal helstu styrktaraðila. „Það er einhvern veginn viðsjárvert andrúmsloft yfir keppninni. Er verið að kaupa sig inn í keppnina, hvað er eignlega í gangi?“ spyr Arnar og vísar meðal annars í brottvísun hins hollenska Joos Klein. Arnar Eggert Thoroddsen, tónlistarfræðingur, telur skipuleggjendur eiga að sjá til þess að ekki sé tilefni til þess að mótmæla.Vísir/Sigurjón „Keppandi er rekinn úr keppni og skýringar á því hvers vegna það gerðist halda ekki sérstaklega vel. Við sem viljum heyra músík og njóta söngvakeppni, að það sé verið að nýta þetta í menningarlegan hvítþvott af landi sem stendur í ömurlegum þjóðernishreinsunum, auðvitað virkar það ekkert. Og að banna þessi flögg og leyfa hin. Þetta er bara algjört bull,“ segir Arnar og vísar í að ekki hafi verið leyfilegt að bera til dæmis palestínska fánann. Íslenskir áhorfendur gáfu Ísrelum átta stig í símakosningunni en framlagið fékk ekkert stig frá dómnefndinni. Arnar telur enga pólitík þar að baki og segir dómara einangra lögin og rýna þau sem tónlist. Fleira kunni að spila inn í hjá áhorfendum. Biturt bragð í munni Arnar segir skipuleggjendur Eurovision þurfa að ráðast í aðgerðir til að aðskilja keppnina frá pólitík og tryggja gagnsæi um fjármögnun hennar. „Það er biturt bragð í munni ansi margra og manni finnst eins og það sé búið að eyðileggja ákveðinn hlut sem á einmitt að vera ópólitískur og snúast um tónlist,“ segir Arnar. Eurovision Fjölmiðlar Bíó og sjónvarp Ríkisútvarpið Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Erlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Erlent Fleiri fréttir Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Sjá meira
Meðaláhorf á úrslitakvöld Eurovision á laugardag var um þrjátíu og níu prósent samkvæmt bráðabirgðaáhorfstölum, eða aðeins meira en á undanúrslitin þegar það var þrjátíu og fimm prósent. Þetta er mikill munur á milli ára en í fyrra var meðaláhorf á úrslitin um sextíu prósent. Sé horft til meðaltals síðustu þriggja ára minnkaði áhorfið um þrjátíu og fjögur prósent. Arnar Eggert Thoroddsen, tónlistarfræðingur og gagnrýnandi, telur keppnina hafa verið hápólitíska og bendir á að ísraelsk fyrirtæki séu á meðal helstu styrktaraðila. „Það er einhvern veginn viðsjárvert andrúmsloft yfir keppninni. Er verið að kaupa sig inn í keppnina, hvað er eignlega í gangi?“ spyr Arnar og vísar meðal annars í brottvísun hins hollenska Joos Klein. Arnar Eggert Thoroddsen, tónlistarfræðingur, telur skipuleggjendur eiga að sjá til þess að ekki sé tilefni til þess að mótmæla.Vísir/Sigurjón „Keppandi er rekinn úr keppni og skýringar á því hvers vegna það gerðist halda ekki sérstaklega vel. Við sem viljum heyra músík og njóta söngvakeppni, að það sé verið að nýta þetta í menningarlegan hvítþvott af landi sem stendur í ömurlegum þjóðernishreinsunum, auðvitað virkar það ekkert. Og að banna þessi flögg og leyfa hin. Þetta er bara algjört bull,“ segir Arnar og vísar í að ekki hafi verið leyfilegt að bera til dæmis palestínska fánann. Íslenskir áhorfendur gáfu Ísrelum átta stig í símakosningunni en framlagið fékk ekkert stig frá dómnefndinni. Arnar telur enga pólitík þar að baki og segir dómara einangra lögin og rýna þau sem tónlist. Fleira kunni að spila inn í hjá áhorfendum. Biturt bragð í munni Arnar segir skipuleggjendur Eurovision þurfa að ráðast í aðgerðir til að aðskilja keppnina frá pólitík og tryggja gagnsæi um fjármögnun hennar. „Það er biturt bragð í munni ansi margra og manni finnst eins og það sé búið að eyðileggja ákveðinn hlut sem á einmitt að vera ópólitískur og snúast um tónlist,“ segir Arnar.
Eurovision Fjölmiðlar Bíó og sjónvarp Ríkisútvarpið Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Erlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Erlent Fleiri fréttir Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Sjá meira