Báturinn var staddur við Múlahraun vestur af Akranesi þegar ólukkan dundi yfir. Áhöfnin óskaði eftir að vera dregin til lands og voru björgunarbátarnir Sjöfn og Stefnir frá Reykjavík og Kópavogi kallaðir út. Sjöfn tók bátinn í tog um klukkan sjö í gærkvöldi, að því er kemur fram í tilkynningu frá Landsbjörg.
Skipstjóri bátsins óskaði eftir að vera dreginn til hafnar í Keflavík þar sem talsverður afli var um borð sem þurfti að landa þar. Stefnir og Sjöfn eru minni björgunarbátar og því var björgunarskipið Hannes Hafstein í Sandgerði kallað út til að taka við bátnum.
Björgunarskipið kom svo með fiskibátinn til hafnar í Keflavík upp úr ellefu í gærkvöldi.