Stormy Daniels í dómsal með Trump Samúel Karl Ólason skrifar 7. maí 2024 14:16 Stormy Daniels hefur haldið því fram að hún hafi sofið hjá Trump á árum áður. Einkalögmaður Trumps greiddi henni 130 þúsund dali fyrir að dreifa sögunni ekki en Trump hefur verið ákærður fyrir að falsa skjöl í tengslum við það þegar hann endurgreiddi lögmanninum. AP/Markus Schreiber Stormy Daniels, fyrrverandi klámmyndaleikkona, mun bera vitni í réttarhöldunum gegn Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, í New York í dag. Búist er við því að hún muni segja kviðdómendum frá því þegar Michael Cohen, fyrrverandi einkalögmaður Trumps, greiddi henni 130 þúsund dali í aðdraganda forsetakosninganna 2016. Sú greiðsla var svo hún segði ekki frá meintu framhjáhaldi Trumps með henni árið 2006. Lögmenn Trumps mótmæltu því að Daniels ætti að bera vitni þegar réttarhöldin héldu áfram í morgun. Blaðamaður sem situr í dómsalnum segir Susan Necheles, einn lögmanna Trumps, lýst sig andsnúna því að Daniels myndi tala um meintar kynlífsathafnir hennar og Trumps. Susan Hoffinger, saksóknari, sagði þá að vitnisburður hennar væri nauðsynlegur til að fylla upp í ákveðnar eyður. Hét hún því að vitnisburður Daniels myndi ekki snúast um nokkurs konar lýsingar á kynfærum eða slíkt. Assistant DA Susan Hoffinger says certain details are necessary. Justice Merchan asks for specifics.Hoffinger says it's "very basic." "It's not going to involve any descriptions of genitalia or anything of that nature."— Adam Klasfeld (@KlasfeldReports) May 7, 2024 Trump er sakaður um að falsa skjöl í tengslum við það þegar hann endurgreiddi Cohen fyrir þagnargreiðsluna til Daniels. Þær greiðslur voru skráðar í bókhald forsetans fyrrverandi sem lögfræðikostnaður og er hann sakaður um að hafa falsað skjöl í 34 liðum. Verði hann dæmdur sekur gæti hann verið dæmdur til allt að fjögurra ára fangelsisvistar. Fór hörðum orðum um dómarann Trump birti í morgun færslu á samfélagsmiðli sínum, Truth Social, þar sem hann sagðist hafa komist að því hver ætti að bera vitni í dag og kvartaði yfir því að hafa ekki fengið að vita það fyrr. Þá fór Trump hörðum orðum um Juan M. Merchan, dómara í málinu, og sagði hann meðal annars spilltan. Trump eyddi þó færslunni enda hefur Merchan ítrekað ávítt hann fyrir opinber ummæli hans um málið. Í gær sektaði Merchan Trump fyrir að brjóta gegn þagnarskyldu sem sett hafði verið á hann. He obviously is concerned about this witness. Also, prosecutors can disclose who they will call that day as a courtesy. The judge has no power to order them to do so. They said he forfeited that courtesy with his continued threats and harassment of witnesses. Too bad. pic.twitter.com/qixWBnVwu1— Ron Filipkowski (@RonFilipkowski) May 7, 2024 Merchan sagði beinum orðum við Trump að ef hann bryti aftur af sér með þessum hætti gæti hann verið sendur í fangelsi. Bandaríkin Donald Trump Erlend sakamál Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira
Sú greiðsla var svo hún segði ekki frá meintu framhjáhaldi Trumps með henni árið 2006. Lögmenn Trumps mótmæltu því að Daniels ætti að bera vitni þegar réttarhöldin héldu áfram í morgun. Blaðamaður sem situr í dómsalnum segir Susan Necheles, einn lögmanna Trumps, lýst sig andsnúna því að Daniels myndi tala um meintar kynlífsathafnir hennar og Trumps. Susan Hoffinger, saksóknari, sagði þá að vitnisburður hennar væri nauðsynlegur til að fylla upp í ákveðnar eyður. Hét hún því að vitnisburður Daniels myndi ekki snúast um nokkurs konar lýsingar á kynfærum eða slíkt. Assistant DA Susan Hoffinger says certain details are necessary. Justice Merchan asks for specifics.Hoffinger says it's "very basic." "It's not going to involve any descriptions of genitalia or anything of that nature."— Adam Klasfeld (@KlasfeldReports) May 7, 2024 Trump er sakaður um að falsa skjöl í tengslum við það þegar hann endurgreiddi Cohen fyrir þagnargreiðsluna til Daniels. Þær greiðslur voru skráðar í bókhald forsetans fyrrverandi sem lögfræðikostnaður og er hann sakaður um að hafa falsað skjöl í 34 liðum. Verði hann dæmdur sekur gæti hann verið dæmdur til allt að fjögurra ára fangelsisvistar. Fór hörðum orðum um dómarann Trump birti í morgun færslu á samfélagsmiðli sínum, Truth Social, þar sem hann sagðist hafa komist að því hver ætti að bera vitni í dag og kvartaði yfir því að hafa ekki fengið að vita það fyrr. Þá fór Trump hörðum orðum um Juan M. Merchan, dómara í málinu, og sagði hann meðal annars spilltan. Trump eyddi þó færslunni enda hefur Merchan ítrekað ávítt hann fyrir opinber ummæli hans um málið. Í gær sektaði Merchan Trump fyrir að brjóta gegn þagnarskyldu sem sett hafði verið á hann. He obviously is concerned about this witness. Also, prosecutors can disclose who they will call that day as a courtesy. The judge has no power to order them to do so. They said he forfeited that courtesy with his continued threats and harassment of witnesses. Too bad. pic.twitter.com/qixWBnVwu1— Ron Filipkowski (@RonFilipkowski) May 7, 2024 Merchan sagði beinum orðum við Trump að ef hann bryti aftur af sér með þessum hætti gæti hann verið sendur í fangelsi.
Bandaríkin Donald Trump Erlend sakamál Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira