Páfiðrildi við Krónuna í Skeifunni Lovísa Arnardóttir skrifar 10. maí 2024 10:22 Páfiðrildið er afar fallegt. Mynd/Sigfús Axfjörð Sigfússon Í gær náðust myndir af fallegu rauðbrúnu fiðrildi við Krónuna í Skeifunni. Samkvæmt upplýsingum frá Náttúrufræðistofnun Íslands er um að ræða páfriðlidi eða Aglais io. „Berst nokkuð reglulega til landsins með innfluttum vörum,“ segir Matthías Alfreðsson skordýrafræðingur stofnunarinnar í pósti til fréttastofu. Á vef Náttúrufræðistofnunar segir um páfiðrildi að þau séu útbreidd í Evrópu allt norður til miðbiks Skandinavíu og suður til Miðjarðarhafs, austur um tempruð belti Asíu til Japans; Færeyjar. Þá kemur fram að fiðrildin hafi fundist víða á höfuðborgarsvæðinu en einnig í Þorlákshöfn, á Skagaströnd og Siglufirði. Engin dæmi eru um að þau hafi borist til landsins á eigin vængjum með vindum. Fyrsti skráði fundurinn er frá árinu 1938 en flest hafa fundist síðustu fjóra áratugina. Flest fundust sjö árið 1996. Hringlaga blettir fanga augu áhorfandans. Mynd/Sigfús Axfjörð Sigfússon Fram kemur að flest hafi þau borist síðsumars eða á venjulegum flugtíma tegundarinnar en páfiðrildin koma úr púpum sínum eftir miðjan júlí og nær fjöldinn hámarki fyrri hluta ágúst. Í umfjöllun Náttúrufræðistofnunar segir að þegar páfiðrildin berist hingað til lands, og til nágrannalanda okkar, finnist þau ekki síst í nágrenni skipahafna eða í vöruskemmum. „Páfiðrildi eru stór og einkar falleg fiðrildi með mikið vænghaf og einkennandi litmynstur á ryðrauðum vængjum. Hringlaga blettir fanga augu áhorfandans, einn á hverjum væng, með bláum lit svo helst minnir á augu eða bletti á fögru stéli páfuglshana. Af þeirri samlíkingu er heiti fiðrildisins dregið á íslensku og fleiri tungum,“ segir að lokum. Nánar er hægt að kynna sér páfiðrildið hér á vef Náttúrufræðistofnunar. Skordýr Dýr Reykjavík Mest lesið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Seldist upp á einni mínútu Lífið Halla forseti rokkar svart og hvítt Tíska og hönnun Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Bíó og sjónvarp Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Lífið Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Lífið Drengurinn skal heita Ezra Lífið Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Lífið Fleiri fréttir „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Sjá meira
„Berst nokkuð reglulega til landsins með innfluttum vörum,“ segir Matthías Alfreðsson skordýrafræðingur stofnunarinnar í pósti til fréttastofu. Á vef Náttúrufræðistofnunar segir um páfiðrildi að þau séu útbreidd í Evrópu allt norður til miðbiks Skandinavíu og suður til Miðjarðarhafs, austur um tempruð belti Asíu til Japans; Færeyjar. Þá kemur fram að fiðrildin hafi fundist víða á höfuðborgarsvæðinu en einnig í Þorlákshöfn, á Skagaströnd og Siglufirði. Engin dæmi eru um að þau hafi borist til landsins á eigin vængjum með vindum. Fyrsti skráði fundurinn er frá árinu 1938 en flest hafa fundist síðustu fjóra áratugina. Flest fundust sjö árið 1996. Hringlaga blettir fanga augu áhorfandans. Mynd/Sigfús Axfjörð Sigfússon Fram kemur að flest hafi þau borist síðsumars eða á venjulegum flugtíma tegundarinnar en páfiðrildin koma úr púpum sínum eftir miðjan júlí og nær fjöldinn hámarki fyrri hluta ágúst. Í umfjöllun Náttúrufræðistofnunar segir að þegar páfiðrildin berist hingað til lands, og til nágrannalanda okkar, finnist þau ekki síst í nágrenni skipahafna eða í vöruskemmum. „Páfiðrildi eru stór og einkar falleg fiðrildi með mikið vænghaf og einkennandi litmynstur á ryðrauðum vængjum. Hringlaga blettir fanga augu áhorfandans, einn á hverjum væng, með bláum lit svo helst minnir á augu eða bletti á fögru stéli páfuglshana. Af þeirri samlíkingu er heiti fiðrildisins dregið á íslensku og fleiri tungum,“ segir að lokum. Nánar er hægt að kynna sér páfiðrildið hér á vef Náttúrufræðistofnunar.
Skordýr Dýr Reykjavík Mest lesið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Seldist upp á einni mínútu Lífið Halla forseti rokkar svart og hvítt Tíska og hönnun Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Bíó og sjónvarp Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Lífið Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Lífið Drengurinn skal heita Ezra Lífið Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Lífið Fleiri fréttir „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Sjá meira