NFL lið samdi við eineggja tvíbura sem spila sömu stöðu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. maí 2024 13:02 Jadon og Jaxon Janke eru hér með Garret Greenfield, sem var liðsfélagi þeirra í South Dakota State háskólaliðinu. Getty/ Justin Tafoya Tvíburarnir Jadon og Jaxon Janke fá nú tækifæri hjá NFL-liði þrátt fyrir að hafa ekki verið valdir í nýliðavalinu í vor. Houston Texans hefur samið við þá báða og þeir fá tækifæri til að sýna sig og sanna í æfingabúðum nýliða hjá félaginu. Það sem gerir þetta enn sérstakara eru að þeir eru eineggja tvíburar og spila líka sömu stöðu. Í raun munar bara einum staf á nafni þeirra. Annar er með d í nafinu sínu en hinn er með x. Identical twins Jadon and Jaxon Janke sign with Texans after going unselected in 2024 NFL Draft https://t.co/DOs4YkrLL6— ABC13 Houston (@abc13houston) May 6, 2024 Strákarnir stóðu sig mjög vel með South Dakota State University í háskólaboltanum. Þeir eru eldsnöggir útherjar. Þeir gera sér líka vel grein fyrir því að þeir eru nú í mikilli samkeppni við hvor annan um að komast inn í NFL-deildina. „Við erum alltaf að reyna að gera betur en hinn. Það skiptir ekki máli hvort að það er fótbolti, körfubolti, frjálsar íþróttir eða hafnabolti. Nefndu íþróttina og við erum klárir í keppni við hvorn annan,“ sagði Jadon við ABC News. „Tvíburar blómstra og standa sig best þegar þeir eru nálægt hvorum öðrum eða þegar þeir eru saman. Ef þú slítur þá í sundur og setur þá aðskilda í nýtt umhverfi, þá sýna tölurnar það að þeir gefa eftir,“ sagði Jaxon. Þeir hafa líka verið í sama liði síðan í öðrum bekk og þekkja ekkert annað. „Þannig er mál með vexti að rétt áður en við samþykktum að semja við Texans þá fékk Jaxon tilboð frá Seattle. Hann var nálægt því að ganga frá því,“ sagði Jadon. Tilboðið kom hins vegar frá Houston Texans og þeir völdu það. „Umboðsmaðurinn okkar segist aldrei hafa fengið svona samningsboð á sínum ferli og hann er búinn að vera í þessu í tuttugu ár. Mamma okkar var einstaklega ánægð með það að við værum að fara í þetta saman,“ sagði Jaxon. NFL Mest lesið Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Sport Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn Fótbolti Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Lögregla með rassíu hjá argentínska sambandinu Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Dagskráin í dag: Stórleikur í Meistaradeildinni og Bónus deildin Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Kounde kveikti í endurkomu Börsunga Dramatískur sigur Liverpool án Salah Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Bæjarar lentu undir en komu til baka Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Annar írskur sundmaður á Steraleikana Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 „Þegar kemur að mér fer fólk alltaf aðeins yfir strikið“ Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Einvígi Mbappé og Haaland í hættu Boða 44 ára afa á æfingar hjá NFL-liði Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Sjá meira
Houston Texans hefur samið við þá báða og þeir fá tækifæri til að sýna sig og sanna í æfingabúðum nýliða hjá félaginu. Það sem gerir þetta enn sérstakara eru að þeir eru eineggja tvíburar og spila líka sömu stöðu. Í raun munar bara einum staf á nafni þeirra. Annar er með d í nafinu sínu en hinn er með x. Identical twins Jadon and Jaxon Janke sign with Texans after going unselected in 2024 NFL Draft https://t.co/DOs4YkrLL6— ABC13 Houston (@abc13houston) May 6, 2024 Strákarnir stóðu sig mjög vel með South Dakota State University í háskólaboltanum. Þeir eru eldsnöggir útherjar. Þeir gera sér líka vel grein fyrir því að þeir eru nú í mikilli samkeppni við hvor annan um að komast inn í NFL-deildina. „Við erum alltaf að reyna að gera betur en hinn. Það skiptir ekki máli hvort að það er fótbolti, körfubolti, frjálsar íþróttir eða hafnabolti. Nefndu íþróttina og við erum klárir í keppni við hvorn annan,“ sagði Jadon við ABC News. „Tvíburar blómstra og standa sig best þegar þeir eru nálægt hvorum öðrum eða þegar þeir eru saman. Ef þú slítur þá í sundur og setur þá aðskilda í nýtt umhverfi, þá sýna tölurnar það að þeir gefa eftir,“ sagði Jaxon. Þeir hafa líka verið í sama liði síðan í öðrum bekk og þekkja ekkert annað. „Þannig er mál með vexti að rétt áður en við samþykktum að semja við Texans þá fékk Jaxon tilboð frá Seattle. Hann var nálægt því að ganga frá því,“ sagði Jadon. Tilboðið kom hins vegar frá Houston Texans og þeir völdu það. „Umboðsmaðurinn okkar segist aldrei hafa fengið svona samningsboð á sínum ferli og hann er búinn að vera í þessu í tuttugu ár. Mamma okkar var einstaklega ánægð með það að við værum að fara í þetta saman,“ sagði Jaxon.
NFL Mest lesið Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Sport Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn Fótbolti Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Lögregla með rassíu hjá argentínska sambandinu Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Dagskráin í dag: Stórleikur í Meistaradeildinni og Bónus deildin Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Kounde kveikti í endurkomu Börsunga Dramatískur sigur Liverpool án Salah Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Bæjarar lentu undir en komu til baka Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Annar írskur sundmaður á Steraleikana Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 „Þegar kemur að mér fer fólk alltaf aðeins yfir strikið“ Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Einvígi Mbappé og Haaland í hættu Boða 44 ára afa á æfingar hjá NFL-liði Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Sjá meira