Vextir geta og þurfa að lækka Finnbjörn A. Hermannsson skrifar 7. maí 2024 12:46 Íslendingum hefur gengið erfiðlega að ná niður þeirri miklu verðbólgu sem gekk yfir hagkerfi heimsins í kjölfar heimsfaraldurs og stríðsátaka í Úkraínu. Fyrir því eru margar ástæður. Hagvöxtur síðustu ára hefur verið mikill hér á landi og mikil þensla haft áhrif á húsnæðisverð, vinnumarkað og vöruverð í hagkerfinu. Við þessar aðstæður hafa fyrirtæki, mörg í skjóli fákeppni, átt auðvelt með að ýta kostnaðarhækkunum út í verðlag og hagstjórn hins opinbera hefur ekki stutt við hjöðnun verðbólgu. Ólíkt aðstæðum í Evrópu hafði orkukreppa engin bein áhrif á verðbólgu hérlendis en var drifkraftur verðbólgu á meginlandinu. Við þessar aðstæður voru kjarasamningar undirritaðir enda taldi verkalýðshreyfingin brýnt að styðja við hjöðnun verðbólgu og stuðla að lækkun vaxta. Kjarasamningarnir fólust í hóflegum hækkunum sem samræmdust stöðugu verðlagi. Sagan kennir að þótt kjarasamningar séu ekki verðbólguvaldur muni þeir einir og sér ekki slá á verðbólgu og þenslu í hagkerfinu, meira þarf til. Þar liggur ábyrgðin hjá fyrirtækjum og stjórnvöldum sem hafa í hendi sér að beita sköttum, atvinnustefnu og aðgerðum í húsnæðismálum til að stuðla að stöðugleika í hagkerfinu, efnahagslegum og félagslegum. Undirliggjandi verðbólga fer lækkandi Viðbragð Seðlabanka Íslands hefur einkum verið vaxtahækkun á eftir vaxtahækkun. Aðgerðir bankans eru fjarri því óumdeildar. Það hefur sýnt sig að vaxtatækið er bitlítið og seinvirkt enda stór hluti lána heimila ennþá með fasta vexti. Aðrir sækja í verðtryggð lán þar sem áhrif vaxtahækkana á greiðslubyrði eru takmörkuð. Stýrivextir voru síðast hækkaðir um 0,5 prósentur í ágúst á síðasta ári og hafa haldist óbreyttir í 9,25% síðan. Í yfirlýsingu peningastefnunefndar var hækkunin einkum rökstudd með vísan í óvissu um niðurstöðu kjarasamninga, spennu í hagkerfinu og hæga hjöðnun undirliggjandi verðbólgu1. Frá þeim tíma hefur margt gerst. Niðurstaða kjarasamninga liggur fyrir og veita þeir fyrirsjáanleika til næstu ára. Nýlegar hagtölur benda til þess að dregið hafi úr spennu í hagkerfinu. Að auki hefur undirliggjandi verðbólga hjaðnað. Án áhrifa húsnæðiskostnaðar mælist verðbólga 3,9% og samkvæmt kjarnavísitölu án áhrifa reiknaðrar húsaleigu mælist hún 3,5%. Sjálfur segir seðlabankinn undirliggjandi verðbólgu vera þann hluta verðbólgunnar sem seðlabankar ættu að hafa áhrif á og er almennt talinn undir áhrifasviði seðlabanka2. Frá þeim tíma hefur fleira gerst. Eldgos hafa orðið í Grindavík, ferðamönnum fer fjölgandi og húsnæðisvandi hefur í kjölfarið aukist. Segja má að neyðarástand ríki á leigumarkaði. Fyrirséð er að þrýstingur muni myndast á fasteigna- og leiguverð á næstu misserum. Með öðrum orðum, húsnæðismarkaður mun aftur verða drifkraftur verðbólgunnar. Sá vandi verður ekki leystur með háu vaxtastigi. Aðgerða þörf á húsnæðismarkaði Á endanum munu vaxtahækkanir slá á þenslu en eftir því sem hátt vaxtastig varir lengur, þeim mun meiri verða neikvæðu áhrifin á hagkerfið og almenning. Lækningin má ekki verða verri en sjúkdómurinn. Grípa þarf til sértækra aðgerða í húsnæðismálum. Það er ekki bara jákvætt fyrir húsnæðismarkaðinn heldur mun það stuðla að hjöðnun verðbólgu og stöðugleika í hagkerfinu. Fyrstu skrefin eru einföld. Ríkið hefur tryggt stofnframlög til uppbyggingar á almennum leiguíbúðum. Þau framlög duga skammt ef ekki eru til staðar byggingarhæfar lóðir. Það er ljóst að lausnarmiðað samtal þarf að eiga sér stað milli ríkis og sveitarfélaga um hvernig unnt er að standa að úthlutun lóða í þessu samhengi. Samhliða þarf Alþingi að afgreiða tímabærar breytingar á húsaleigulögum. Endurskoða þarf hvata sem ýta undir ásælni fjárfesta í húsnæði og þrýsta upp leigu- og eignaverði. Þessar leiðir eru skynsamlegar og líklegar til árangurs. Með þeim má ráðast hnitmiðað og ákveðið gegn helstu áhrifaþáttum þeirrar skaðlegu verðbólgu sem þjóðin glímir við. Höfundur er forseti Alþýðusambands Íslands. [1] https://www.sedlabanki.is/utgefid-efni/frettir-og-tilkynningar/frettasafn/frett/2023/08/23/Yfirlysing-peningastefnunefndar-23.-agust-2023/ [2] https://www.sedlabanki.is/utgefid-efni/kalkofninn/grein/2024/02/26/Undirliggjandi-verdbolga-hvad-er-thad-/ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Finnbjörn A. Hermannsson ASÍ Seðlabankinn Húsnæðismál Mest lesið Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Sjá meira
