93 ára og 90 ára söngfuglar á Suðurlandi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 11. maí 2024 20:22 Ingibjörg Helga Guðmundsdóttir 90 ára félagi í Hörpukórnum á Selfossi (frá vinstri) og Steinunn Aðalbjörg Eyjólfsdóttir 93 ára félagi í Hörpukórnum á Selfossi. Þær eru báðar alltaf svo hressar og kátar og finnst fátt skemmtilegra en að syngja með Hörpukórnum. Stjórnandi kórsins er Stefán Þorleifsson. Magnús Hlynur Hreiðarsson Þú ert aldrei of gamall eða gömul til að syngja í kór en það þekkir Ingibjörg Helga, sem er 90 ára og Steinunn Aðalbjörg, sem er 93 ára og syngja saman í kór á Selfossi og Reynir, sem er 90 ár og syngur í kór í Vík í Mýrdal. Hér er ég mættu á æfingu hjá Hörpukórnum á Selfossi en það er fjölmennur kór eldri borgara, sem vekur alls staðar athygli þar sem hann kemur fram. Tvær í kórnum kalla ekki allt ömmu sína þegar kemur að söng og háum aldri í kór. Ingibjörg Helga hefur sungið í kór frá því að hún var 15 ára og Steinunn Aðalbjörg frá því að hún var 20 ára. En hvað er söngurinn að gefa þeim? „Bara léttir lífið, bara gleði og ánægju, ekkert annað. Þetta er frábær og dásamlegur kór, það er yndislegt að fá að syngja með svona glöðu fólki og góður söngstjóri, léttur og kátur,” segja þær stöllur. Og ætlið þið bara að halda áfram að syngja þangað til að yfir líkur? „Já, já, á meðan röddin gefur sig ekki, þá höldum við áfram alveg ótrauðar.” Hörpukórinn á Selfossi, sem er skipaður eldri borgurum í bæjarfélaginu. Stjórnandi er Stefán Þorleifsson.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og þá er það Kammerkórinn í Vík í Mýrdal, sem er að gera góða hluti en þar er Reynir Ragnarsson, fyrrverandi lögreglumaður í Vík í kórnum en hann syngur í þremur öðrum kórum á svæðinu. „Ég má þakka fyrir hvað ég hef röddina enn þá. Söngurinn gefur mér gríðarlega mikið enda hef ég alltaf haft gaman af söng og vil helst alltaf vera þar sem verið er að syngja,” segir Reynir. Reynir Ragnarsson, sem er 90 ára félagi í Kammerkórnum í Vík í Mýrdal en hann syngur í þremur öðrum kórum á svæðinu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og þú ætlar að halda áfram að syngja? „Já meðan ég hef rödd til þess þá geri ég það og hef gaman af því og á meðan fólk vill hafa mig í kórnum með sér,” segir Reynir hlægjandi. Kammerkórinn í Vík í Mýrdal þar sem Reynir er einn af félögum kórsins. Stjórnandi kórsins er Alexandra Chernyshova.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Mýrdalshreppur Eldri borgarar Kórar Mest lesið Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Lífið Ísland fékk stig frá þessum löndum Lífið Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Lífið Felix kveður Eurovision Lífið Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Lífið 50+: „Það þykir ekki töff að segjast vera einmana“ Áskorun Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Lífið Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Lífið Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Lífið Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Lífið Fleiri fréttir Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Sjá meira
Hér er ég mættu á æfingu hjá Hörpukórnum á Selfossi en það er fjölmennur kór eldri borgara, sem vekur alls staðar athygli þar sem hann kemur fram. Tvær í kórnum kalla ekki allt ömmu sína þegar kemur að söng og háum aldri í kór. Ingibjörg Helga hefur sungið í kór frá því að hún var 15 ára og Steinunn Aðalbjörg frá því að hún var 20 ára. En hvað er söngurinn að gefa þeim? „Bara léttir lífið, bara gleði og ánægju, ekkert annað. Þetta er frábær og dásamlegur kór, það er yndislegt að fá að syngja með svona glöðu fólki og góður söngstjóri, léttur og kátur,” segja þær stöllur. Og ætlið þið bara að halda áfram að syngja þangað til að yfir líkur? „Já, já, á meðan röddin gefur sig ekki, þá höldum við áfram alveg ótrauðar.” Hörpukórinn á Selfossi, sem er skipaður eldri borgurum í bæjarfélaginu. Stjórnandi er Stefán Þorleifsson.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og þá er það Kammerkórinn í Vík í Mýrdal, sem er að gera góða hluti en þar er Reynir Ragnarsson, fyrrverandi lögreglumaður í Vík í kórnum en hann syngur í þremur öðrum kórum á svæðinu. „Ég má þakka fyrir hvað ég hef röddina enn þá. Söngurinn gefur mér gríðarlega mikið enda hef ég alltaf haft gaman af söng og vil helst alltaf vera þar sem verið er að syngja,” segir Reynir. Reynir Ragnarsson, sem er 90 ára félagi í Kammerkórnum í Vík í Mýrdal en hann syngur í þremur öðrum kórum á svæðinu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og þú ætlar að halda áfram að syngja? „Já meðan ég hef rödd til þess þá geri ég það og hef gaman af því og á meðan fólk vill hafa mig í kórnum með sér,” segir Reynir hlægjandi. Kammerkórinn í Vík í Mýrdal þar sem Reynir er einn af félögum kórsins. Stjórnandi kórsins er Alexandra Chernyshova.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Mýrdalshreppur Eldri borgarar Kórar Mest lesið Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Lífið Ísland fékk stig frá þessum löndum Lífið Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Lífið Felix kveður Eurovision Lífið Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Lífið 50+: „Það þykir ekki töff að segjast vera einmana“ Áskorun Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Lífið Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Lífið Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Lífið Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Lífið Fleiri fréttir Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Sjá meira