„Allir að bíða eftir þessum atburði sem ekki skeður“ Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 8. maí 2024 14:07 Hjálmar Hallgrímsson, formaður bæjarráðs í Grindavík. Vísir Yfirvofandi eldgoss í námunda við Grindavík hefur áhrif á þá starfsemi sem hafin var í bænum að sögn formanns bæjarráðs. Ákvörðun um hópuppsagnir bæjarstarfsmanna hafi verið erfið en fyrirsjáanleg. Í gær var greint frá því að bæjarstjórn Grindavíkur hafi hafið undirbúning að hópuppsögnum bæjarstarfsmanna til að bregðast við nýjum veruleika síðustu mánaða. Starfsmönnum fækkar um allt að 150. Hjálmar Hallgrímsson, formaður bæjarráðs segir samstöðu innan bæjarstjórnarinnar um þessa ákvörðun. „Að því gefnu að skólahald var ekki áformað næsta ár þá lá ekkert annað fyrir en að endurskoða allt saman og það eiginlega blasti við að við yrðum að fara í þessar aðgerðir.“ Hans von sé sú að hægt verði að ráðast í uppbyggingu á bænum eins fljótt og auðið er og ráða starfsfólk til baka. „Nú er búið að skipa þessa framkvæmdanefnd og ég ætla rétt að vona það að gangi vel. Að það verði ekki bara skoðað í allt sumar á meðan veðrið er gott, og það lagað sem hægt er að laga og ekki er hætta á að fari til fjandans aftur. Við þurfum að byrja einhverja uppbyggingu hérna, því næg eru verkefnin.“ Óhugur meðal fólks vegna yfirvofandi eldgoss Hjálmar segir hljóðið í Grindvíkingum misjafnt en hann skynji óhug meðal fólks vegna yfirvofandi eldgoss. „Það er ekki þægilegt að hlusta á í viku, tíu daga, að það séu komin tíu eða tólf milljón rúmmetrar kviku og það sé alveg að koma eldgos. Síðan hefur bara ekkert gerst. En við erum svo sem með varnargarða sem hafa sannað sig, svo einhver bein hætta, hún að mínu mati er ekki til staðar sem slík. En auðvitað er þetta óþægilegt og við þurfum að vera á varðbergi.“ Á meðan óvissan vofi yfir veigri fólk sér eðlilega við að fara inn í bæinn. Það hafi talsverð áhrif á atvinnulífið, til að mynda hafi löndunum fækkað. „Það eru allir að bíða eftir þessum atburði sem ekki skeður.“ Talsverð óvissa uppi um framhaldið Í síðustu viku var hætta vegna hraunflæðis í Grindavík aukin úr töluverðri hættu í mikla, út frá þeim sviðsmyndum sem nú eru taldar líklegastar. Veðurstofan greindi frá því í gær að enn ríki töluverð óvissa um framvindu jarðhræringanna nú þegar eldgos hefur varað í meira en mánuð, eða frá 16. Mars, á sama tíma og um þrettán milljónir rúmmetrar af kviku hafa nú safnast fyrir undir Svartsengi. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Gosið gæti þúsundfaldast við nýjan atburð Gosið virðist vera að lognast út af en búast má við öðru þar sem kvikuhólfið undir Svartsengi er komið að þolmörkum. Prófessor í jarðeðlisfræði bendir á að það nýja gæti orðið um þúsund sinnum aflmeira en það sem nú kraumar. Enginn ætti að vera nærri sprungunni 7. maí 2024 12:58 Mest lesið Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Fleiri fréttir „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Sjá meira
Í gær var greint frá því að bæjarstjórn Grindavíkur hafi hafið undirbúning að hópuppsögnum bæjarstarfsmanna til að bregðast við nýjum veruleika síðustu mánaða. Starfsmönnum fækkar um allt að 150. Hjálmar Hallgrímsson, formaður bæjarráðs segir samstöðu innan bæjarstjórnarinnar um þessa ákvörðun. „Að því gefnu að skólahald var ekki áformað næsta ár þá lá ekkert annað fyrir en að endurskoða allt saman og það eiginlega blasti við að við yrðum að fara í þessar aðgerðir.“ Hans von sé sú að hægt verði að ráðast í uppbyggingu á bænum eins fljótt og auðið er og ráða starfsfólk til baka. „Nú er búið að skipa þessa framkvæmdanefnd og ég ætla rétt að vona það að gangi vel. Að það verði ekki bara skoðað í allt sumar á meðan veðrið er gott, og það lagað sem hægt er að laga og ekki er hætta á að fari til fjandans aftur. Við þurfum að byrja einhverja uppbyggingu hérna, því næg eru verkefnin.“ Óhugur meðal fólks vegna yfirvofandi eldgoss Hjálmar segir hljóðið í Grindvíkingum misjafnt en hann skynji óhug meðal fólks vegna yfirvofandi eldgoss. „Það er ekki þægilegt að hlusta á í viku, tíu daga, að það séu komin tíu eða tólf milljón rúmmetrar kviku og það sé alveg að koma eldgos. Síðan hefur bara ekkert gerst. En við erum svo sem með varnargarða sem hafa sannað sig, svo einhver bein hætta, hún að mínu mati er ekki til staðar sem slík. En auðvitað er þetta óþægilegt og við þurfum að vera á varðbergi.“ Á meðan óvissan vofi yfir veigri fólk sér eðlilega við að fara inn í bæinn. Það hafi talsverð áhrif á atvinnulífið, til að mynda hafi löndunum fækkað. „Það eru allir að bíða eftir þessum atburði sem ekki skeður.“ Talsverð óvissa uppi um framhaldið Í síðustu viku var hætta vegna hraunflæðis í Grindavík aukin úr töluverðri hættu í mikla, út frá þeim sviðsmyndum sem nú eru taldar líklegastar. Veðurstofan greindi frá því í gær að enn ríki töluverð óvissa um framvindu jarðhræringanna nú þegar eldgos hefur varað í meira en mánuð, eða frá 16. Mars, á sama tíma og um þrettán milljónir rúmmetrar af kviku hafa nú safnast fyrir undir Svartsengi.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Gosið gæti þúsundfaldast við nýjan atburð Gosið virðist vera að lognast út af en búast má við öðru þar sem kvikuhólfið undir Svartsengi er komið að þolmörkum. Prófessor í jarðeðlisfræði bendir á að það nýja gæti orðið um þúsund sinnum aflmeira en það sem nú kraumar. Enginn ætti að vera nærri sprungunni 7. maí 2024 12:58 Mest lesið Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Fleiri fréttir „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Sjá meira
Gosið gæti þúsundfaldast við nýjan atburð Gosið virðist vera að lognast út af en búast má við öðru þar sem kvikuhólfið undir Svartsengi er komið að þolmörkum. Prófessor í jarðeðlisfræði bendir á að það nýja gæti orðið um þúsund sinnum aflmeira en það sem nú kraumar. Enginn ætti að vera nærri sprungunni 7. maí 2024 12:58