Reynt að siga lögreglu á vitni í málinu gegn Trump Kjartan Kjartansson skrifar 7. maí 2024 12:06 David Pecker, félagi Donalds Trump til fjölda ára, keypti réttinn á frásögnum kvenna um Trump til þess eins að sitja á þeim fyrir forsetakosningarnar árið 2016. AP/Marion Curtis Bandarísku lögregluna grunar að sá sem sendi falska tilkynningu um morð á heimili vitnis í sakamáli á hendur Donald Trump hafi með henni reynt að siga vopnuðum sérsveitarmönnum á vitnið. Tilkynningin barst daginn sem vitnið kom fyrir dóm í New York. David Pecker, fyrrverandi útgefandi slúðurritsins National Enquirer, bar vitni í sakamálinu um að hann hefði gert samkomulag við Trump og lögmann hans um að blaðið kæfði neikvæðar sögur um hann í fæðingu í aðdraganda forsetakosninganna árið 2016. Það gerði það með því að greiða fyrir réttinn á sögum kvenna sem sögðust hafa haldið við Trump til þess eins að koma í veg fyrir að þær yrðu birtar opinberlega. Trump er ákærður fyrir skjalafals til þess að hylma yfir þagnargreiðslur til fyrrverandi klámstjörnu sem sagðist hafa stundað kynlíf með honum á sínum tíma skömmu fyrir kosningarnar fyrir átta árum. Sama dag og Pecker bar vitni barst staðardagblaði einu tölvupóstur frá manni sem kallaði sig „Jamal“ sem hélt því fram að hann hefði bundið konuna sína í kjallaranum og drepið elskhuga hennar. Sendandinn gaf upp heimilisfang Pecker í Greenwich í Connecticut. „Ég klúðraði rækilega. Geri það, hjálpið mér,“ sagði í töluvpóstinum, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Lögreglan í Greenwich var þegar meðvituð um hvar Pecker byggi þegar henni barst ábending um póstinn vegna þess að hann bar þá vitni í dómsmálinu sem vakti heimsathygli. Eftirgrennslan leiddi í ljós að ekkert var hæft í tölvupóstinum. Líklegt væri að hann hafi verið tilraun til þess að sig vopnuðum lögreglumönnum á Pecker. Dæmi um að fórnarlömb gabbs hafi verið skotin til bana Falskar tilkynningar sem er ætlað að kalla á viðbrögð vopnaðra lögreglumanna með mögulega hættulegum afleiðingum hafa verið nefndar „swatting“ í Bandaríkjunum en það er vísun til sérsveitar lögreglunnar. Dæmi eru um að lögreglumenn hafi skotið fórnarlömb slíkra gabbtilkynninga til bana. Pecker virðist ekki hafa verið heima þegar tilkynningin barst en ónefndur íbúi hússins var það samkvæmt atvikaskráningu lögreglunnar. Ekki var hægt að rekja slóð þess sem sendi tölvupóstinn. Trump hefur ítrekað vegið að dómaranum, dóttur hans, saksóknurum og vitnum í sakamálinu á hendur honum þrátt fyrir að hann megi ekki tjá sig opinberlega á meðan réttarhöldin standa yfir. Dómarinn hefur ítrekað ávítt Trump fyrir að brjóta þau fyrirmæli. Í gær varaði dómarinn Trump við því að honum gæti verið varpað í fangelsi ef hann héldi áfram að vanvirða dóminn. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Hlustuðu á Trump og Cohen tala um þagnargreiðslu Saksóknarar í New York spiluðu í gær upptöku af Michael Cohen, fyrrverandi einkalögmanni Donalds Trump, fyrrverandi forseta, þar sem Cohen sagði Trump frá ætlunum sínum varðandi það að greiða peninga til að koma í veg fyrir að fyrrverandi Playboy-fyrirsæta segði frá meintu framhjáhaldi Trumps með henni. Cohen tók samtalið upp á laun. 3. maí 2024 12:48 Vitni greinir frá ráðabruggi og lögmaður Trump fær viðvörun David Pecker, fyrrverandi útgáfustjóri National Enquirer, bar vitni fyrir dómstól í New York í gær, þar sem hann greindi frá því að hafa lagt á ráðin um að svæfa óþægilegar fréttir fyrir Donald Trump í aðdraganda forsetakosninganna árið 2016. 24. apríl 2024 07:28 Ávítti Trump aftur og ítrekaði fangelsishótun Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefur verið sektaður enn einu sinni fyrir að brjóta gegn þagnarskyldu sem hann hefur verið beittu vegna réttarhalda yfir honum í New York. Juan M. Merchan, dómarinn í málinu, hótaði enn einu sinni að fangelsa Trump ef hann léti ekki af ummælum sínum. 6. maí 2024 15:02 Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Sjá meira
