93 ára og 90 ára söngfuglar á Suðurlandi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 11. maí 2024 20:22 Ingibjörg Helga Guðmundsdóttir 90 ára félagi í Hörpukórnum á Selfossi (frá vinstri) og Steinunn Aðalbjörg Eyjólfsdóttir 93 ára félagi í Hörpukórnum á Selfossi. Þær eru báðar alltaf svo hressar og kátar og finnst fátt skemmtilegra en að syngja með Hörpukórnum. Stjórnandi kórsins er Stefán Þorleifsson. Magnús Hlynur Hreiðarsson Þú ert aldrei of gamall eða gömul til að syngja í kór en það þekkir Ingibjörg Helga, sem er 90 ára og Steinunn Aðalbjörg, sem er 93 ára og syngja saman í kór á Selfossi og Reynir, sem er 90 ár og syngur í kór í Vík í Mýrdal. Hér er ég mættu á æfingu hjá Hörpukórnum á Selfossi en það er fjölmennur kór eldri borgara, sem vekur alls staðar athygli þar sem hann kemur fram. Tvær í kórnum kalla ekki allt ömmu sína þegar kemur að söng og háum aldri í kór. Ingibjörg Helga hefur sungið í kór frá því að hún var 15 ára og Steinunn Aðalbjörg frá því að hún var 20 ára. En hvað er söngurinn að gefa þeim? „Bara léttir lífið, bara gleði og ánægju, ekkert annað. Þetta er frábær og dásamlegur kór, það er yndislegt að fá að syngja með svona glöðu fólki og góður söngstjóri, léttur og kátur,” segja þær stöllur. Og ætlið þið bara að halda áfram að syngja þangað til að yfir líkur? „Já, já, á meðan röddin gefur sig ekki, þá höldum við áfram alveg ótrauðar.” Hörpukórinn á Selfossi, sem er skipaður eldri borgurum í bæjarfélaginu. Stjórnandi er Stefán Þorleifsson.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og þá er það Kammerkórinn í Vík í Mýrdal, sem er að gera góða hluti en þar er Reynir Ragnarsson, fyrrverandi lögreglumaður í Vík í kórnum en hann syngur í þremur öðrum kórum á svæðinu. „Ég má þakka fyrir hvað ég hef röddina enn þá. Söngurinn gefur mér gríðarlega mikið enda hef ég alltaf haft gaman af söng og vil helst alltaf vera þar sem verið er að syngja,” segir Reynir. Reynir Ragnarsson, sem er 90 ára félagi í Kammerkórnum í Vík í Mýrdal en hann syngur í þremur öðrum kórum á svæðinu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og þú ætlar að halda áfram að syngja? „Já meðan ég hef rödd til þess þá geri ég það og hef gaman af því og á meðan fólk vill hafa mig í kórnum með sér,” segir Reynir hlægjandi. Kammerkórinn í Vík í Mýrdal þar sem Reynir er einn af félögum kórsins. Stjórnandi kórsins er Alexandra Chernyshova.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Mýrdalshreppur Eldri borgarar Kórar Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Fleiri fréttir Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Sjá meira
Hér er ég mættu á æfingu hjá Hörpukórnum á Selfossi en það er fjölmennur kór eldri borgara, sem vekur alls staðar athygli þar sem hann kemur fram. Tvær í kórnum kalla ekki allt ömmu sína þegar kemur að söng og háum aldri í kór. Ingibjörg Helga hefur sungið í kór frá því að hún var 15 ára og Steinunn Aðalbjörg frá því að hún var 20 ára. En hvað er söngurinn að gefa þeim? „Bara léttir lífið, bara gleði og ánægju, ekkert annað. Þetta er frábær og dásamlegur kór, það er yndislegt að fá að syngja með svona glöðu fólki og góður söngstjóri, léttur og kátur,” segja þær stöllur. Og ætlið þið bara að halda áfram að syngja þangað til að yfir líkur? „Já, já, á meðan röddin gefur sig ekki, þá höldum við áfram alveg ótrauðar.” Hörpukórinn á Selfossi, sem er skipaður eldri borgurum í bæjarfélaginu. Stjórnandi er Stefán Þorleifsson.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og þá er það Kammerkórinn í Vík í Mýrdal, sem er að gera góða hluti en þar er Reynir Ragnarsson, fyrrverandi lögreglumaður í Vík í kórnum en hann syngur í þremur öðrum kórum á svæðinu. „Ég má þakka fyrir hvað ég hef röddina enn þá. Söngurinn gefur mér gríðarlega mikið enda hef ég alltaf haft gaman af söng og vil helst alltaf vera þar sem verið er að syngja,” segir Reynir. Reynir Ragnarsson, sem er 90 ára félagi í Kammerkórnum í Vík í Mýrdal en hann syngur í þremur öðrum kórum á svæðinu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og þú ætlar að halda áfram að syngja? „Já meðan ég hef rödd til þess þá geri ég það og hef gaman af því og á meðan fólk vill hafa mig í kórnum með sér,” segir Reynir hlægjandi. Kammerkórinn í Vík í Mýrdal þar sem Reynir er einn af félögum kórsins. Stjórnandi kórsins er Alexandra Chernyshova.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Mýrdalshreppur Eldri borgarar Kórar Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Fleiri fréttir Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Sjá meira