Andri og Eiður mættir til Belgíu að semja Sindri Sverrisson skrifar 12. maí 2024 10:18 Andri Lucas Guðjohnsen er sonur Eiðs Smára Guðjohnsen sem hjálpar honum með næstu skref í atvinnumennskunni. Vísir/Samsett mynd Landsliðsframherjinn Andri Lucas Guðjohnsen er eftirsóttur enda markahæsti leikmaður dönsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta og hann mun nú eiga í viðræðum við belgíska félagið Gent. Andri Lucas skoraði sitt þrettánda deildarmark á leiktíðinni fyrir Lyngby í fyrrakvöld og virðist svo hafa skellt sér til Belgíu ásamt föður sínum, Eiði Smára Guðjohnsen, í samningaviðræður við forráðamenn Gent. Þetta fullyrðir belgíski miðillinn Het Laatste Nieuws sem segir jafnframt að Gent þurfi sárlega á sóknarmanni að halda, eftir að hafa missti Hugo Cuypers til Chicago Fire og Gift Orban til Lyon. Helsti félagsskiptafréttamaður heims, Fabrizio Romano, hefur einnig staðfest að Andri Lucas gæti verið á leiðinni í raðir Gent. 🚨🇮🇸 Excl: Belgian side Gent make contact with Andri Gudjohnsen to sign 22 year old striker who’s top scorer in Denmark this season.Gent are keen on signing Gudjohnsen and talks will follow to advance on this possible deal. pic.twitter.com/GOxd5UnpMH— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) May 12, 2024 Andri Lucas gæti þar með orðið þriðji ættliður Guðjohnsen-ættarinnar til þess að spila í Belgíu en þar spilaði Eiður fyrir Cercle og Club Brugge, og Arnór afi hans Lokeren og Anderlecht Andri Lucas, sem er 22 ára, kom til Lyngby að láni frá Norrköping í Svíþjóð í fyrrasumar en Lyngby tilkynnti svo í síðasta mánuði að félagið hefði keypt hann, og samið við hann til þriggja ára. Hlutirnir gerast því hratt hjá Andra sem hóf ferilinn með varaliði Real Madrid, eftir að hafa alist upp meðal annars hjá Barcelona og Real. Belgísku deildinni er skipt upp í þrennt á vorin eftir stöðu liða, og er Gent nú efst í miðjuhlutanum og nánast búið að tryggja sér efsta sætið þar, og þar með sæti í umspili Sambandsdeildar Evrópu. Sex lið eru í efsta hlutanum og því má segja að Gent hafi verið sjöunda besta liðið í Belgíu á leiktíðinni. Danski boltinn Belgíski boltinn Tengdar fréttir Andri Lucas fékk kanilstykki í verðlaun Andri Lucas Guðjohnsen skoraði sitt þrettánda mark fyrir Lyngby í gær og er markahæstur í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Því var vel fagnað í klefanum eftir 2-1 sigurinn gegn OB í gær, og Andri Lucas er staðráðinn í að verða markakóngur. 11. maí 2024 12:01 Andri skoraði og er markahæstur í Danmörku Íslensku leikmennirnir hjá Lyngby komu mikið við sögu þegar liðið vann gríðarlega mikilvægan sigur á OB, 1-2, í dönsku úrvalsdeildinni í kvöld. 10. maí 2024 19:00 Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Í beinni: Man. City - Liverpool | Risaleikur á Etihad Enski boltinn Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Fleiri fréttir Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Í beinni: Man. City - Liverpool | Risaleikur á Etihad Í beinni: Rayo Vallecano - Real Madrid | Geta styrkt stöðuna á toppnum Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Sjá meira
Andri Lucas skoraði sitt þrettánda deildarmark á leiktíðinni fyrir Lyngby í fyrrakvöld og virðist svo hafa skellt sér til Belgíu ásamt föður sínum, Eiði Smára Guðjohnsen, í samningaviðræður við forráðamenn Gent. Þetta fullyrðir belgíski miðillinn Het Laatste Nieuws sem segir jafnframt að Gent þurfi sárlega á sóknarmanni að halda, eftir að hafa missti Hugo Cuypers til Chicago Fire og Gift Orban til Lyon. Helsti félagsskiptafréttamaður heims, Fabrizio Romano, hefur einnig staðfest að Andri Lucas gæti verið á leiðinni í raðir Gent. 🚨🇮🇸 Excl: Belgian side Gent make contact with Andri Gudjohnsen to sign 22 year old striker who’s top scorer in Denmark this season.Gent are keen on signing Gudjohnsen and talks will follow to advance on this possible deal. pic.twitter.com/GOxd5UnpMH— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) May 12, 2024 Andri Lucas gæti þar með orðið þriðji ættliður Guðjohnsen-ættarinnar til þess að spila í Belgíu en þar spilaði Eiður fyrir Cercle og Club Brugge, og Arnór afi hans Lokeren og Anderlecht Andri Lucas, sem er 22 ára, kom til Lyngby að láni frá Norrköping í Svíþjóð í fyrrasumar en Lyngby tilkynnti svo í síðasta mánuði að félagið hefði keypt hann, og samið við hann til þriggja ára. Hlutirnir gerast því hratt hjá Andra sem hóf ferilinn með varaliði Real Madrid, eftir að hafa alist upp meðal annars hjá Barcelona og Real. Belgísku deildinni er skipt upp í þrennt á vorin eftir stöðu liða, og er Gent nú efst í miðjuhlutanum og nánast búið að tryggja sér efsta sætið þar, og þar með sæti í umspili Sambandsdeildar Evrópu. Sex lið eru í efsta hlutanum og því má segja að Gent hafi verið sjöunda besta liðið í Belgíu á leiktíðinni.
Danski boltinn Belgíski boltinn Tengdar fréttir Andri Lucas fékk kanilstykki í verðlaun Andri Lucas Guðjohnsen skoraði sitt þrettánda mark fyrir Lyngby í gær og er markahæstur í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Því var vel fagnað í klefanum eftir 2-1 sigurinn gegn OB í gær, og Andri Lucas er staðráðinn í að verða markakóngur. 11. maí 2024 12:01 Andri skoraði og er markahæstur í Danmörku Íslensku leikmennirnir hjá Lyngby komu mikið við sögu þegar liðið vann gríðarlega mikilvægan sigur á OB, 1-2, í dönsku úrvalsdeildinni í kvöld. 10. maí 2024 19:00 Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Í beinni: Man. City - Liverpool | Risaleikur á Etihad Enski boltinn Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Fleiri fréttir Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Í beinni: Man. City - Liverpool | Risaleikur á Etihad Í beinni: Rayo Vallecano - Real Madrid | Geta styrkt stöðuna á toppnum Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Sjá meira
Andri Lucas fékk kanilstykki í verðlaun Andri Lucas Guðjohnsen skoraði sitt þrettánda mark fyrir Lyngby í gær og er markahæstur í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Því var vel fagnað í klefanum eftir 2-1 sigurinn gegn OB í gær, og Andri Lucas er staðráðinn í að verða markakóngur. 11. maí 2024 12:01
Andri skoraði og er markahæstur í Danmörku Íslensku leikmennirnir hjá Lyngby komu mikið við sögu þegar liðið vann gríðarlega mikilvægan sigur á OB, 1-2, í dönsku úrvalsdeildinni í kvöld. 10. maí 2024 19:00