„Allir að bíða eftir þessum atburði sem ekki skeður“ Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 8. maí 2024 14:07 Hjálmar Hallgrímsson, formaður bæjarráðs í Grindavík. Vísir Yfirvofandi eldgoss í námunda við Grindavík hefur áhrif á þá starfsemi sem hafin var í bænum að sögn formanns bæjarráðs. Ákvörðun um hópuppsagnir bæjarstarfsmanna hafi verið erfið en fyrirsjáanleg. Í gær var greint frá því að bæjarstjórn Grindavíkur hafi hafið undirbúning að hópuppsögnum bæjarstarfsmanna til að bregðast við nýjum veruleika síðustu mánaða. Starfsmönnum fækkar um allt að 150. Hjálmar Hallgrímsson, formaður bæjarráðs segir samstöðu innan bæjarstjórnarinnar um þessa ákvörðun. „Að því gefnu að skólahald var ekki áformað næsta ár þá lá ekkert annað fyrir en að endurskoða allt saman og það eiginlega blasti við að við yrðum að fara í þessar aðgerðir.“ Hans von sé sú að hægt verði að ráðast í uppbyggingu á bænum eins fljótt og auðið er og ráða starfsfólk til baka. „Nú er búið að skipa þessa framkvæmdanefnd og ég ætla rétt að vona það að gangi vel. Að það verði ekki bara skoðað í allt sumar á meðan veðrið er gott, og það lagað sem hægt er að laga og ekki er hætta á að fari til fjandans aftur. Við þurfum að byrja einhverja uppbyggingu hérna, því næg eru verkefnin.“ Óhugur meðal fólks vegna yfirvofandi eldgoss Hjálmar segir hljóðið í Grindvíkingum misjafnt en hann skynji óhug meðal fólks vegna yfirvofandi eldgoss. „Það er ekki þægilegt að hlusta á í viku, tíu daga, að það séu komin tíu eða tólf milljón rúmmetrar kviku og það sé alveg að koma eldgos. Síðan hefur bara ekkert gerst. En við erum svo sem með varnargarða sem hafa sannað sig, svo einhver bein hætta, hún að mínu mati er ekki til staðar sem slík. En auðvitað er þetta óþægilegt og við þurfum að vera á varðbergi.“ Á meðan óvissan vofi yfir veigri fólk sér eðlilega við að fara inn í bæinn. Það hafi talsverð áhrif á atvinnulífið, til að mynda hafi löndunum fækkað. „Það eru allir að bíða eftir þessum atburði sem ekki skeður.“ Talsverð óvissa uppi um framhaldið Í síðustu viku var hætta vegna hraunflæðis í Grindavík aukin úr töluverðri hættu í mikla, út frá þeim sviðsmyndum sem nú eru taldar líklegastar. Veðurstofan greindi frá því í gær að enn ríki töluverð óvissa um framvindu jarðhræringanna nú þegar eldgos hefur varað í meira en mánuð, eða frá 16. Mars, á sama tíma og um þrettán milljónir rúmmetrar af kviku hafa nú safnast fyrir undir Svartsengi. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Gosið gæti þúsundfaldast við nýjan atburð Gosið virðist vera að lognast út af en búast má við öðru þar sem kvikuhólfið undir Svartsengi er komið að þolmörkum. Prófessor í jarðeðlisfræði bendir á að það nýja gæti orðið um þúsund sinnum aflmeira en það sem nú kraumar. Enginn ætti að vera nærri sprungunni 7. maí 2024 12:58 Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Fleiri fréttir Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Sjá meira
Í gær var greint frá því að bæjarstjórn Grindavíkur hafi hafið undirbúning að hópuppsögnum bæjarstarfsmanna til að bregðast við nýjum veruleika síðustu mánaða. Starfsmönnum fækkar um allt að 150. Hjálmar Hallgrímsson, formaður bæjarráðs segir samstöðu innan bæjarstjórnarinnar um þessa ákvörðun. „Að því gefnu að skólahald var ekki áformað næsta ár þá lá ekkert annað fyrir en að endurskoða allt saman og það eiginlega blasti við að við yrðum að fara í þessar aðgerðir.“ Hans von sé sú að hægt verði að ráðast í uppbyggingu á bænum eins fljótt og auðið er og ráða starfsfólk til baka. „Nú er búið að skipa þessa framkvæmdanefnd og ég ætla rétt að vona það að gangi vel. Að það verði ekki bara skoðað í allt sumar á meðan veðrið er gott, og það lagað sem hægt er að laga og ekki er hætta á að fari til fjandans aftur. Við þurfum að byrja einhverja uppbyggingu hérna, því næg eru verkefnin.“ Óhugur meðal fólks vegna yfirvofandi eldgoss Hjálmar segir hljóðið í Grindvíkingum misjafnt en hann skynji óhug meðal fólks vegna yfirvofandi eldgoss. „Það er ekki þægilegt að hlusta á í viku, tíu daga, að það séu komin tíu eða tólf milljón rúmmetrar kviku og það sé alveg að koma eldgos. Síðan hefur bara ekkert gerst. En við erum svo sem með varnargarða sem hafa sannað sig, svo einhver bein hætta, hún að mínu mati er ekki til staðar sem slík. En auðvitað er þetta óþægilegt og við þurfum að vera á varðbergi.“ Á meðan óvissan vofi yfir veigri fólk sér eðlilega við að fara inn í bæinn. Það hafi talsverð áhrif á atvinnulífið, til að mynda hafi löndunum fækkað. „Það eru allir að bíða eftir þessum atburði sem ekki skeður.“ Talsverð óvissa uppi um framhaldið Í síðustu viku var hætta vegna hraunflæðis í Grindavík aukin úr töluverðri hættu í mikla, út frá þeim sviðsmyndum sem nú eru taldar líklegastar. Veðurstofan greindi frá því í gær að enn ríki töluverð óvissa um framvindu jarðhræringanna nú þegar eldgos hefur varað í meira en mánuð, eða frá 16. Mars, á sama tíma og um þrettán milljónir rúmmetrar af kviku hafa nú safnast fyrir undir Svartsengi.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Gosið gæti þúsundfaldast við nýjan atburð Gosið virðist vera að lognast út af en búast má við öðru þar sem kvikuhólfið undir Svartsengi er komið að þolmörkum. Prófessor í jarðeðlisfræði bendir á að það nýja gæti orðið um þúsund sinnum aflmeira en það sem nú kraumar. Enginn ætti að vera nærri sprungunni 7. maí 2024 12:58 Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Fleiri fréttir Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Sjá meira
Gosið gæti þúsundfaldast við nýjan atburð Gosið virðist vera að lognast út af en búast má við öðru þar sem kvikuhólfið undir Svartsengi er komið að þolmörkum. Prófessor í jarðeðlisfræði bendir á að það nýja gæti orðið um þúsund sinnum aflmeira en það sem nú kraumar. Enginn ætti að vera nærri sprungunni 7. maí 2024 12:58