David Pecker, fyrrverandi útgefandi slúðurritsins National Enquirer, bar vitni í sakamálinu um að hann hefði gert samkomulag við Trump og lögmann hans um að blaðið kæfði neikvæðar sögur um hann í fæðingu í aðdraganda forsetakosninganna árið 2016. Það gerði það með því að greiða fyrir réttinn á sögum kvenna sem sögðust hafa haldið við Trump til þess eins að koma í veg fyrir að þær yrðu birtar opinberlega. Trump er ákærður fyrir skjalafals til þess að hylma yfir þagnargreiðslur til fyrrverandi klámstjörnu sem sagðist hafa stundað kynlíf með honum á sínum tíma skömmu fyrir kosningarnar fyrir átta árum. Sama dag og Pecker bar vitni barst staðardagblaði einu tölvupóstur frá manni sem kallaði sig „Jamal“ sem hélt því fram að hann hefði bundið konuna sína í kjallaranum og drepið elskhuga hennar. Sendandinn gaf upp heimilisfang Pecker í Greenwich í Connecticut. „Ég klúðraði rækilega. Geri það, hjálpið mér,“ sagði í töluvpóstinum, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Lögreglan í Greenwich var þegar meðvituð um hvar Pecker byggi þegar henni barst ábending um póstinn vegna þess að hann bar þá vitni í dómsmálinu sem vakti heimsathygli. Eftirgrennslan leiddi í ljós að ekkert var hæft í tölvupóstinum. Líklegt væri að hann hafi verið tilraun til þess að sig vopnuðum lögreglumönnum á Pecker. Dæmi um að fórnarlömb gabbs hafi verið skotin til bana Falskar tilkynningar sem er ætlað að kalla á viðbrögð vopnaðra lögreglumanna með mögulega hættulegum afleiðingum hafa verið nefndar „swatting“ í Bandaríkjunum en það er vísun til sérsveitar lögreglunnar. Dæmi eru um að lögreglumenn hafi skotið fórnarlömb slíkra gabbtilkynninga til bana. Pecker virðist ekki hafa verið heima þegar tilkynningin barst en ónefndur íbúi hússins var það samkvæmt atvikaskráningu lögreglunnar. Ekki var hægt að rekja slóð þess sem sendi tölvupóstinn. Trump hefur ítrekað vegið að dómaranum, dóttur hans, saksóknurum og vitnum í sakamálinu á hendur honum þrátt fyrir að hann megi ekki tjá sig opinberlega á meðan réttarhöldin standa yfir. Dómarinn hefur ítrekað ávítt Trump fyrir að brjóta þau fyrirmæli. Í gær varaði dómarinn Trump við því að honum gæti verið varpað í fangelsi ef hann héldi áfram að vanvirða dóminn.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Hlustuðu á Trump og Cohen tala um þagnargreiðslu Saksóknarar í New York spiluðu í gær upptöku af Michael Cohen, fyrrverandi einkalögmanni Donalds Trump, fyrrverandi forseta, þar sem Cohen sagði Trump frá ætlunum sínum varðandi það að greiða peninga til að koma í veg fyrir að fyrrverandi Playboy-fyrirsæta segði frá meintu framhjáhaldi Trumps með henni. Cohen tók samtalið upp á laun. 3. maí 2024 12:48 Vitni greinir frá ráðabruggi og lögmaður Trump fær viðvörun David Pecker, fyrrverandi útgáfustjóri National Enquirer, bar vitni fyrir dómstól í New York í gær, þar sem hann greindi frá því að hafa lagt á ráðin um að svæfa óþægilegar fréttir fyrir Donald Trump í aðdraganda forsetakosninganna árið 2016. 24. apríl 2024 07:28 Ávítti Trump aftur og ítrekaði fangelsishótun Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefur verið sektaður enn einu sinni fyrir að brjóta gegn þagnarskyldu sem hann hefur verið beittu vegna réttarhalda yfir honum í New York. Juan M. Merchan, dómarinn í málinu, hótaði enn einu sinni að fangelsa Trump ef hann léti ekki af ummælum sínum. 6. maí 2024 15:02 Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Sjá meira
Hlustuðu á Trump og Cohen tala um þagnargreiðslu Saksóknarar í New York spiluðu í gær upptöku af Michael Cohen, fyrrverandi einkalögmanni Donalds Trump, fyrrverandi forseta, þar sem Cohen sagði Trump frá ætlunum sínum varðandi það að greiða peninga til að koma í veg fyrir að fyrrverandi Playboy-fyrirsæta segði frá meintu framhjáhaldi Trumps með henni. Cohen tók samtalið upp á laun. 3. maí 2024 12:48
Vitni greinir frá ráðabruggi og lögmaður Trump fær viðvörun David Pecker, fyrrverandi útgáfustjóri National Enquirer, bar vitni fyrir dómstól í New York í gær, þar sem hann greindi frá því að hafa lagt á ráðin um að svæfa óþægilegar fréttir fyrir Donald Trump í aðdraganda forsetakosninganna árið 2016. 24. apríl 2024 07:28
Ávítti Trump aftur og ítrekaði fangelsishótun Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefur verið sektaður enn einu sinni fyrir að brjóta gegn þagnarskyldu sem hann hefur verið beittu vegna réttarhalda yfir honum í New York. Juan M. Merchan, dómarinn í málinu, hótaði enn einu sinni að fangelsa Trump ef hann léti ekki af ummælum sínum. 6. maí 2024 15:02