„Þetta var bara sturlað“ Siggeir Ævarsson skrifar 8. maí 2024 21:46 Jóhann Þór hafði ástæðu til að glotta í kvöld (þó svo að myndin hafi reyndar verið tekin í síðasta leik) Vísir/Hulda Margrét Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, var mættur í viðtal til Andra Más Eggertssonar eftir stórsigur á Keflavík í kvöld, 96-71. Keflvíkingar sáu eiginlega aldrei til sólar nema kannski rétt í byrjun. Aðspurður hvort þetta hefði verið besti leikurinn í einvíginu sagði Jóhann svo vera. „Að okkar hálfu klárlega. Síðustu fimm í þriðja og fyrstu fimm í fjórða bara geggjaðir. Varnarlega mjög góðir og fengum auðveldar körfur og það var bara góður taktur í þessu. Spiluðum bara mjög vel.“ Grindvíkingar virtust vera hárrétt innstilltir í kvöld, afar skilvirkir á báðum endum vallarins. „Algjörlega. Keflvíkingar taka fjórtán víti í fyrri hálfleik, skora held ég níu körfur utan af velli. Við erum tíu yfir og töluðum um það í hálfleik að halda fætinum á gjöfinni. Það var í raun það sem við lögðum upp með. Við náðum kannski ekki alveg að kýla á þetta strax til að byrja með í seinni. En bara frábær frammistaða heilt yfir í seinni hálfleik. Flottur sláttur á liðinu.“ DeAndre Kane fékk sína fjórðu villu þegar 14 mínútur voru eftir af leiknum og settist á bekknum en það virtist ekki koma Grindvíkingum á nokkurn hátt úr jafnvægi. „Alls ekki. Við bara gerðum virkilega vel á báðum endum. Sáttur með frammistöðuna og fullt af jákvæðum hlutum fyrir sunnudaginn.“ Grindvíkingar hófu fjórða leikhluta á 17-0 áhlaupinu og gerðu þá endanlega út um hann. Jóhann sagði að stemmingin í húsinu hefði átt sinn hlut í frammistöðu kvöldsins. „Varnarlega vorum við bara geggjaðir. Vorum að fá frammistöður allsstaðar frá, Breki, Julio og Arnór komu með flottar varnarframmistöður. Við spiluðum vel og okkur leið vel. Geggjuð stemming í húsinu, „þetta var bara sturlað“, kredit á fólkið sem lét sjá sig og lét vel í sér heyra. Það er eins og við höfum mikið talað um, það vilja allir vera í akkúrat þessu. Ekki bara körfuboltamenn heldur íþróttamenn á Íslandi almennt. Þetta er bara spurning um að njóta.“ Hann var beðinn um að útskýra varnarleikinn betur og svarið var einfalt. Enda er körfubolti einföld íþrótt þegar hlutirnir eru rétt framkvæmdir. „Það er bara orka í okkur. Við erum hreyfanlegir og hjálpum hver öðrum. Ef við höldum okkar við okkar prinsipp þá erum við bara fjandi erfiðir við að eiga. Körfubolti Subway-deild karla UMF Grindavík Mest lesið Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Íslenski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Sport Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing Sjá meira
Keflvíkingar sáu eiginlega aldrei til sólar nema kannski rétt í byrjun. Aðspurður hvort þetta hefði verið besti leikurinn í einvíginu sagði Jóhann svo vera. „Að okkar hálfu klárlega. Síðustu fimm í þriðja og fyrstu fimm í fjórða bara geggjaðir. Varnarlega mjög góðir og fengum auðveldar körfur og það var bara góður taktur í þessu. Spiluðum bara mjög vel.“ Grindvíkingar virtust vera hárrétt innstilltir í kvöld, afar skilvirkir á báðum endum vallarins. „Algjörlega. Keflvíkingar taka fjórtán víti í fyrri hálfleik, skora held ég níu körfur utan af velli. Við erum tíu yfir og töluðum um það í hálfleik að halda fætinum á gjöfinni. Það var í raun það sem við lögðum upp með. Við náðum kannski ekki alveg að kýla á þetta strax til að byrja með í seinni. En bara frábær frammistaða heilt yfir í seinni hálfleik. Flottur sláttur á liðinu.“ DeAndre Kane fékk sína fjórðu villu þegar 14 mínútur voru eftir af leiknum og settist á bekknum en það virtist ekki koma Grindvíkingum á nokkurn hátt úr jafnvægi. „Alls ekki. Við bara gerðum virkilega vel á báðum endum. Sáttur með frammistöðuna og fullt af jákvæðum hlutum fyrir sunnudaginn.“ Grindvíkingar hófu fjórða leikhluta á 17-0 áhlaupinu og gerðu þá endanlega út um hann. Jóhann sagði að stemmingin í húsinu hefði átt sinn hlut í frammistöðu kvöldsins. „Varnarlega vorum við bara geggjaðir. Vorum að fá frammistöður allsstaðar frá, Breki, Julio og Arnór komu með flottar varnarframmistöður. Við spiluðum vel og okkur leið vel. Geggjuð stemming í húsinu, „þetta var bara sturlað“, kredit á fólkið sem lét sjá sig og lét vel í sér heyra. Það er eins og við höfum mikið talað um, það vilja allir vera í akkúrat þessu. Ekki bara körfuboltamenn heldur íþróttamenn á Íslandi almennt. Þetta er bara spurning um að njóta.“ Hann var beðinn um að útskýra varnarleikinn betur og svarið var einfalt. Enda er körfubolti einföld íþrótt þegar hlutirnir eru rétt framkvæmdir. „Það er bara orka í okkur. Við erum hreyfanlegir og hjálpum hver öðrum. Ef við höldum okkar við okkar prinsipp þá erum við bara fjandi erfiðir við að eiga.
Körfubolti Subway-deild karla UMF Grindavík Mest lesið Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Íslenski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Sport Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing Sjá meira