„Allir að bíða eftir þessum atburði sem ekki skeður“ Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 8. maí 2024 14:07 Hjálmar Hallgrímsson, formaður bæjarráðs í Grindavík. Vísir Yfirvofandi eldgoss í námunda við Grindavík hefur áhrif á þá starfsemi sem hafin var í bænum að sögn formanns bæjarráðs. Ákvörðun um hópuppsagnir bæjarstarfsmanna hafi verið erfið en fyrirsjáanleg. Í gær var greint frá því að bæjarstjórn Grindavíkur hafi hafið undirbúning að hópuppsögnum bæjarstarfsmanna til að bregðast við nýjum veruleika síðustu mánaða. Starfsmönnum fækkar um allt að 150. Hjálmar Hallgrímsson, formaður bæjarráðs segir samstöðu innan bæjarstjórnarinnar um þessa ákvörðun. „Að því gefnu að skólahald var ekki áformað næsta ár þá lá ekkert annað fyrir en að endurskoða allt saman og það eiginlega blasti við að við yrðum að fara í þessar aðgerðir.“ Hans von sé sú að hægt verði að ráðast í uppbyggingu á bænum eins fljótt og auðið er og ráða starfsfólk til baka. „Nú er búið að skipa þessa framkvæmdanefnd og ég ætla rétt að vona það að gangi vel. Að það verði ekki bara skoðað í allt sumar á meðan veðrið er gott, og það lagað sem hægt er að laga og ekki er hætta á að fari til fjandans aftur. Við þurfum að byrja einhverja uppbyggingu hérna, því næg eru verkefnin.“ Óhugur meðal fólks vegna yfirvofandi eldgoss Hjálmar segir hljóðið í Grindvíkingum misjafnt en hann skynji óhug meðal fólks vegna yfirvofandi eldgoss. „Það er ekki þægilegt að hlusta á í viku, tíu daga, að það séu komin tíu eða tólf milljón rúmmetrar kviku og það sé alveg að koma eldgos. Síðan hefur bara ekkert gerst. En við erum svo sem með varnargarða sem hafa sannað sig, svo einhver bein hætta, hún að mínu mati er ekki til staðar sem slík. En auðvitað er þetta óþægilegt og við þurfum að vera á varðbergi.“ Á meðan óvissan vofi yfir veigri fólk sér eðlilega við að fara inn í bæinn. Það hafi talsverð áhrif á atvinnulífið, til að mynda hafi löndunum fækkað. „Það eru allir að bíða eftir þessum atburði sem ekki skeður.“ Talsverð óvissa uppi um framhaldið Í síðustu viku var hætta vegna hraunflæðis í Grindavík aukin úr töluverðri hættu í mikla, út frá þeim sviðsmyndum sem nú eru taldar líklegastar. Veðurstofan greindi frá því í gær að enn ríki töluverð óvissa um framvindu jarðhræringanna nú þegar eldgos hefur varað í meira en mánuð, eða frá 16. Mars, á sama tíma og um þrettán milljónir rúmmetrar af kviku hafa nú safnast fyrir undir Svartsengi. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Gosið gæti þúsundfaldast við nýjan atburð Gosið virðist vera að lognast út af en búast má við öðru þar sem kvikuhólfið undir Svartsengi er komið að þolmörkum. Prófessor í jarðeðlisfræði bendir á að það nýja gæti orðið um þúsund sinnum aflmeira en það sem nú kraumar. Enginn ætti að vera nærri sprungunni 7. maí 2024 12:58 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Í gær var greint frá því að bæjarstjórn Grindavíkur hafi hafið undirbúning að hópuppsögnum bæjarstarfsmanna til að bregðast við nýjum veruleika síðustu mánaða. Starfsmönnum fækkar um allt að 150. Hjálmar Hallgrímsson, formaður bæjarráðs segir samstöðu innan bæjarstjórnarinnar um þessa ákvörðun. „Að því gefnu að skólahald var ekki áformað næsta ár þá lá ekkert annað fyrir en að endurskoða allt saman og það eiginlega blasti við að við yrðum að fara í þessar aðgerðir.“ Hans von sé sú að hægt verði að ráðast í uppbyggingu á bænum eins fljótt og auðið er og ráða starfsfólk til baka. „Nú er búið að skipa þessa framkvæmdanefnd og ég ætla rétt að vona það að gangi vel. Að það verði ekki bara skoðað í allt sumar á meðan veðrið er gott, og það lagað sem hægt er að laga og ekki er hætta á að fari til fjandans aftur. Við þurfum að byrja einhverja uppbyggingu hérna, því næg eru verkefnin.“ Óhugur meðal fólks vegna yfirvofandi eldgoss Hjálmar segir hljóðið í Grindvíkingum misjafnt en hann skynji óhug meðal fólks vegna yfirvofandi eldgoss. „Það er ekki þægilegt að hlusta á í viku, tíu daga, að það séu komin tíu eða tólf milljón rúmmetrar kviku og það sé alveg að koma eldgos. Síðan hefur bara ekkert gerst. En við erum svo sem með varnargarða sem hafa sannað sig, svo einhver bein hætta, hún að mínu mati er ekki til staðar sem slík. En auðvitað er þetta óþægilegt og við þurfum að vera á varðbergi.“ Á meðan óvissan vofi yfir veigri fólk sér eðlilega við að fara inn í bæinn. Það hafi talsverð áhrif á atvinnulífið, til að mynda hafi löndunum fækkað. „Það eru allir að bíða eftir þessum atburði sem ekki skeður.“ Talsverð óvissa uppi um framhaldið Í síðustu viku var hætta vegna hraunflæðis í Grindavík aukin úr töluverðri hættu í mikla, út frá þeim sviðsmyndum sem nú eru taldar líklegastar. Veðurstofan greindi frá því í gær að enn ríki töluverð óvissa um framvindu jarðhræringanna nú þegar eldgos hefur varað í meira en mánuð, eða frá 16. Mars, á sama tíma og um þrettán milljónir rúmmetrar af kviku hafa nú safnast fyrir undir Svartsengi.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Gosið gæti þúsundfaldast við nýjan atburð Gosið virðist vera að lognast út af en búast má við öðru þar sem kvikuhólfið undir Svartsengi er komið að þolmörkum. Prófessor í jarðeðlisfræði bendir á að það nýja gæti orðið um þúsund sinnum aflmeira en það sem nú kraumar. Enginn ætti að vera nærri sprungunni 7. maí 2024 12:58 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Gosið gæti þúsundfaldast við nýjan atburð Gosið virðist vera að lognast út af en búast má við öðru þar sem kvikuhólfið undir Svartsengi er komið að þolmörkum. Prófessor í jarðeðlisfræði bendir á að það nýja gæti orðið um þúsund sinnum aflmeira en það sem nú kraumar. Enginn ætti að vera nærri sprungunni 7. maí 2024 12:58
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent