Skilyrði að koma Borgarnesi á kortið Ólafur Björn Sverrisson skrifar 12. maí 2024 18:44 Borgarnes fékk að vera í aðalhlutverki í stigakynningu Friðriks Ómars. skjáskot Tónlistarmaðurinn Friðrik Ómar Hjörleifsson gerði það að skilyrði fyrir því að kynna stig Íslands í Eurovision, að fá að koma Borgarnesi á kortið í leiðinni. Þangað flutti hann fyrir ári síðan, nýtur sín vel og segir það merki um að hann sé að eldast og þroskast. Ísland reið ekki feitum hesti frá Eurovision í ár, síðasta sætið var niðurstaðan. Íslendingar áttu þó sinn fulltrúa á úrslitakvöldinu og gátu glaðst yfir frammistöðu Friðriks Ómars í stigakynningunni. Hann heilsaði frá „Borgarnes city“ og sendi strákunum kveðju. Það er óhætt að fullyrða að Friðrik hefði ekki lent í síðasta sæti í stigakynnakeppninni. Í samtali við Vísi segir Friðrik að tími hafi verið kominn til þess að annar staður en Reykjavík yrði í aðalhlutverki. „Þessa stundina var Borgarnes efst á blaði, ég hugsaði alveg um Dalvík. En Borgarnes var það núna, mér fannst það við hæfi. Vonandi tökum við bara hringinn næstu ár. Ég legg það til.“ Rétt er að áretta að stigin voru ekki kynnt í Borgarnesi, heldur í höfuðstöðvum Rúv í Efstaleitinu. Græna tjaldið breyttist í Borgarnes í útsendingunni. facebook Friðrik Ómar flutti í Borgarnes í byrjun þessa árs, eftir að hafa fest kaup á glæsilegu húsi þar. Hann ólst upp á Akureyri og Dalvík og sagði í viðtali við Vísi að hans innri sveitastrákur blómstri í smábæjarlífinu. Viðbrögðin stóðu ekki á sér í bænum enda ekki oft sem Borgarnes fær slíkan vettvang. „Hér er bara yndislegt að vera. Ég vinn mikið í bænum en þetta er 50 mínútna rúntur og maður tekur bara fundi í símanum á leiðinni og svona. Maður getur verið 50 mínútur úr Hafnarfirði niður í bæ, það er óþolandi. Þannig þetta er bara rosalega fínt,“ segir Friðrik. Hann hafði ekki svör á reiðum höndum þegar blaðamaður spurði hvers vegna Brogarnes hafi orðið fyrir valinu. „Það var ekkert planað, ég fylgdi bara einhverri tilfinningu. Fann hérna hús sem ég var alveg ástfanginn af, með frábært útsýni inn Borgarfjörðinn. Ætli ég sé ekki bara að eldast og þroskast. Að kunna að meta að geta horft á íslenska náttúru út um stofugluggann.“ Friðrik skilaði sömuleiðis kveðju á strákana sem voru að horfa á Eurovision í gær. „Það kom mér reyndar á óvart að tíu mínútum síðar kíki ég á símann minn og þá er fólk út um allan heim búið að senda manni skilaboð, þannig það er bara gaman. Það er auðvitað þvílíkur fjöldi að horfa.“ Eurovision Borgarbyggð Ástin og lífið Mest lesið „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Lífið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Lífið Opna Preppbarinn í Keflavík og bjóða 50% afslátt Lífið samstarf Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Fleiri fréttir Indversk pizza að hætti Rakelar Maríu Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Bananakaka með silkimjúku súkkulaðikremi Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Sjá meira
Ísland reið ekki feitum hesti frá Eurovision í ár, síðasta sætið var niðurstaðan. Íslendingar áttu þó sinn fulltrúa á úrslitakvöldinu og gátu glaðst yfir frammistöðu Friðriks Ómars í stigakynningunni. Hann heilsaði frá „Borgarnes city“ og sendi strákunum kveðju. Það er óhætt að fullyrða að Friðrik hefði ekki lent í síðasta sæti í stigakynnakeppninni. Í samtali við Vísi segir Friðrik að tími hafi verið kominn til þess að annar staður en Reykjavík yrði í aðalhlutverki. „Þessa stundina var Borgarnes efst á blaði, ég hugsaði alveg um Dalvík. En Borgarnes var það núna, mér fannst það við hæfi. Vonandi tökum við bara hringinn næstu ár. Ég legg það til.“ Rétt er að áretta að stigin voru ekki kynnt í Borgarnesi, heldur í höfuðstöðvum Rúv í Efstaleitinu. Græna tjaldið breyttist í Borgarnes í útsendingunni. facebook Friðrik Ómar flutti í Borgarnes í byrjun þessa árs, eftir að hafa fest kaup á glæsilegu húsi þar. Hann ólst upp á Akureyri og Dalvík og sagði í viðtali við Vísi að hans innri sveitastrákur blómstri í smábæjarlífinu. Viðbrögðin stóðu ekki á sér í bænum enda ekki oft sem Borgarnes fær slíkan vettvang. „Hér er bara yndislegt að vera. Ég vinn mikið í bænum en þetta er 50 mínútna rúntur og maður tekur bara fundi í símanum á leiðinni og svona. Maður getur verið 50 mínútur úr Hafnarfirði niður í bæ, það er óþolandi. Þannig þetta er bara rosalega fínt,“ segir Friðrik. Hann hafði ekki svör á reiðum höndum þegar blaðamaður spurði hvers vegna Brogarnes hafi orðið fyrir valinu. „Það var ekkert planað, ég fylgdi bara einhverri tilfinningu. Fann hérna hús sem ég var alveg ástfanginn af, með frábært útsýni inn Borgarfjörðinn. Ætli ég sé ekki bara að eldast og þroskast. Að kunna að meta að geta horft á íslenska náttúru út um stofugluggann.“ Friðrik skilaði sömuleiðis kveðju á strákana sem voru að horfa á Eurovision í gær. „Það kom mér reyndar á óvart að tíu mínútum síðar kíki ég á símann minn og þá er fólk út um allan heim búið að senda manni skilaboð, þannig það er bara gaman. Það er auðvitað þvílíkur fjöldi að horfa.“
Eurovision Borgarbyggð Ástin og lífið Mest lesið „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Lífið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Lífið Opna Preppbarinn í Keflavík og bjóða 50% afslátt Lífið samstarf Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Fleiri fréttir Indversk pizza að hætti Rakelar Maríu Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Bananakaka með silkimjúku súkkulaðikremi Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Sjá meira