Kveðjuleikur Klopp í hættu? | „Meðvitaður um stöðuna“ Aron Guðmundsson skrifar 10. maí 2024 13:31 Jurgen Klopp á aðeins tvo leiki eftir í starfi sínu sem knattspyrnustjóri Liverpool Vísir/Getty Fari svo að Jurgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, fái gult spjald í leik Liverpool á móti Aston Villa á mánudaginn kemur er ljóst að hann mun ekki geta verið á hliðarlínunni í síðasta leik sínum á Anfield gegn Wolves í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar. Reglur enska knattspyrnusambandsins í þessum efnum eru skýrar og er farið yfir stöðuna í umfjöllun á vegum The Athletic. Fari svo að knattspyrnustjóri safni saman þremur gulum spjöldum fer hann sjálfkrafa í eins leiks bann. Verði gulu spjöldin svo sex talsins á einhverjum tímapunkti, á meðan á tímabilinu stendur, fer umræddur stjóri í tveggja leikja bann. Eftir því sem gulu spjöldunum fjölgar verður refsingin svo þyngri og þyngri og sértu snælduvitlaus á hliðarlínunni og safnar saman tólf gulum spjöldum er ljóst að þú verður dreginn fyrir dóm knattspyrnusambandsins og átt yfir höfði þér ákæru fyrir misferli. Góðu fréttirnar fyrir stuðningsmenn Liverpool eru hins vegar þær að Klopp, sem hefur fengið að líta tvö gul spjöld á tímabilinu, er meðvitaður um stöðuna og mun reyna sitt allra besta í því að halda sig á mottunni í komandi leik gegn Aston Villa. „Ég hef verið meðvitaður um stöðuna til lengri tíma núna,“ segir Klopp aðspurður um stöðu sína á tveimur gulum spjöldum og mögulegt bann með einu slíku til viðbótar. „Við gætum snúið þessu við og sagt að ég hafi aðeins fengið tvö gul spjöld á tímabilinu. Nokkrir af kollegum mínum hafa verið settir í bann er það ekki? Ég hef róast með árunum. Ég þarf svo sem ekki að vera á hliðarlínunni á lokadegi tímabilsins en það væri kúl. Ég mun reyna mitt allra besta til að blandast ekki í einhverjar deilur.“ Margir á hættusvæði Jurgen Klopp er ekki eini knattspyrnustjóri deildarinnar sem þarf að feta veg góðrar háttsemi og stillu til að koma í veg fyrir bann í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar. Knattspyrnustjórar á borð við Mikel Arteta hjá Arsenal, David Moyes hjá West Ham, Ange Postecoglou hjá Tottenham, Thomas Frank hjá Brentford, Andoni Iraola hjá Bournemouth, Gary O´Neil hjá Wolves og Nuno Espirito Santo hjá Nottingham Forest eru allir á hættusvæði með tvö gul spjöld á bakinu. Þá er Roberto De Zerbi á hættusvæði með fimm gul spjöld á bakinu. Eitt til viðbótar sendir hann í tveggja leikja bann. Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Í beinni: FH - KR | Fyrsti grasleikur sumarsins Íslenski boltinn Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Arsenal - Crystal Palace | Palace getur tryggt Liverpool titilinn Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Sjá meira
Reglur enska knattspyrnusambandsins í þessum efnum eru skýrar og er farið yfir stöðuna í umfjöllun á vegum The Athletic. Fari svo að knattspyrnustjóri safni saman þremur gulum spjöldum fer hann sjálfkrafa í eins leiks bann. Verði gulu spjöldin svo sex talsins á einhverjum tímapunkti, á meðan á tímabilinu stendur, fer umræddur stjóri í tveggja leikja bann. Eftir því sem gulu spjöldunum fjölgar verður refsingin svo þyngri og þyngri og sértu snælduvitlaus á hliðarlínunni og safnar saman tólf gulum spjöldum er ljóst að þú verður dreginn fyrir dóm knattspyrnusambandsins og átt yfir höfði þér ákæru fyrir misferli. Góðu fréttirnar fyrir stuðningsmenn Liverpool eru hins vegar þær að Klopp, sem hefur fengið að líta tvö gul spjöld á tímabilinu, er meðvitaður um stöðuna og mun reyna sitt allra besta í því að halda sig á mottunni í komandi leik gegn Aston Villa. „Ég hef verið meðvitaður um stöðuna til lengri tíma núna,“ segir Klopp aðspurður um stöðu sína á tveimur gulum spjöldum og mögulegt bann með einu slíku til viðbótar. „Við gætum snúið þessu við og sagt að ég hafi aðeins fengið tvö gul spjöld á tímabilinu. Nokkrir af kollegum mínum hafa verið settir í bann er það ekki? Ég hef róast með árunum. Ég þarf svo sem ekki að vera á hliðarlínunni á lokadegi tímabilsins en það væri kúl. Ég mun reyna mitt allra besta til að blandast ekki í einhverjar deilur.“ Margir á hættusvæði Jurgen Klopp er ekki eini knattspyrnustjóri deildarinnar sem þarf að feta veg góðrar háttsemi og stillu til að koma í veg fyrir bann í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar. Knattspyrnustjórar á borð við Mikel Arteta hjá Arsenal, David Moyes hjá West Ham, Ange Postecoglou hjá Tottenham, Thomas Frank hjá Brentford, Andoni Iraola hjá Bournemouth, Gary O´Neil hjá Wolves og Nuno Espirito Santo hjá Nottingham Forest eru allir á hættusvæði með tvö gul spjöld á bakinu. Þá er Roberto De Zerbi á hættusvæði með fimm gul spjöld á bakinu. Eitt til viðbótar sendir hann í tveggja leikja bann.
Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Í beinni: FH - KR | Fyrsti grasleikur sumarsins Íslenski boltinn Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Arsenal - Crystal Palace | Palace getur tryggt Liverpool titilinn Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Sjá meira