Innlent

Telur á­standið á sauðfjárbúinu ekki eins slæmt og menn vilja vera láta

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
bylgjan-frettir_2024-Vísir-frétt-3x2@2x-100 1

Í hádegisfréttum verður rætt við settan yfirdýralækni MAST um ástandið á bænum í Borgarfirði þar sem ábúendur hafa verið harðlega gagnrýndir. 

Hann segir stofnunina hafa farið fram á úrbætur á bænum og að ábúendur fækki fé sínu, en segir ástandið þó ekki eins slæmt og sumir hafi viljað vera láta. 

Þá verður rætt við stjórnmálafræðing um nýjustu fylgiskönnunina fyrir komandi forsetakosningar en Halla Tómasdóttir tekur talsvert stökk upp á við í könnuninni. 

Einnig heyrum við í tónlistarspekingi um Eurovision en áhorfið á keppnina hríðféll þetta árið. 

Í íþróttapakkanum er síðan fjallað um ótrúlega stöðu í úrslitakeppni körfuboltans þar sem tveir oddaleikir eru framundan, á sama degi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×