Býður þjóðarhöll Færeyja undir landsleiki Íslands Kristján Már Unnarsson skrifar 8. maí 2024 22:33 Heðin Mortensen er borgarstjóri Þórshafnar í Færeyjum. Egill Aðalsteinsson Smíði nýrrar þjóðarhallar Færeyinga skotgengur og er stefnt að því að fyrstu kappleikirnir verði spilaðir í febrúar á næsta ári. Borgarstjóri Þórshafnar býður Íslendingum að nýta færeysku höllina undir landsleiki Íslands. Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá myndir frá smíði hallarinnar og af væntanlegu útliti en hún hefur fengið nafnið Við Tjarnir. Hún rís í útjaðri Þórshafnar en skammt frá ná hin mögnuðu Austureyjargöng landi á Straumey. Þjóðarhöll Færeyinga rýkur upp og er áformað að hún verði tekin í notkun í febrúar á næsta ári. Fyrsta skóflustunga var tekin fyrir sautján mánuðum.Egill Aðalsteinsson Það var rétt fyrir jólin 2022, fyrir um sautján mánuðum, sem fyrsta skóflustungan var tekin. Byggingin rýkur upp þessa dagana. Borgarstjórinn í Þórshöfn, Heðin Mortensen, er helsti forystumaður verkefnisins. Hann hefur einnig setið á Lögþinginu og gegnt formennsku í Íþróttasambandi Færeyja og er stoltur af árangri færeyskra íþróttamanna. Heðin Mortensen í viðtali við Stöð 2. Fyrir aftan er ráðhús Þórshafnar.Egill Aðalsteinsson „Eins og þú veist höfum við staðið okkur vel í handboltanum. Við eigum einn besta leikmanninn í Þýskalandi í dag og í Svíþjóð,” segir Heðin. Og hann vill að heimavöllur landsliðanna sé í Færeyjum. „Í staðinn fyrir að spila heimaleiki okkar í Danmörku eða annars staðar; nei, það á að spila þá hér í Höfn, Þórshöfn,” segir borgarstjórinn. Svona mun höllin líta út fullsmíðuð. Hún hefur fengið nafnið Við Tjarnir.TÓRSHAVNAR KOMMUNA Þjóðarhöll Færeyinga verður fjölnotahús fyrir flestar greinar inniíþrótta með sæti fyrir 2.700 áhorfendur á kappleikjum. „Svo nýtist hún líka sem stór tónleikasalur og einnig fyrir ráðstefnur þar sem margir koma saman. Á tónleikum rúmar hún um fjögur þúsund manns. Svo þetta er mjög stór höll sem við erum ægilega stolt af.” Kostnaður er áætlaður um fimm milljarðar króna og greiðir Þórshafnarbær um sextíu prósent en afgangurinn kemur frá Landsstjórninni, danska ríkinu og einkaaðilum. Á kappleikjum rúmar höllin 2.700 áhorfendur.TÓRSHAVNAR KOMMUNA „Hún verður fokheld núna á Ólafsvöku, það er 28. júlí í ár. Svo verkið skotgengur, gengur mjög hratt. Og fyrsti handboltaleikurinn verður í febrúar á komandi ári. Við erum mjög spennt fyrir að geta tekið hana í notkun. Og bíðum spennt eftir að fá heimaleikina hingað. Og Íslendingum er velkomið að nota höllina líka. Að sjálfsögðu,” segir Heðin Mortensen, sem ber titilinn borgarstjóri. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Færeyjar Ný þjóðarhöll Handbolti Körfubolti Tengdar fréttir Fyrsta skóflustunga tekin að þjóðarhöll Færeyinga Smíði þjóðarhallar er hafin í Færeyjum og var fyrsta skóflustunga tekin daginn fyrir Þorláksmessu. Henni er ætlað að hýsa landsleiki Færeyinga í innanhússíþróttum en einnig tónleika, sýningar og ráðstefnur. 28. desember 2022 23:30 „Verður ekki aftur snúið“ Stórt skref var stigið í átt að nýrri Þjóðarhöll í dag er verkið var auglýst fyrir samkeppnisútboð. Ráðherra og formaður Þjóðarhallar ehf eru bjartsýnir á framhaldið. 