Íslendingum hefur gengið erfiðlega að ná niður þeirri miklu verðbólgu sem gekk yfir hagkerfi heimsins í kjölfar heimsfaraldurs og stríðsátaka í Úkraínu. Fyrir því eru margar ástæður. Hagvöxtur síðustu ára hefur verið mikill hér á landi og mikil þensla haft áhrif á húsnæðisverð, vinnumarkað og vöruverð í hagkerfinu. Við þessar aðstæður hafa fyrirtæki, mörg í skjóli fákeppni, átt auðvelt með að ýta kostnaðarhækkunum út í verðlag og hagstjórn hins opinbera hefur ekki stutt við hjöðnun verðbólgu. Ólíkt aðstæðum í Evrópu hafði orkukreppa engin bein áhrif á verðbólgu hérlendis en var drifkraftur verðbólgu á meginlandinu. Við þessar aðstæður voru kjarasamningar undirritaðir enda taldi verkalýðshreyfingin brýnt að styðja við hjöðnun verðbólgu og stuðla að lækkun vaxta. Kjarasamningarnir fólust í hóflegum hækkunum sem samræmdust stöðugu verðlagi. Sagan kennir að þótt kjarasamningar séu ekki verðbólguvaldur muni þeir einir og sér ekki slá á verðbólgu og þenslu í hagkerfinu, meira þarf til. Þar liggur ábyrgðin hjá fyrirtækjum og stjórnvöldum sem hafa í hendi sér að beita sköttum, atvinnustefnu og aðgerðum í húsnæðismálum til að stuðla að stöðugleika í hagkerfinu, efnahagslegum og félagslegum. Undirliggjandi verðbólga fer lækkandi Viðbragð Seðlabanka Íslands hefur einkum verið vaxtahækkun á eftir vaxtahækkun. Aðgerðir bankans eru fjarri því óumdeildar. Það hefur sýnt sig að vaxtatækið er bitlítið og seinvirkt enda stór hluti lána heimila ennþá með fasta vexti. Aðrir sækja í verðtryggð lán þar sem áhrif vaxtahækkana á greiðslubyrði eru takmörkuð. Stýrivextir voru síðast hækkaðir um 0,5 prósentur í ágúst á síðasta ári og hafa haldist óbreyttir í 9,25% síðan. Í yfirlýsingu peningastefnunefndar var hækkunin einkum rökstudd með vísan í óvissu um niðurstöðu kjarasamninga, spennu í hagkerfinu og hæga hjöðnun undirliggjandi verðbólgu1. Frá þeim tíma hefur margt gerst. Niðurstaða kjarasamninga liggur fyrir og veita þeir fyrirsjáanleika til næstu ára. Nýlegar hagtölur benda til þess að dregið hafi úr spennu í hagkerfinu. Að auki hefur undirliggjandi verðbólga hjaðnað. Án áhrifa húsnæðiskostnaðar mælist verðbólga 3,9% og samkvæmt kjarnavísitölu án áhrifa reiknaðrar húsaleigu mælist hún 3,5%. Sjálfur segir seðlabankinn undirliggjandi verðbólgu vera þann hluta verðbólgunnar sem seðlabankar ættu að hafa áhrif á og er almennt talinn undir áhrifasviði seðlabanka2. Frá þeim tíma hefur fleira gerst. Eldgos hafa orðið í Grindavík, ferðamönnum fer fjölgandi og húsnæðisvandi hefur í kjölfarið aukist. Segja má að neyðarástand ríki á leigumarkaði. Fyrirséð er að þrýstingur muni myndast á fasteigna- og leiguverð á næstu misserum. Með öðrum orðum, húsnæðismarkaður mun aftur verða drifkraftur verðbólgunnar. Sá vandi verður ekki leystur með háu vaxtastigi. Aðgerða þörf á húsnæðismarkaði Á endanum munu vaxtahækkanir slá á þenslu en eftir því sem hátt vaxtastig varir lengur, þeim mun meiri verða neikvæðu áhrifin á hagkerfið og almenning. Lækningin má ekki verða verri en sjúkdómurinn. Grípa þarf til sértækra aðgerða í húsnæðismálum. Það er ekki bara jákvætt fyrir húsnæðismarkaðinn heldur mun það stuðla að hjöðnun verðbólgu og stöðugleika í hagkerfinu. Fyrstu skrefin eru einföld. Ríkið hefur tryggt stofnframlög til uppbyggingar á almennum leiguíbúðum. Þau framlög duga skammt ef ekki eru til staðar byggingarhæfar lóðir. Það er ljóst að lausnarmiðað samtal þarf að eiga sér stað milli ríkis og sveitarfélaga um hvernig unnt er að standa að úthlutun lóða í þessu samhengi. Samhliða þarf Alþingi að afgreiða tímabærar breytingar á húsaleigulögum. Endurskoða þarf hvata sem ýta undir ásælni fjárfesta í húsnæði og þrýsta upp leigu- og eignaverði. Þessar leiðir eru skynsamlegar og líklegar til árangurs. Með þeim má ráðast hnitmiðað og ákveðið gegn helstu áhrifaþáttum þeirrar skaðlegu verðbólgu sem þjóðin glímir við. Höfundur er forseti Alþýðusambands Íslands. [1] https://www.sedlabanki.is/utgefid-efni/frettir-og-tilkynningar/frettasafn/frett/2023/08/23/Yfirlysing-peningastefnunefndar-23.-agust-2023/ [2] https://www.sedlabanki.is/utgefid-efni/kalkofninn/grein/2024/02/26/Undirliggjandi-verdbolga-hvad-er-thad-/
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun