„Bangsar eru í raun partur af fjölskyldunni“ Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 10. maí 2024 21:01 Eyja Sigríður, bangsalæknir, með bangsa sem hún saumaði sjálf nýverið. Vísir/Arnar Ekkert verkefni er ómögulegt fyrir Bangsalækninn svokallaða. Að hennar mati eru bangsar partur af fjölskyldunni og fátt veitir henni meiri gleði en að gera þá eins og nýja. Eyja Sigríður Aðalsteinsdóttir hefur alla tíð haft áhuga á saumaskap og sjö ára gömul saumaði hún sinn fyrsta bangsa. Hún stofnaði nýlega Facebook síðuna Eyja bangsalæknir en hún tekur að sér að hjúkra mjúkdýrum sem þurfa á hverskyns aðhlynningu að halda. Verkefnin eru allt frá góðum þvotti og blettahreinsun upp í meiriháttar saumaskap. Þessa dagana er Eyja að hlúa að bangsa sem hefur fengið mikla ást í gegnum árin. „Þetta er Mína Mús, hún er jafn gömul og ég, 27 ára. Hún er mjög vel farin en það voru komin göt og fötin vantaði.“ Talsvert mikil vinna hefur farið í að gera upp hina 27 ára gömlu Mínu Mús, sem meðal annars fékk handmálað kjól frá Bangsalækninum.Aðsend Það reyndist þó þrautinni þyngra að finna rétta efnið í fötin sem þurfti að vera rautt með hvítum doppum. Eyja dó þó ekki ráðalaus. „Ég endaði á að handmála það. Ég gerði stimpla og notaði svo pensla til að dekkja doppurnar.“ Bangsar partur af fjölskyldunni Svona verkefni taka alveg upp í fjóra til fimm daga. Sumir kunna mögulega að spyrja sig hvort það væri ekki hreinlega einfaldast að kaupa nýjan bangsa, en Eyja er ekki á því. „Bangsar eru í raun partur af fjölskyldunni. Nýir bangsar eru ekki sömu bangsarnir. Þeir líta eins út en það er ekki þessi tengsl, ekki þessi ást sem fylgir.“ Uppáhalds verkefnið sem Eyja hefur tekið á sér er þessi kanína. Aðspurð um hvert sé uppáhalds verkefnið hingað til nefnir Eyja þessa kanínu.Aðsend „Hún var alveg grá. Feldurinn var svo skítugur, hún hafði aldrei farið í þvott. Það tók þrjá daga að gera þetta en í lokin var hún eins og ný.“ Ástin og lífið Mest lesið „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Lífið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Lífið Opna Preppbarinn í Keflavík og bjóða 50% afslátt Lífið samstarf Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Fleiri fréttir Indversk pizza að hætti Rakelar Maríu Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Bananakaka með silkimjúku súkkulaðikremi Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Sjá meira
Eyja Sigríður Aðalsteinsdóttir hefur alla tíð haft áhuga á saumaskap og sjö ára gömul saumaði hún sinn fyrsta bangsa. Hún stofnaði nýlega Facebook síðuna Eyja bangsalæknir en hún tekur að sér að hjúkra mjúkdýrum sem þurfa á hverskyns aðhlynningu að halda. Verkefnin eru allt frá góðum þvotti og blettahreinsun upp í meiriháttar saumaskap. Þessa dagana er Eyja að hlúa að bangsa sem hefur fengið mikla ást í gegnum árin. „Þetta er Mína Mús, hún er jafn gömul og ég, 27 ára. Hún er mjög vel farin en það voru komin göt og fötin vantaði.“ Talsvert mikil vinna hefur farið í að gera upp hina 27 ára gömlu Mínu Mús, sem meðal annars fékk handmálað kjól frá Bangsalækninum.Aðsend Það reyndist þó þrautinni þyngra að finna rétta efnið í fötin sem þurfti að vera rautt með hvítum doppum. Eyja dó þó ekki ráðalaus. „Ég endaði á að handmála það. Ég gerði stimpla og notaði svo pensla til að dekkja doppurnar.“ Bangsar partur af fjölskyldunni Svona verkefni taka alveg upp í fjóra til fimm daga. Sumir kunna mögulega að spyrja sig hvort það væri ekki hreinlega einfaldast að kaupa nýjan bangsa, en Eyja er ekki á því. „Bangsar eru í raun partur af fjölskyldunni. Nýir bangsar eru ekki sömu bangsarnir. Þeir líta eins út en það er ekki þessi tengsl, ekki þessi ást sem fylgir.“ Uppáhalds verkefnið sem Eyja hefur tekið á sér er þessi kanína. Aðspurð um hvert sé uppáhalds verkefnið hingað til nefnir Eyja þessa kanínu.Aðsend „Hún var alveg grá. Feldurinn var svo skítugur, hún hafði aldrei farið í þvott. Það tók þrjá daga að gera þetta en í lokin var hún eins og ný.“
Ástin og lífið Mest lesið „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Lífið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Lífið Opna Preppbarinn í Keflavík og bjóða 50% afslátt Lífið samstarf Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Fleiri fréttir Indversk pizza að hætti Rakelar Maríu Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Bananakaka með silkimjúku súkkulaðikremi Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Sjá meira