María Sigrún birtir tölvupósta Dags Jón Þór Stefánsson skrifar 8. maí 2024 19:37 María Sigrún og Dagur rífast um innslag hennar á Facebook. Vísir „Fyrst Dagur hefur birt tölvupóstssamskipti okkar opinberlega er réttast að ég geri það líka,“ segir María Sigrún Hilmarsdóttur fréttakona og birtir skjáskot af tölvupóstsamskiptum sínum og Dags B. Eggertssonar, formanns borgarráðs og fyrrverandi borgarstjóra. Það gerir María Sigurún í færslu á Facebook-síðu sinni sem er svar við færslu Dags frá því í morgun þar sem hann sagði fréttamennsku Maríu ómerkilega. Hann hélt því fram að hún hefði tekið þátt í pólitískum leik í stað þess að miðla því sem lægi fyrir málinu „svart á hvítu“ til almennings. Málið varðar frægt innslag Maríu sem birtist í Kastljósi á mánudag en hafði áður átt að birtast í fréttaskýringarþættinum Kveik. Umfjöllunarefni þáttarins er uppbyggingarreit og samningar Reykjavíkurborgar við olíufélög. Í færslu sinni vísar María til þess að Dagur hafi sagt virði byggingarréttar sem fjallað var um ofmetið, en hún bendir sjálf á að hafa leitað til verktaka og fasteignasala sem mátu virði réttarins á bilinu sjö til þrettán milljarða króna. „Eins og fram kom í þættinum fer verðmætið eftir því hversu mikið byggingarmagn verður samþykkt. Það er rétt hjá Degi að tölur um áætlað byggingarmagn á reitunum hafa verið á reiki. Sumar hafa lækkað en það er fyrst og fremst vegna andmæla íbúa sem búa í grennd við lóðirnar. Virðið eykst með tíma og metnaður olíufélaganna stendur til að hámarka það. Nú eru 3 ár liðin frá undirritun samninganna. Virði byggingarréttarins á lóðum bensínstöðvanna mun á endanum líta dagsins ljós og dæmi þá hver fyrir sig,“ segir María. Þá minnist María Sigrún á athugasemd Dags um að viðtal hennar við hann hafi verið langt og drungalegt. „Leitt að honum gremjist það en þar var ég fyrst og fremst að gefa honum fullt svigrúm, tíma og tækifæri til að svara þeirri gagnrýni sem komið hefur fram á samninga borgarinnar við olíufélögin. Fundarsalur borgarráðs er að mínu mati ekki drungalegur eins og Dagur segir í færslu sinni. Þvert á móti finnst mér hann bjartur með stórum gluggum sem snúa til austurs. Viðtalið var tekið milli kl.11 og 12.30, föstudaginn 5. apríl.“ María Sigrún tekur fram að Dagur hafi birt tölvusamskipti sín og hennar opinberlega. Hún segir það nýja upplifun fyrir hana. Í lok færslu sinnar segir hún, eins og áður hefur komið fram, að rétt sé að gera slíkt hið sama. Hún birti ellefu skjáskot með færslu sinni af tölvupóstsamskiptum sínum og Dags. „Hann gerir athugasemd við að ég hafi ekki greint frá innihaldi póstsins í þættinum þar vísar hann í lið í samþykktinni sem hann segir alveg skýra að „einungis verði krafist greiðslu gatnagerðargjalda af hendi lóðarhafa“. Hvers vegna stóð ekki skýrar í samþykktinni að til stæði að gefa olíufélögunum byggingarrétt fyrir milljarða? Hvers vegna vann borgin ekkert kostnaðarmat og ekkert lögfræðiálit áður en menn settust við samningaborðið?“ Fjölmiðlar Borgarstjórn Reykjavík Skipulag Ríkisútvarpið Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu Sjá meira
Það gerir María Sigurún í færslu á Facebook-síðu sinni sem er svar við færslu Dags frá því í morgun þar sem hann sagði fréttamennsku Maríu ómerkilega. Hann hélt því fram að hún hefði tekið þátt í pólitískum leik í stað þess að miðla því sem lægi fyrir málinu „svart á hvítu“ til almennings. Málið varðar frægt innslag Maríu sem birtist í Kastljósi á mánudag en hafði áður átt að birtast í fréttaskýringarþættinum Kveik. Umfjöllunarefni þáttarins er uppbyggingarreit og samningar Reykjavíkurborgar við olíufélög. Í færslu sinni vísar María til þess að Dagur hafi sagt virði byggingarréttar sem fjallað var um ofmetið, en hún bendir sjálf á að hafa leitað til verktaka og fasteignasala sem mátu virði réttarins á bilinu sjö til þrettán milljarða króna. „Eins og fram kom í þættinum fer verðmætið eftir því hversu mikið byggingarmagn verður samþykkt. Það er rétt hjá Degi að tölur um áætlað byggingarmagn á reitunum hafa verið á reiki. Sumar hafa lækkað en það er fyrst og fremst vegna andmæla íbúa sem búa í grennd við lóðirnar. Virðið eykst með tíma og metnaður olíufélaganna stendur til að hámarka það. Nú eru 3 ár liðin frá undirritun samninganna. Virði byggingarréttarins á lóðum bensínstöðvanna mun á endanum líta dagsins ljós og dæmi þá hver fyrir sig,“ segir María. Þá minnist María Sigrún á athugasemd Dags um að viðtal hennar við hann hafi verið langt og drungalegt. „Leitt að honum gremjist það en þar var ég fyrst og fremst að gefa honum fullt svigrúm, tíma og tækifæri til að svara þeirri gagnrýni sem komið hefur fram á samninga borgarinnar við olíufélögin. Fundarsalur borgarráðs er að mínu mati ekki drungalegur eins og Dagur segir í færslu sinni. Þvert á móti finnst mér hann bjartur með stórum gluggum sem snúa til austurs. Viðtalið var tekið milli kl.11 og 12.30, föstudaginn 5. apríl.“ María Sigrún tekur fram að Dagur hafi birt tölvusamskipti sín og hennar opinberlega. Hún segir það nýja upplifun fyrir hana. Í lok færslu sinnar segir hún, eins og áður hefur komið fram, að rétt sé að gera slíkt hið sama. Hún birti ellefu skjáskot með færslu sinni af tölvupóstsamskiptum sínum og Dags. „Hann gerir athugasemd við að ég hafi ekki greint frá innihaldi póstsins í þættinum þar vísar hann í lið í samþykktinni sem hann segir alveg skýra að „einungis verði krafist greiðslu gatnagerðargjalda af hendi lóðarhafa“. Hvers vegna stóð ekki skýrar í samþykktinni að til stæði að gefa olíufélögunum byggingarrétt fyrir milljarða? Hvers vegna vann borgin ekkert kostnaðarmat og ekkert lögfræðiálit áður en menn settust við samningaborðið?“
Fjölmiðlar Borgarstjórn Reykjavík Skipulag Ríkisútvarpið Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu Sjá meira