8. mars 2024 23:30 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Fleiri fréttir Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá myndir frá smíði hallarinnar og af væntanlegu útliti en hún hefur fengið nafnið Við Tjarnir. Hún rís í útjaðri Þórshafnar en skammt frá ná hin mögnuðu Austureyjargöng landi á Straumey. Þjóðarhöll Færeyinga rýkur upp og er áformað að hún verði tekin í notkun í febrúar á næsta ári. Fyrsta skóflustunga var tekin fyrir sautján mánuðum.Egill Aðalsteinsson Það var rétt fyrir jólin 2022, fyrir um sautján mánuðum, sem fyrsta skóflustungan var tekin. Byggingin rýkur upp þessa dagana. Borgarstjórinn í Þórshöfn, Heðin Mortensen, er helsti forystumaður verkefnisins. Hann hefur einnig setið á Lögþinginu og gegnt formennsku í Íþróttasambandi Færeyja og er stoltur af árangri færeyskra íþróttamanna. Heðin Mortensen í viðtali við Stöð 2. Fyrir aftan er ráðhús Þórshafnar.Egill Aðalsteinsson „Eins og þú veist höfum við staðið okkur vel í handboltanum. Við eigum einn besta leikmanninn í Þýskalandi í dag og í Svíþjóð,” segir Heðin. Og hann vill að heimavöllur landsliðanna sé í Færeyjum. „Í staðinn fyrir að spila heimaleiki okkar í Danmörku eða annars staðar; nei, það á að spila þá hér í Höfn, Þórshöfn,” segir borgarstjórinn. Svona mun höllin líta út fullsmíðuð. Hún hefur fengið nafnið Við Tjarnir.TÓRSHAVNAR KOMMUNA Þjóðarhöll Færeyinga verður fjölnotahús fyrir flestar greinar inniíþrótta með sæti fyrir 2.700 áhorfendur á kappleikjum. „Svo nýtist hún líka sem stór tónleikasalur og einnig fyrir ráðstefnur þar sem margir koma saman. Á tónleikum rúmar hún um fjögur þúsund manns. Svo þetta er mjög stór höll sem við erum ægilega stolt af.” Kostnaður er áætlaður um fimm milljarðar króna og greiðir Þórshafnarbær um sextíu prósent en afgangurinn kemur frá Landsstjórninni, danska ríkinu og einkaaðilum. Á kappleikjum rúmar höllin 2.700 áhorfendur.TÓRSHAVNAR KOMMUNA „Hún verður fokheld núna á Ólafsvöku, það er 28. júlí í ár. Svo verkið skotgengur, gengur mjög hratt. Og fyrsti handboltaleikurinn verður í febrúar á komandi ári. Við erum mjög spennt fyrir að geta tekið hana í notkun. Og bíðum spennt eftir að fá heimaleikina hingað. Og Íslendingum er velkomið að nota höllina líka. Að sjálfsögðu,” segir Heðin Mortensen, sem ber titilinn borgarstjóri. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Færeyjar Ný þjóðarhöll Handbolti Körfubolti Tengdar fréttir Fyrsta skóflustunga tekin að þjóðarhöll Færeyinga Smíði þjóðarhallar er hafin í Færeyjum og var fyrsta skóflustunga tekin daginn fyrir Þorláksmessu. Henni er ætlað að hýsa landsleiki Færeyinga í innanhússíþróttum en einnig tónleika, sýningar og ráðstefnur. 28. desember 2022 23:30 „Verður ekki aftur snúið“ Stórt skref var stigið í átt að nýrri Þjóðarhöll í dag er verkið var auglýst fyrir samkeppnisútboð. Ráðherra og formaður Þjóðarhallar ehf eru bjartsýnir á framhaldið. 8. mars 2024 23:30 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Fleiri fréttir Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni Sjá meira
Fyrsta skóflustunga tekin að þjóðarhöll Færeyinga Smíði þjóðarhallar er hafin í Færeyjum og var fyrsta skóflustunga tekin daginn fyrir Þorláksmessu. Henni er ætlað að hýsa landsleiki Færeyinga í innanhússíþróttum en einnig tónleika, sýningar og ráðstefnur. 28. desember 2022 23:30
„Verður ekki aftur snúið“ Stórt skref var stigið í átt að nýrri Þjóðarhöll í dag er verkið var auglýst fyrir samkeppnisútboð. Ráðherra og formaður Þjóðarhallar ehf eru bjartsýnir á framhaldið. 8. mars 2024 23:30