„Þetta getur ekki annað en endað með algjörum ósköpum“ Bjarki Sigurðsson skrifar 8. maí 2024 11:22 Ragnar Þór Ingólfsson er formaður VR. vísir/vilhelm Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir ákvörðun Seðlabankans um að halda stýrivöxtum óbreyttum vera vonbrigði en ekki koma á óvart. Hann telur að ef ekkert breytist þurfi fólk að rísa upp eins og var gert í búsáhaldabyltingunni. Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að halda vöxtum bankans óbreyttum. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því áfram 9,25 prósent líkt og þeir hafa verið síðan í ágúst árið 2023. Lítið um framkvæmdir Ragnar segir nefndina alfarið hunsa þá grafalvarlegu stöðu sem sé að raungerast hjá fólki með húsnæðislán. „Hér eru vextir á verðtryggðum húsnæðislánum um og yfir það sem vextir voru á óverðtryggðum lánum. Framkvæmdir á húsnæðismarkaði eru við það að detta í frost út af háu vaxtastigi,“ segir Ragnar. Seðlabankinn sé á vegferð sem sé að ganga fram af skuldsettum heimilum og litlum og meðalstórum fyrirtækjum. „Ég get ekki séð annað en að hér sé í bígerð ein stærsta tilfærsla eigna og tekna sögunnar í boði Seðlabankans til fjármálakerfisins. Við höfum verið að fá fréttir af því, og ég hef verið í sambandi við stjórnendur lítilla og meðalstórra fyrirtækja sem eru að segja upp fólki. Draga saman seglin,“ segir Ragnar. Styttist í aðra Búsáhaldabyltingu Það hljóti að blasa við að á endanum standi fólk ekki undir vaxtabyrðinni á húsnæðislánum sínum. Leigumarkaðurinn sé í tómu tjóni og öll plön um uppbyggingu séu farin í súginn þar sem það er of dýrt að byggja. „Ég sé í sjálfu sér ekki annað fyrir mér heldur en að ef það á að breytast eitthvað, þá þarf fólk hreinlega bara að rísa upp. Eins og var gert í Búsáhaldabyltingunni á sínum tíma því þetta getur ekki gengið svona til lengdar og þetta getur ekki annað en endað með algjörum ósköpum,“ segir Ragnar. Staðan versni og versni Hann varar við þeirri stöðu sem er að myndast hjá heimilunum og vill meina að fólk sé að koma sér í gegnum erfiða tíma með yfirdráttarlánum, endurfjármögnun og öðrum leiðum og komi sér þannig í skammtímaskuldir. Hann telur stöðuna bara eiga eftir að versna. „Vanskil hafa verið í algjöru lágmarki því það fyrsta sem fólk greiðir er af húsnæðislánunum. Þegar vanskil byrja að koma fram á húsnæðislánum almennings, það er tímapunkturinn sem við erum komin á þann stað að ekki verður hægt að vinda ofan af,“ segir Ragnar. Seðlabankinn Fjármál heimilisins Efnahagsmál Íslenska krónan Verðlag Stéttarfélög Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Sjá meira
Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að halda vöxtum bankans óbreyttum. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því áfram 9,25 prósent líkt og þeir hafa verið síðan í ágúst árið 2023. Lítið um framkvæmdir Ragnar segir nefndina alfarið hunsa þá grafalvarlegu stöðu sem sé að raungerast hjá fólki með húsnæðislán. „Hér eru vextir á verðtryggðum húsnæðislánum um og yfir það sem vextir voru á óverðtryggðum lánum. Framkvæmdir á húsnæðismarkaði eru við það að detta í frost út af háu vaxtastigi,“ segir Ragnar. Seðlabankinn sé á vegferð sem sé að ganga fram af skuldsettum heimilum og litlum og meðalstórum fyrirtækjum. „Ég get ekki séð annað en að hér sé í bígerð ein stærsta tilfærsla eigna og tekna sögunnar í boði Seðlabankans til fjármálakerfisins. Við höfum verið að fá fréttir af því, og ég hef verið í sambandi við stjórnendur lítilla og meðalstórra fyrirtækja sem eru að segja upp fólki. Draga saman seglin,“ segir Ragnar. Styttist í aðra Búsáhaldabyltingu Það hljóti að blasa við að á endanum standi fólk ekki undir vaxtabyrðinni á húsnæðislánum sínum. Leigumarkaðurinn sé í tómu tjóni og öll plön um uppbyggingu séu farin í súginn þar sem það er of dýrt að byggja. „Ég sé í sjálfu sér ekki annað fyrir mér heldur en að ef það á að breytast eitthvað, þá þarf fólk hreinlega bara að rísa upp. Eins og var gert í Búsáhaldabyltingunni á sínum tíma því þetta getur ekki gengið svona til lengdar og þetta getur ekki annað en endað með algjörum ósköpum,“ segir Ragnar. Staðan versni og versni Hann varar við þeirri stöðu sem er að myndast hjá heimilunum og vill meina að fólk sé að koma sér í gegnum erfiða tíma með yfirdráttarlánum, endurfjármögnun og öðrum leiðum og komi sér þannig í skammtímaskuldir. Hann telur stöðuna bara eiga eftir að versna. „Vanskil hafa verið í algjöru lágmarki því það fyrsta sem fólk greiðir er af húsnæðislánunum. Þegar vanskil byrja að koma fram á húsnæðislánum almennings, það er tímapunkturinn sem við erum komin á þann stað að ekki verður hægt að vinda ofan af,“ segir Ragnar.
Seðlabankinn Fjármál heimilisins Efnahagsmál Íslenska krónan Verðlag Stéttarfélög Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Sjá meira